Norðurland - 17.06.1994, Blaðsíða 11

Norðurland - 17.06.1994, Blaðsíða 11
NORÐURLAND -11 Skýrvinstri sveifla Steingrímur J. Sigfússon. Steingrímur J. Sigfússon, al- þingismaður, segir að það sem upp úr standi eftir bæja- og sveitastjómakosningamar á dögunum sé sú vinstri sveifla sem óneitanlega hafi konrið fram. Alþýðubanda- lagið sé ótvíræður sigurvegari kosninganna, ásamt samfylk- ingu félagshyggjuaflanna í Reykjavík, og útkoman dýr- mætt veganesti fyrir komandi alþingiskosningar. Steingrím- ur ræðir hér kosningaúrslitin og pólitíska þýðingu þeiiTa. - Ertu ánægður með útkomu Alþýðubandalagsins í kosning- unum? „Útkoman hér á Norðurlandi eystra er auðvitað mjög glæsileg hjá Alþýðubandalaginu og einhver sú besta sem hefur fengist. A Ak- ureyri er staðan betri en hún hefur verið um langt árabil, tæplega 21% fylgi. Bæði á Húsavík og Raufarhöfn bæta G-listamir við sig fylgi og manni, á Húsavík fær Alþýðubandalagið 28,7% atkvæða og á Raufarhöfn 35,22%, en þar er Alþýðubandalagið orðinn lang- stærsti flokkurinn á nýjan leik. Arangurinn á öðrum stöðum er einnig mjög góður og G-listamir bæta alls staðar við sig fylgi. Þeg- ar árangurinn er tekinn saman yfir landið sést að þeir 26 G-listar sem lagðir eru fram fá samtals 12.089 atkvæði af 60.676, eða tæp 20% af gildum atkvæðum. Þetta er besta útkoma flokksins í síðustu fjórum sveitarstjómarkosningum eða síðan í stórsigrinum 1978 þeg- ar Alþýðubandalagið fékk 25,6% greiddra atkvæða. Útkoma annarra framboða sem Alþýðubandalagið á aðild að er einnig mjög góð. Auðvitað ber þar sigur R-listans í Reykjavík hæst en hér í kjördæminu varð niður- staðan einnig góð. í Olafsfirði fékk H-listinn 41,6% og á Dalvík fékk 1-listinn rúm 25%. Það er því ótvírætt að Alþýðu- bandalagið hefur endurheimt sína fyrri stöðu frá hinni slöku útkomu árið 1990 og er ótvírætt sigurveg- ari þessara kosninga ásamt sam- fylkingu félagshyggjuaflanna í Reykjavík. Þessi niðurstaða er auðvitað gífurlega mikilvæg fyrir Alþýðubandalagið. Mér sýnist við lauslega athugun að tala flokks- bundinna alþýðubandalagsmanna í sveitarstjómum landsins tvöfald- ist að minnsta kosti og þeir séu orðnir rúmlega 60. Þessi útkoma hefur virkjað mjög marga til starfa, sveitarstjómarfólkið, vara- menn, fólk í nefndum og ráðum á vegum Alþýðubandalagsins, að ógleymdum öllum þeim fjölda sem starfaði fyrir flokkinn í kosn- ingabaráttunni. Þegar þetta er haft í huga er augljóst að útkoman er dýrmæt fyrir flokkinn og gott veganesti fyrir framtíðina." Nýir tímar í íslenskum stjórnmálum? - Það hafa verið nokkrar vanga- veltur uppi eftir kosningarnar hvort í sigri félagshyggjuaflanna í Reykjavík felist fyrirboði um nýja tíma í íslenskum stjórn- málum, jafnvel uppstokkun flokkakerfisins. Hvað segir þú um það? „Eg held að það sé engin ástæða til að annars en að fagna því hvemig til tókst í Reykjavík og vissulega er eðlilegt að menn velti fyrir sér, og bindi jafnvel við það vonir, að sigurinn boði upphaf mikilla og sögulegra breytinga. A hinn bóginn er náttúrlega nauðsynlegt að vera með fætuma á jörðinni og átta sig á því að R- Iistinn er afsprengi tiltekinna að- stæðna, aðstæðumar eru síðan allt aðrar á mörgum stöðum á landinu. A sama tíma og samstarf félags- hyggjuflokkanna fellir íhaldið í Reykjavík þá mistekst það í Vest- mannaeyjum. Hveragerði tapast en þar hafði svona samstarf leitt til sigurs í síðustu kosningum. I Mosfellsbæ fellur íhaldið með sterkri útkomu flokksframboða Alþýðubandalagsins og Fram- sóknarflokksins. Þetta sýnir að varast ber allar alhæfingar og of- túlkanir á kosningaúrslitunum en það er engu að síður ljóst að það er afar mikilvægt að þetta sam- starf í Reykjavík gangi vel.