Norðurland - 01.12.1998, Blaðsíða 7

Norðurland - 01.12.1998, Blaðsíða 7
Norðurland DESEMBER 1998 - 7 hversstaðar í heiminum. Ég held að ég hafi séð einar tíu sýningar hér og þar í allskonar útfærsl- um. Það sem einkennir Pétur Gaut, þó það sé stórt og mikið verk og fjallar um stórar spurn- ingar, er hvað það er skemmti- legt ! Þetta er svo Iitrfkt verk, auðugt hugmyndaflug, tilfinn- ingar og fyrir augað. Leikurinn berst um ólíldegustu staði, fyrst í norska sveit og síðan t.d. í höll Dofrans, sem ýmsir fræðimenn hafa nú haldið fram að sé í hnotskurn sú sýn sem Ibsen hafði á það samfélag sem hafði hafnað honum í Noregi, þar sem hann vildi ekki gefa eftir af mennsku sinni ,,,,, sem hann Iætur þó Pétur gera í verkinu. Pétur er alltaf að leika sér í hug- arórum. Þannig tökum við Dofrahöllina hér, - við erum ekki með neina norska búálfa heldur tökum mið af órum Péturs um kónga , prinsa, og hirðir hér og þar. Þegar Pétur Gautur fór af stað hafði hann ekki bara tvo fætur , heldur var hann margfættur. Hugtakið um lygina, tengist Pétri Gauti, í hugum margra ? Já, fyrsta tilsvarið í leikritinu er þar sem Asa kemur hlaupandi á eftir Pétri með; „du lyver Per“ , eða „þú lýgur Pétur“ . Þetta hefur verið túlkað þannig að Ib- sen sé þarna að hæðast að og deila á sjálfsánægju og sjálfslygi landa sinna. En um Ieið og skáldið gefur svona af sjálfum sér er það eins og skáldin eru oft að gera; að Ijúga. Þau eru að minnsta kosti stundum að búa til nýjan veruleika sem ekki er alltaf jarðtengdur. Þannig er þetta með Pétur , þetta skolar honum út um allt, hann er í seinni parti verksins sem kaup- sýslumaður farin að stunda alls- konar starfsemi einsog vopna- smygl, hann selur blökkumenn og gefur sig út fyrir að vera spá- maður hjá Allah. Hann gefur sig líka nautnum á vald. Síðan snýr hann við blaðinu og ætlar í fræðagrúsk og uppgötvar til dæmis að það er stutt á milli vitsmunanna og geðveikinnar. Eftir að hafa lent í sjávarháska kemur hann aftur heim, en þetta ferli hans útfærum við mjög ákveðið í þessari uppsetn- ingu. Við reynum að túlka allt sem íyrir hann kemur sem hans eigin upplifun og uppgjör. I lokin verður hann náðarinnar aðnjótandi. Hvað er það sem gerir þetta verk sígilt ? Ja, - hvað er það sem gerir verk sígilt .? Það er í fyrsta lagi gott skáldverk. Það er eitthvað í því sem höfðar til nýrra og nýrra kynslóða, það er eitthvað í því sem höfðar til hugmyndaflugs- ins hjá nýjum og nýjum kynslóð- um, einhver glíma, kímni og makalaust snjallar líkingar sem heilla og halda áfram að koma fram í okkar samfélagi. Okkar útfærsla er þannig trú, verki af þessu tagi. Okkar reynsla er önnur en þeirra þá og við gerum þetta fyrir þá áhorfendur sem við erum að Ieika fyrir nú. Að fást við svona auðugt verk er svo skemmtilegt, það innblæs manni ýmislegt og er örvandi og þetta verður áhorfandinn að fá. Ef þú kemur á leiksýningu þar sem þér finnst leikarinn ekki skemmta sér, þá finnst þér kannski sýningin ekki góð. Þér finnst kannski gaman. Leikarinn verður líka að hafa það gaman svo sýningin verði góð. Er sýningin erótískari en gerist og gengur með Pétur ? Við gefum ekki út neinn lyga- vísi eða leiðarvísi um það. Sýn- ingin talar sínu máli sjálf. En náttúrulaus var Pétur ekki. Hann