Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 4
4 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2009 ÍSLENSKA 21-árs landsliðið í knattspyrnu vann í gærkvöld sinn fjórða leik í röð í Evrópukeppninni þegar það burstaði San Marínó, 6:0, í Serravalle. Ísland og Tékkland eru jöfn og efst í 5. riðli keppninnar með 12 stig en Tékkar hafa leikið fjóra leiki og íslensku strákarnir fimm. Ísland sigraði með átta mörkum gegn engu þegar liðin mættust á Laugardalsvellinum í síðasta mán- uði og hélt áfram uppteknum hætti því staðan var orðin 3:0 eftir aðeins 18 mínútna leik. Kolbeinn Sigþórs- son, Gylfi Þór Sigurðsson og Bjarni Þór Viðarsson, úr vítaspyrnu, höfðu þá sent boltann í mark heimamanna. Gylfi bætti við sínu öðru marki eftir hálftíma, með glæsilegu skoti, og staðan var 4:0 í hálfleik. Alfreð Finnbogason kom inná sem vara- maður snemma í síðari hálfleik og það tók hann aðeins þrjár mínútur að koma boltanum í netið. Alfreð var síðan aftur á ferð skömmu fyrir leikslok og innsiglaði sigurinn. „Ég er mjög ánægður með hve föstum tökum strákarnir tóku leik- inn frá fyrstu mínútu. Þeir keyrðu strax á mótherjana af krafti, spiluðu flottan fótbolta og sköpuðu sér mörg marktækifæri. Þetta var bullandi sóknarleikur og hann gekk vel upp. Við stjórnuðum algjörlega hrað- anum í leiknum, jukum hann og hægðum á eftir þörfum. Mörkin komu flest eftir fallegt spil eða stungur í gegnum vörnina,“ sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari liðsins. Hann tók út leikbann og sat því í stúkunni en Tómas Ingi Tómasson stýrði liðinu af bekknum. vs@mbl.is Morgunblaðið/hag Tvö Gylfi Þór Sigurðsson sendi bolt- ann tvisvar í mark San Marínó. „Tóku þetta strax föstum tökum“  Ísland vann San Marínó 6:0 í EM 21-árs liða  Fjórði sigur strákanna í röð Ágúst Björg-vinsson er þjálfari kvenna- liðs Hamars en hann er þraut- reyndur á því sviði eftir að hafa náð frábær- um árangri með kvennalið Hauka á undanförnum árum.    Ágúst er einnig þjálfari karlaliðsHamars sem leikur í efstu deild líkt og konurnar. Ágúst tók við af Ara Gunnarssyni sem var þjálfari Hamars í fyrra en liðið end- aði í þriðja sæti undir hans stórn. Ari hafði vistaskipti og þjálfar nú kvennalið Vals.    Töluverðar breytingar eru á leik-mannahópi Hamars frá því fyrra. Julia Demirer og Kiki Bar- kus voru lykilmenn liðsins í fyrra og eru þær farnar. Jóhanna Sveins- dóttir fór í KR og Rannveig Reyn- isdóttir tók sér frí. Salbjörg Sæv- arsdóttir og Elma Jóhannsdóttir fóru báðar í Laugdæli.    Hamar fékk í sínar raðir tvo afbestu leikmönnum landsins. Borgfirðingurinn Sigrún Sjöfn Ámundadóttir kom frá KR. Lands- liðskonan hefur skorað 12,5 stig að meðaltali í leikjum Hamars það sem af er tímabilinu og hún er einnig með um 9 fráköst að meðaltali í leik.    Landsliðs-konan Krist- rún Sigurjóns- dóttir kom úr Haukum og Guð- björg Sverr- isdóttir einnig. Guðbjörg er systir Helenu Sverrisdóttur sem leikur með TCU í bandaríska háskólaboltanum.Kristrún hefur skorað um 15 stig að meðaltali í leik það sem af er tímabilinu.    Koren Schram frá Bandaríkj-unum er eini erlendi leikmað- urinn í herbúðum Hamars. Hún er stigahæsti leikmaður liðsins og skorar um 20 stig að meðaltali í leik. Adda María Óttarsdóttir 15 ára Bakvörður Dúfa Ásbjörnsdóttir 26 ára Bakvörður Fanney Guðmundsdóttir 20 ára Miðherji Guðbjörg Sverrisdóttir 17 ára Bakvörður/framherji Hafrún Hálfdánardóttir 19 ára Framherji Íris Ásgeirsdóttir 22 ára Framherji Jenný Harðardóttir 17 ára Framherji Kristrún Sigurjónsdóttir 24 ára Bakvörður Kristrún Rut Antonsdóttir 15 ára Bakvörður Koren Schram 22 ára Bakvörður Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 19 ára Framherji Sóley Guðgeirsdóttir 29 ára Miðherji Leikmannahópur Hamars 