Norðurland - 17.06.1994, Blaðsíða 8
8 - NORÐURLAND
Annáll:
Fréttir á lýðveldistímanum
/ /
A lýðveldistímanum hafa Islendingar gengið í gegn-
um súrt og sætt. Þegar litið er yfir atburðarrásina á
Norðurlandi eystra er af nógu að taka af bæði stór-
um sem smáum atburðum, sorglegum sem gleðileg-
um. Hér á eftir er litið yfír farinn veg og að sjálf-
sögðu byrjað á árinu 1944 og endað á kjöri 4. forseta
lýðveldisins. Gripið er niður í annála af handahófi.
1944:
Ríkisstjórnin leggur
fram tillögu um
sambandsslit
13.03: Ríkisstjórnin lét útbýta á
Alþingi í gær tillögu til þings-
ályktunar um niðurfellingu dansk-
íslenska sambandslagasamnings-
ins, og í'rumvarpi tilstjómskipun-
arlaga um stjórnarskrá fyrir lýð-
veldið Island. Hafa þingskjöl þessi
inni að halda óbreyttar tillögur
milliþinganefndar í stjórnarskrár-
málinu...
Þjóðveldið endur-
reist að Lögbergi
-Sveinn Björnsson kjörinn
/
fyrsti forseti Islands
20.06: Stofnun hins íslenska lýð-
veldis var formlega lýst yfir á
þingfundi að Lögbergi 17. júní
síðastliðinn og fyrsti forseti þess
kjörinn. Þrátt fyrir illt veður var
múgur og margmenni saman kom-
inn á hinum fornhelga stað, til
þess að vera viðstaddur hina
miklu og hátíðlegu athöfn, er náð
var langþráðu marki í sjálfstæðis-
baráttu þjóðarinnar...
Skeyti frá
Kristjáni X.
05.05: í gær barst Bimi Þórðar-
syni, forsætisráðherra Islands,
skeyti frá sendiráði Islands í
Kaupmannahöfn, sem hafði að
geyma orðsendingu frá Kristjáni
konungi X. Segir í orðsending-
unni, að konungur geti ekki með-
an núverandi ástand varir viður-
kennt lýðveldisstofnun á Islandi.
Sambandsslitin
samþykkt í þjóðar-
atkvæðagreiðslu
01.06: Atkvæði hafa nú verið talin
í öllum kjördæmum, og sýna úr-
slitin mjög eindreginn vilja þjóð-
arinnar, bæði með sambandsslit-
um og lýðveldisstofnun. Með
sambandsslitum greiddu atkvæði
71122 en 377 voru á móti. Auðir
seðlar voru 805 og ógildir 754.
Með lýðveldisstjórnarskránni voru
greidd 69435 atkvæði en 1051
atkv. á móti. Auðir voru 2054
seðlar og ógildir 518...
Hestur fer niður
Goðafoss
11/7: Nýlega skeði sá fáheyrði at-
burður, að hestur einn, sem ætlaði
yfir Skjálfandafljót um 180 metr-
um fyrir ofan Goðafoss, barst með
straumnum fram af fossbrúninni
og steyptist í hylinn fyrir neðan.
Komst hesturinn heilu og höldnu
að landi, undir gljúfrunum við
fossinn. Var hann ómeiddur að
heita mátti, aðeins lítillega hrufl-
aður. Til þess að ná hestinum upp
voru sett á hann bönd, og hann
dreginn upp hjá brúnni...
1945:
Nonni látinn
06.04: Fregnir hafa borist um það,
að Jón Sveinsson rithöfundur, sem
allir þekkja undir nafninu Nonni,
hafi andazt í sjúkrahúsi í Þýzka-
landi síðastliðið haust, 85 ára að
aldri...
Akureyri:
Hótel Gullfoss
brennur
15.03: Um miðnætti í nótt kom
upp eldur í Hótel Gullfossi á Ak-
ureyri og brann húsið til kaldra
kola. Varð það alelda á skömmum
tíma, og varð litlu sem engu bjarg-
að. Þeir, sem í húsinu bjuggu,
sluppu allir, en sumir nauðu-
lega...Við bruna þennan hafa 40
manns orðið húsnæðislausir, en
húsnæðisvandræði eru nú mikil á
Akureyri.
1946:
Karlmennskuraun
í Aðaldal
15.02: Steingrímur Baldvinsson
bóndi að Nesi í Aðaldal hrapaði
síðastliðinn laugardag í tólf álna
djúpa gjá í Aðaldalshrauni og
fannst þar ekki fyrr en eftir fimm
dægur, eftir mikla leit...Hafði
Steingrímur þá hafzt þar við í
fimm dægur, matarlaus með öllu
og gat lítið sem ekkert sofið.
Steingrímur var þó furðulega
hress, og gat hjálparlaust bundið
um sig kaðli, sem rennt var niður
til hans. Honum líður nú vel.
Bein Jónasar
Hallgrímssonar
flutt suður með
fógetavaldi
17.11: I síðastliðnum mánuði voru
flutt heim til Islands bein þjóð-
skáldsins Jónasar Hallgrímssonar,
er þá höfðu hvflt í danskri mold í
101 ár. Fyrir heimflutningi bein-
anna stóð Sigurjón Pétursson á
Alafossi. Flutti hann jarðneskar
leifar þjóðskáldsins norður að
Bakka í Öxnadal og ætlaði að láta
jarðsetja þær þar. En að fyrirskip-
an íslenzkra stjómvalda voru
beinin tekin með fógetavaldi úr
Bakkakirkju og flutt suður að
Þingvöllum. Þar voru þau jarðsett
í þjóðargrafreitnum í gær.