“ Vinstri sveiflan stendur upp úr „Ég held að það sem standi upp úr eftir kosningamar sé hin skýra vinstri sveifla sem óneitanlega kemur fram í úrslitunum. Auðvit- að er það ekkert annað en vinstri sveifla að íhaldið skuli missa meirihlutann í Reykjavík. Og auð- vitað er það betri staðfesting á vinstri sveiflu en nokkuð annað að sigurvegarar kosninganna séu framboðslistar Alþýðubandalags- ins um land allt. Sumir hafa stillt sigri R-listans í Reykjavík og sigr- um G-listanna annars staðar upp sem mótsögn en ég get ómögulega fallist á það. Þvert á móti, bæði þessi atriði staðfesta sveiflu til vinstri. Að auki má nefna innlegg fjölmennrar sveitar ungs fólks í kosningabaráttuna og mikils áhuga þess á stjómmálum. Það er óumdeilt að ungt fólk fylkti sér í verulegum mæli um Alþýðu- bandalagið og ég túlka það hik- laust sem vinstri sveiflu, þetta unga fólk er sem betur fer róttækt og vill breytingar. Þetta er enn ein ástæðan fyrir okkur, alþýðubandalagsfólk, að vera ánægð með þessa niðurstöðu, bæði hér í kjördæminu og á lands- vísu.“ Sigur framsóknar gufaði upp -Hvaða áhrif hafa þessi kosn- ingaúrslit á stjórnmálin á lands- vísu? Hafa þau t.d. áhrif á sam- starf stjórnarflokkanna eða stjórnarmynstur að loknum al- þingiskosningum? „Það er auðvitað eðlilegt að menn velti því fyrir sér. Ég held að það sé ekkert sérstaklega lík- legt að kosningaúrslitin hafi afger- andi áhrif á ríkisstjómarsamstarf- ið. Ástæðan er fyrst og fremst sú að stjómarflokkamir koma báðir sárir út úr þessum kosningum, til- tölulega jafnmeiddir. Skoðana- kannanir sýndu að það yrði fyrst og fremst Alþýðuflokkurinn sem myndi gjalda afhroð en Sjálfstæð- isflokkurinn slyppi betur. Raunin varð hins vegar sú þegar talið var upp úr kjörkössunum að flokkam- ir höfðu báðir orðið fyrir áföllum. Alþýðuflokkurinn tapaði fylgi víða um land og er áberandi veik- ari en hann var áður. Sjálfstæðis- flokkurinn varð auðvitað fyrir gríðarlegu áfalli í Reykjavík en hann tapaði víðar fylgi, m.a. á Ak- ureyri. Maður skyldi því ætla að flokkamir væru ófúsir að ganga til kosninga eins og staðan er um þessar mundir. Það er líka athyglisvert að sá mikli sigur, sem ég hef grun um að framsóknarmenn hafi gert sér vonir um að þeir ættu í vændum, gufaði upp og þegar staða Fram- sóknarflokksins er metin í heild er hún köflótt og flokkurinn heldur í grófum dráttum í horfinu. Staðan er því tiltölulega skýr. Stjómarflokkamir tapa miklu fylgi, Framsóknarflokkurinn stendur í grófum dráttum í stað en Alþýðubandalagið er ótvíræður sigurvegari kosninganna. Sú vinstri sveifla sem staðfest er með þessum úrslitum hlýtur að gefa vísbendingar um það sem í vænd- um er í næstu alþingiskosningum og vonandi einnig í stjómarmynd- un í kjölfarið. Ég leyfi mér að trúa því að þetta auki möguleikana á myndun vinstri stjómar að lokn- um kosningum. Því má bæta við að ég held að nýjustu stórtíðindin á vettvangi stjómmálanna, hjaðningavígin í Alþýðuflokknum, séu líkleg, ásamt öðru, til að hafa djúpstæð pólitísk áhrif. Lífdagar ríkisstjóm- arinnar gætu orðið færri en til stendur því hafi einhverjum ekki verið það ljóst að þessi ríkisstjóm er búin að vera ætti það að hafa sannast rækilega með þessum vígaferlum innan annars stjómar- flokksins og reyndar einnig skeytasendingum forystumanna flokkanna í kjölfarið. Það eru ýmsir að gera sér vonir um að með haustinu getum við loksins losnað við ríkisstjórnina og í kjöl- far kosninga taki ný vinstri stjóm við völdum. Það er svo sannarlega ekki vanþörf á, því hver dagur, sem þessi stjóm situr, er þjóðinni dýr.“ / 0skum Akureyringum og Iande- mönnum öllum til hamingju með hálfrar aldar afmælí íslenska lýðveldisins BÚSETI HUSNCÐISStMVINNUFELAG

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.