2009-2010 Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is „MARKMIÐIÐ er að vinna Íslands- meistaratitilinn og ég tel að við séum með lið sem getur farið alla leið. Það þarf allt að ganga upp til þess að við náum þessu markmiði,“ segir Ágúst Björgvinsson, þjálfari kvennaliðs Hamars, þegar hann var inntur eftir markmiðum liðsins í vetur. Hamar tapaði nokkuð óvænt gegn Njarðvík á útivelli og í fyrrakvöld tapaði liðið gegn KR á heimavelli. Þjálfarinn segir að liðið eigi mikið inni þar sem meiðsli og veikindi lykilmanna hafi tafið framgang liðsins í haust. „Við höfum ekki náð að æfa eins vel og ég hafði gert ráð fyrir vegna meiðsla og veikinda. Á undanförnum 4-5 vikum höfum við aldrei náð æfingu þar sem að allir hafa verið með. Guðbjörg Sverrisdóttir, Kristrún Sigurjóns- dóttir og Sigrún Ásmundsdóttir hafa allar verið frá í einhvern tíma. Þetta hefur tafið okkur aðeins og ég tel að við eigum mikið inni. Við erum ekk- ert farin að örvænta þrátt fyrir tvo tapleiki. KR-ingar eru taplausir í deildinni og það er liðið sem við og önnur lið verðum að vinna ef við ætl- um okkur að fara alla leið.“ Í liði Hamars eru reynslumiklir leikmenn og segir þjálfarinn að leik- stíll liðsins sé blanda af hinu og þessu sem henti leikmannahópnum. Leikstíllinn sem við erum að nota er blanda af hröðum leik og hægum. Við erum með góðar skyttur og leik- menn sem geta farið hratt upp völl- inn. Koren Scram er leikstjórnandi liðsins og hún er mikil skytta og góð- ur alhliða leikmaður. Það fer líka eft- ir mótherjunum hvernig áherslurnar eru hjá okkur. Við skjótum fyrir ut- an og komum boltanum inn í teig.“ Kann vel við álagið Ágúst er einnig þjálfari karlaliðs félagsins og kann hann vel við álagið sem því fylgir. „Mér finnst þetta alveg frábært. Það er alltaf nóg að gera og stundum eru 4-5 leikir á viku á dagskrá. Ég er með góða aðstoðarþjálfara með mér í þessu og þeir leysa málin þegar ég get ekki verið á tveimur stöðum í einu. Ég hef oft látið mína leikmenn æfa meira. Æfingatímar í íþrótta- húsinu eru þéttsetnir og við verðum að sætta okkur við það.“ „Erum með lið sem getur farið alla leið“ Meiðsli og veikindi lykilmanna hafa tafið undirbúning kvennaliðs Hamars Morgunblaðið/hag Frákast Fanney Guðmundsdóttir er lykilmaður í úrvalsdeildarliði Hamars úr Hveragerði. Kvennalið Hamars í Hveragerði hefur leikið í efstu deild frá því að liðið komst upp úr næstefstu deild vorið 2006. Liðið kom verulega á óvart á síðustu leiktíð og er markmiðið að gera enn betur og blanda sér í barátt- una um þá titla sem eru í boði. Hamar hefur unnið fjóra af fyrstu sex leikj- um sínum í deildinni. Körfuknattleikur: Morgunblaðið kynnir liðin í úrvalsdeild kvenna, Iceland Express deildinni Olimpico-leikvangurinn, Serravalle, Evrópukeppni U21 karla, 5. riðill, föstudag 13. nóvember 2009. Mörk Íslands: Gylfi Þór Sigurðs- son 15., 31., Alfreð Finnbogason 60., 82., Kolbeinn Sigþórsson 8., Bjarni Þór Viðarsson 18. (víti). Skot: San Marínó 9 – Ísland 20. Horn: San Marínó 3 – Ísland 2. Lið San Marínó: Gobbi, Cervellini, Casadei, Coppini, Giannoni, Mazza, Canini (Mularoni 75.), Berretti, Della Valle (Venerucci 62.), Vitaioli (Rosti 84.), Bianchi. Lið Íslands: (4-5-1) Mark: Har- aldur Björnsson. Vörn: Eggert G. Jónsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Jón Guðni Fjóluson, Hjörtur Logi Valgarðsson. Miðja: Birkir Bjarna- son (Kristinn Steindórsson 82.), Gylfi Þór Sigurðsson, Guðmundur Kristjánsson (Almarr Ormarsson 46.), Bjarni Þór Viðarsson, Jóhann Berg Guðmundsson. Sókn: Kol- beinn Sigþórsson (Alfreð Finn- bogason 57.) Gul spjöld: Cervellini 46., Casadei 70. Dómari: Luc Wilmes, Lúxemborg. Áhorfendur: Um 500. San Marínó – Ísland 0:6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.