Norðurland - 17.06.1994, Blaðsíða 4

Norðurland - 17.06.1994, Blaðsíða 4
4 - NORÐURLAND Forsetaembættið Forseti með eða án afskipta Hvaöan kemur forsetaembættið og hvert erþað að fara? Árið 1944 eignuðust íslendingar eigin þjóðhöfðingja og hættu um leið að tilheyra konungsvaldinu danska. Þeir fjórir einstaklingar sem gengnt hafa embætti for- seta Islands frá stofnun lýðveldis, hafa öðrum fremur mótað embættið. Væntingar þjóðarinnar til embættis- ins hafa þó líka ráðið miklu um það „hvernig forseti Islands á að haga sér á forsetastóli“. n , Sjálfstæðisbaráttan hafði að sjálfsögðu það lokamarkmið að Islendingar næðu fullu sjálfstæði. En það gerðist ekki á einum degi á Þingvöllum að því takmarki var náð. Baráttan áratugina á undan liafði skilað sér í sífellt minni áhrifum danskra stjómvalda á málefni íslands, sem um leið þýddi minni völd Danakonungs yfir íslandi. Þá gerist það á sama tíma að mjög dregur úr völdum konunga yfir eigin ríkjum yfirleitt, og danska þingið fékk að lokum þau völd sem það hefur í dag. ímynd þjóðhöfðingja Þetta kann að hafa haft þau áhrif að ímynd fyrirbærisins „þjóðhöfð- ingji“ væri af manni sem sæti af- skiptalítill í æðsta embætti sem gegndi því hlutverki helst að vera fulltrúi þjóðarinnar fyrir ofan og allt um kring um stjómmálin, en tilheyrði að öðru leyti ekki pólit- ísku amstri. Tveir síðustu forsetar landsins áttu ekki rætur innan stjórnmála- flokka þegar þeir tóku við emb- ætti og hafa ekki verið kenndir við flokka í embætti. En tveir hinir fyrri, Sveinn Bjömsson og Asgeir Asgeirsson, áltu rætur í stjómmál- unum. Kosningasigur Kristjáns Eldjám yfir Gunnari Thoroddsen var á sínum tíma að hluta til túlk- aður sem vilji þjóðarinnar til að færa forsetaembættið frá stjórn- málunum. Að almenningur vildi að forsetinn væri forseti allra en stæði ekki fyrir einhverjar ákveðnar pólitískar hugsjónir. Vald forsetans Engu að síður gefur stjómarskráin embætti forseta Islands töluverð völd. Vald forseta til að ákveða hver fær stjómarmyndunarumboð er vandmeðfarið og sömuleiðis gæti forseti þurft að grípa inn í stjómarmyndunarferlið ef stjóm- arkreppa ríkir og enginn getur myndað starfhæfa stjórn. Þá gæti forseti Islands þurft að skipa utan- þingsstjórn. Akvæði stjómarskrár íslands og Frakklands um forsetaembætti eru að grunninum mjög lík. Frakkar hafa hins vegar litið svo á að forsetaembættið sé pólitískt embætti og því hefur forseti hverju sinni mikil áhrif á stefnu ríkisstjómar og kemur fram sem hálfgerður utanríkisráðherra gagn- vart umheiminum. Þannig hefði íslenska forsetaembættið getað þróast ef stjómmálamenn hefðu haldið áfram að gegna embættinu og beitt sér í því samkvæmt pólit- ískri sannfæringu sinni. Frakklandsforseti er á vissan hátt núna í svipaðri stöðu og for- seti íslands, þar sem flokkur Mitt- erands, Sósíalistaflokkurinn, hefur ekki meirihluta á þingi. Þannig verður forsetinn að halda sig frá almennri stefnumótun og hann verður líka að sætta sig við að skrifa undir lög sem andstæðingar hans í stjómmálum semja. Frakk- landsforseti getur að vísu beitt sér gegn lagafrumvörpum, en það myndi hafa svipaðar afleiðingar og ef forseti íslands beitti sér gegn lagafrumvarpi með því að skjóta því til þjóðaratkvæðagreiðslu. Franska forsetalínan Ef þær aðstæður kæmu upp að forseti íslands nýtti sér rétt sinn til að skrifa ekki strax undir laga- frumvarp og vísaði því til þjóðar- innar sem myndi fella fruntvarpið með miklum meirihluta, hver væri þá pólitísk staða forseta Islands? Það má hugsa sér að í mikilvægu máli liti forseti svo á að þjóðin hefði valið á milli hans og ríkjandi meirihluta á Alþingi. Þannig gæti þjóðaratkvæðagreiðsla sem þessi leilt til þess að ríkisstjórn segði af sér og forsætisráðherra boðaði til Ríkisráð 1980. kosninga. Þá má hugsa sér að flokkur sem kenndi sig við forseta Islands með samþykki hans byði sig fram. Ef sá flokkur ynni mik- inn kosningasigur væri þjóðin komin með forsetaembætti sem væri í eðli sínu