var það ekki hjá Ibsen og er það ekki hjá okkur heldur. Það er óþarfi að tala tæpitungu um það. Ég hef séð sýningar á Pétri Gaut þar sem ég botnaði nú ekki mikið í hvað var verið að túlka en það var þarna ákveðin rökfesta á bak við hugarflugið. Það er ekkert stórvirki að setja Pétur Gaut upp með tiltölulega fáum leikurum þannig að sýn- ingin virki, ef aðferðin er slík að maður hverfi frá aðferðum nat- úralismans þar sem maður mátti ekki þekkja leikara aftur þegar þeir komu inn á svið í annað sinn. í þessu felst að maður skapar listræna ögrun fyrir leik- arann sem tekur kannski að sér Ijögur til fimm hlutverk, og, og, og, í nútímalegri umgjörð. Þetta finnst mér gaman. Tæknilegar lausnir á jafn flók- inni sviðsetningu sem þessari ? Það vita bæði guð og góðir menn að það er hræðilega þröngt inn í leikhúsi og það vantar hliðarsvið. Það veldur mestum erfiðleikum, en ég er með mjög góða samstarfskonu í sviðsmyndinni og hún er nösk á lausnir sem eru ekki bara góðar fyrir okkur heldur áhorfendur líka. Það var verið að verðlauna hana í Noregi um daginn og við skulum muna búningana hennar Huldu Kristínar. Annars eru ótal margar leiðir til. Pétur hefur verið settur upp með norskum þjóðlagastefjum og allskyns músík, eftir að Grieg sló í gegn, þar á meðal skínandi tónlist eftir Sæverud en hér er Guðni Fransson rétti maðurinn. Við Islendingar eigum mjög góða tónlist við þetta verk þar sem er Hjálmar H. Ragnarsson. Það var tónlist sem hentaði fyrir aðra sýningu. Okkar sýning er á annan máta. Er aðsóknarkreppa á leiksýn- ingar á Akureyri ? Er landsbyggð- in dauð ? Ég hef heyrt þá kenningu að Akureyringar sæki ekki klassísk verk. Þá kenningu skil ég ekki. Hvar sem er á byggðu bóli eru klassísk verk sótt. Ef Pétur Gautur fær ekki aðsókn hér verður það í fyrsta skipti sem Pétur Gautur fær ekki aðsókn. Fólk er kannski hrætt við að þetta Ieikrit sé svo langt, en þetta er bara venjuleg sýning. Hún er litrík og heilmikið „teat- er“ þar sem hún fer sínar eigin leiðir. Menningin er partur af því að hafa mennskt umhverfi, sjáðu til, allt hér umhverfis Ak- ureyri er hluti af heild. Ég fór í Freyvangsleikhúsið um daginn og það var frábær skemmtun. Menningin er hluti af því að eiga sér mennskt umhverfi, -allt sem, er hvort það er sinfóníu- hljómsveit eða heildin. Það er þetta mótvægi við borgina og við erum hér með þessa sýningu. Listin er þvílíkur gleðigjafi að ef maður hefur vit á því , er maður ánægður. Það er skrýtið að Ak- ureyringar fari frekar til Reykja- víkurtil þess að sjá sýningar en hér. Ef það viðhorf gildir er dauðadæmt að halda uppi blóm- strandi mannlífi hér. Forsendur fyrir lífinu hér gilda eins í dag og alla daga, þið verðið að búa til ykkar eigin forsendur hér. I ykkar eigin jarðvegi, það er það sem skiptir meginmáli. I Pétri Gaut finnurðu líka þessar spurningar. Hvert leitar hann ? Er þessi þjóðfélagslega forsenda fyrir hendi ? „ Einstök sannleiksrödd Ur einu í aunað - svona rétt fyrir jólin „Þetta var drengur sem unni þjóðlögum og danslagatónlist." Þannig voru eftirmæli ná- grannakonu um ungan dreng í Kólombíu. Þessi drengur var myrtur af valdhöfum þar, af því að hann vildi eitthvað annað en valdhafarnir vildu að hann vildi. (Frétt í sjónvarpinu þann 