1947:
25 fórust í flugslysi
við Héðinsfjörð
31.05: Douglas-Dakotaflugvél
Flugfélags Islands, sem var á leið
frá Reykjavík til Akureyrar í
fyrradag, rakst á Hestfjall við
Héðinsfjörð, og fórust allir, sem í
vélinni voru, 25 manns sam-
tals...Meðal farþega, sem fórust í
þessu hörmulega slysi, voru lands-
kunnir menn, þar á meðal Garðar
Þorsteinsson alþingismaður, og
þekktir borgarar á Akureyri,
Brynja Hlíðar lyfjafræðingur,
Gunnar Hallgrímsson tannlæknir
og Stefán Sigurðsson deildarstjóri
KEA...
1949:
Mænuveiki geisar
á Akureyri
11.01 :Mænuveiki hefur geisað á
Akureyri síðan í nóvembermánuði
og heldur enn áfram hervirkjum
sínum. Mörg hundruð manns hafa
tekið veikLna, á annað hundrað
manns hafa lamazt, þar af 9-10
svo mjög, að hætta er talin á, að
um varanlega lömun sé að ræða...
1950:
Meistara minnst
Minnisvarði Stefáns Stefánssonar
skólameistara var afhjúpaður á
Akureyri 15. okt. Stendur varðinn
á lóð menntaskólans. Eru það
gamlir nemendur Stefáns, sem
gefa skólanum minnismerkið, en
það er gert af Sigurjóni Ólafssyni
myndhöggvara.
1951:
Rjúpur og refir á
götum Akureyrar
31.01: ...Til marks um það hve nú
sverfur að villtum dýrum og fugl-
um, má geta þess, að undanfarna
daga hafa rjúpur gert sig heima-
komnar í skemmtigörðum Akur-
eyrar og jafnvel á götum bæjarins.
Koma rjúpurnar alveg heim undir
húsveggi og þiggja mat, ef í boði
er.
Sama er að segja um tófuna.
Hún er að vísu ekki komin upp
undir húsveggi. En refir hafa sézt í
nánd við Akureyri. Hefur þeirra
jafnvel orðið vart í kringum gróðr-
arstöðina þar, svo og í nánd við
Lystigarðinn.
1953:
Fjórðungssjúkrahús
á Akureyri
í desember: Risið er af grunni á
Akureyri veglegt fjögurra hæða
sjúkrahús. Er það fullbúið sjúkra-
hús, sem rúmað getur 120 sjúk-
linga...Yfirlæknir er Guðmundur
Karl Pétursson.
1954:
Þingvísa
1 tilefni af því, að á lokuðum
fundum Alþingis um handritamál-
ið náðist fullt samkomulag um að
svara tilboði Danastjómar neit-
andi, fæddist þessi þingvísa, sem
sagt er að sé eftir Karl Kristjáns-
son:
Eftirtektar er það vert
enn - á deiluþingum,
hve Danir okkur geta gert
að góðum Islendingum. “
1955:
Sólfaxi á upplýstum
Akureyrarflugvelli
17.12: í gærkvöldi lenti f fyrsta
skipti á Akureyrarflugvelli fjög-
urra hreyfla flugvél. Var það Sól-
faxi Flugfélagsins. Hin nýju flug-
brautarljós lýstu völlinn í fyrsta
skipti, og voru þau formlega tekin
í notkun við þetta tækifæri. Með
þessu flugi er Akureyrarflugvöllur
orðinn varavöllur fyrir millilanda-
flugvélar þegar svo ber við að
Keflavíkurflugvöllur og Reykja-
víkurvöllur eru lokaðir.
1956:
Ný sundlaug á
Akureyri
08.07. 8. júlí var vígð ný sundlaug
á Akureyri með búningsklefum
fyrir 126 manns. Lárus Rist sund-
kennari var heiðursgestur Akur-
eyrar við opnun sundlaugarinnar.
1962:
Aldarafmæli Akur-
eyrarkaupstaðar
Aldarafmælis Akureyrarkaupstað-
ar hefur verið minnst með vegleg-
um hátíðahöldum dagana 29.
ágúst til 2. september...Forseti ís-
lands og frú hans voru viðstödd,
svo og ráðherrar og margir aðrir
gestir auk mikils Ijölda heima-
manna...
1964:
Davíð Stefánsson
látinn
01.03: Davíð Stefánsson frá
Fagraskógi andaðist á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri í morgun,
69 ára að aldri. Hann var um
hálfrar aldar skeið einn helsti jöfur
íslenskrar ljóðlistar, arftaki gam-
allar ljóðhefðar, en varð ungur að
árum brautryðjandi þeirrar ný-
sköpunar, sem síðan hefur átt sér
stað...
1965:
Dægurvísa
Jakobínu
10.11: Komin er út skáldsagan
Dægui"vísa, saga úr Reykjavíkur-
lífinu eftir Jakobínu Sigurðardótt-
ur...Þetta er þriðja bók Jakobínu
en hún hefur áður gefið út ljóða-
bók og smásagnasafn.
1966:
Eignatjón í fárviðri
1.02: Fárviðri gekk yfir landið í
gær og olli skemmdum á mann-
virkjum um allt land, svo að tjónið
Öskuin Norðlendingum oq
landsmönnum öllum til
hamingju með hálfrar aldar af-
mæli íslenska lýðveldisins oq
óskum þjóðinni heilla á j?jóðhá-
tíðardaginn 17. juní 1994.
Skeljungur hf.