allt annað en það hefur verið frá árinu 1944. Ef slík- ur „forsetaflokkur" byði hins veg- ar afhroð í kosningum, væri það varla túlkað öðru vísi en svo, að forsetinn yrði að segja af sér emb- ætti. Allt er þetta hægt samkvæmt því rúmmáli sem stjómarskráin gefur embætti forseta Islands. Þá má líka hugsa sér að utan- þingsstjóm sem forseti hefði skip- að yrði mjög vinsæl og upp úr því stofnuðu ráðherrar hennar stjóm- málaflokk sem þeir gætu til dæmis kallað Forsetaflokkinn (með sam- þykki forseta að sjálfsögðu). Ef sá flokkur sigraði í kosningum væri komið fram alveg nýtt mynstur í samskiptum forseta Islands, ríkis- stjórnar og Alþingis. Hvað er forsetinn? Irnynd þeirra kynslóða sem er að vaxa úr grasi, af forsetaembættum yfirleitt, er vafalítið önnur en þeirra kynslóða sem nú eru komn- ar af léttasta skeiði. Frambjóðandi til forseta sem höfðaði til „frönsku línunnar" gæti allt eins átt upp á pallborðið í kosningum framtíðar- innar. En auðvitað eru þetta bara hugleiðingar um embættið. Það gleymist hins vegar oft að 50 ár, . V V / Oskum Norðlendingum og landsmönnum öllum til hamingju með hálfraraUrar afmasli íslenska lýðveláisins oq oskum þjoðinni heilla á þjóð- hátíðardaginn 17. júní 1994. > Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna X * i X - X X X - X X ÁAÁÁÁAÁAAA X A.A / hálf öld, er ekki ýkja langur tími. Fjórir aðilar hafa mótað forseta- embættið með persónu sinni og þjóðin hefur verið sátt við þær leiðir sem þeir hafa farið. En á næstu 50 árum eiga aðrir eftir að setjast að á Bessastöðum, sem horfa ef til vill öðrum augum á embættið og sú þjóð sem kýs það fólk til embættis, kann líka að hafa aðrar væntingar til embættis- ins en kynslóðimar á undan hafa haft. Þannig gæti maður sem verið hefur vinsæll forsætisráðherra horft hýru auga til forsetaembætt- isins í framtíðinni. Ef kjör hans til forseta leiddi síðan til sigurs flokks hans í kosningum, hefði hann mikil áhrif á daglegt pólitískt amstur og stefnumótun ríkisstjóm- ar. En um leið og flokkur hans tapaði kosningum væri hann í svipaðri stöðu og Mitterand er nú og meira í anda við það forseta- embætti sem Islendingar hafa þekkt hingað til. Innan stjómarskrárinnar rúmast hins vegar nokkrar tegundir af for- setum en það er þjóðarinnar sjálfrar að ákveða hvað þjóðhöfð- inginn á að aðhafast á Bessastöð- um í framtíðinni. Dagskrá hátíðarhaldanna á Dalvík 17. júní. 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins. 16. júní Kl. 20.00 Víðavangshlaup UMSE. Keppt verður í eftirtöldum aldursflokkum drengja og stúlkna: 6 ára og yngri, 7-8 ára, 9-10 ára, 11-12 ára, 13-14 ára, 15- 16 ára, 17-29 ára, 30 ára og eldri 17. júní Kl. 9.00 Athöfn við Dalvíkurkirkju: Fánar dregnir að húni. Kirkjuklukkum hringt. Avarp: Guðmundur Heiðar Frímannsson, forstöðumaður kennaradeildar Háskólans á Akureyri. Hljóð- færaleikur. Avarp fjallkonu. Kl. 9.30 Guðþjónusta í Dalvíkurkirkju. Kl. 11.00 Hátíðarsýning Hestamannafélagsins Hrings á malar- velli. Kl. 12.00 Hlé. Kl. 14.30 Skrúðganga frá Ráðhúsi á íþróttavöll. Kl. 15.00 Skemmtun á íþróttavelli: Avarp fjallkonu. Flautuleik- ur. Söngatriði úr leikverkum í flutningi Leikfélags Dalvíkur. Fim- leikar undir stjórn Ingu S. Matthíasdóttur. Afhending verðlauna fyrir víðavangshlaup. Harmonikkuleikur; Birnir Jónsson, Hafliði Olafsson og Heimir Kristinsson. Fallhlífastökkvarar lenda við íþróttasvæðið. Þjóðdansasýning eldri borgara. Unglingahljóm- sveit leikur og syngur. Knattspyrnuleikur, foreldrar og börn. Kl. 17.15 Barnadagskrá: Skemmtiatriði með Leikfélagi Dalvík- ur. Körfuboltakeppni. Hjólreiðajarautir. Reiðtúrar. Pokahlaup. Naglaboðhlaup. Kl. 18.00 Hlé. Kl. 22.00 Utidansleikur. Hljómsveitin Menning leikur fyrir dansi. Kl 01.01 Hátíðahöldum lýkur. Athygli þjóðhátíðargesta er vakin á eftirtöldum sýningum: Jarð- skjálftasýningu í Ráðhúsi. Safnahúsinu Hvoli. Sundlaugarbygg- ingu. Myndverkum nemenda í Dalvíkurskóla.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.