10. des. s.l. á Mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna) Á Islandi eru menn ekki drepnir af lög- reglunni fyrir það að hafa aðrar skoðanir en valdhafar landsins. Við sem hér búum gleðjumst yfir hveijum ungum manni sem unnir þjóðlögum og danslaga- tónlist. Því fylgir gleði og frelsi, hugsun og skoðun. Við viljum að á Islandi hafi allir það frelsi, að þeir þurfi ekki að óttast að láta skoðanir sínar í ljós, hvar sem þeir eru. Að þeir verði eldd hataðir eða fyrirlitnir þó þeir hafi önnur sjónarmið og sjái jafnvel heiminn öðru vísi en flestir. Við erum vön að segja að Island sé frjálst land og að hér ríki tjáningarfrelsi. Samt er til fólk hér á landi sem þorir ekki að segja hvað því býr í bijósti af því að það er hrætt við þá sem stjórna eða hafa einhvers konar vald. Enginn á að þurfa að ótt- ast það að syngja ófalskan óð sinn. Sérstaklega verða þeir, sem kjörnir eru til ábyrgðarstarfa og til að ráða málefnum þjóðarinn- ar, að hafa hugrekki til að syngja það lag sem hjarta þeirra vill. Þeir eiga að fylgja samvisku sinni en ekki einhverri harðri hendi sem þeir kunna að vera hræddir við. Strákurinn frá Kólombíu þorði að syngja. Við dáum hann en fyrirlítum vald- hafana þar. Drengurinn mun lifa en valdhafarnir deyja; Hann söng um frelsið - þeir um dauð- ann. Jesús fæddist á jólunum - Hann var krossfestur á föstu- daginn Ianga. Hann reis upp frá dauðum á páskadagsmorgni. Frelsið, sannleikurinn, kærleik- urinn verða aldrei veginn. Já og þess vegna er haldið upp á 50 ára afmæli Mannréttindayfirlýs- ingar Sameinuðu Þjóðanna. Líf Jesú byijaði á flótta því Heródes vildi deyða hann. Jósef fékk bendingu í draumi um að flýja með Maríu og Jesúsbarnið til Egyptalands. Því fann Heródes ekki hinn nýfædda konung og lét deyða öll sveinbörn tveggja ára og yngri í Betlehem og ná- lægum byggðum hennar - svona til öryggis - til að vera viss um að þessi nýfæddi konungur kæmist aldrei til valda. Heródesi mistókst. Hvorki flóttabarnið Jesús né hin myrtu börn nutu hugsjóna Mannréttindayfirlýs- ingar Sameinuðu þjóðanna eða Barnasáttmálans. Við vitum reyndar að óður Jesú Krists hljómar í þessum sáttmálum sem margir vilja alls ekki hlusta á - því þeir hafa einhvern tím- ann á Ieiðinni verið rændir tón- eyra lífsins. Á Islandi eru til börn sem þarfnast hjálpar nú þegar. Börn sem þjást af „ósýnilegum" sjúk- dómum - andlegum og geðræn- um sjúkdómum. Það var verið að halda upp á eitthvað um dag- inn og Tómas læknir rétti fagn- andi heilbrigðisráðherra hins stórkostlega velferðarkerfis „Svarta skýrslu". Fljótt átti að bregðast við vandanum. Vonandi verður boðskapur jólanna til að flýta fyrir því að þessi börn fái læknishjálp, áður en mörg þeirra verða brennivíni og eitur- Iyfjum að bráð því slík börn eru í mikill hættu hvað þetta varðar. Ó, fesuham, þú kemur nú í nótt og nálægð þína ég í hjarta ftnn Þú kemur enn þú kemur undrafljótt í kotinjafnt og hallirfer þú inn. Peningagræðgi og gróðafíkn eru að verða helstu dyggðir þegna þessa lands og óttinn við að missa af einhverju sem ekki er nokkurs virði fer vaxandi. Margir segja að fólk sem er bundið við hjólastóla, hækjur og liggur jafnvel fast við rúm sín og fjöldi aldraðra muni hafa það illt um jólin. I staðinn fyrir það að taka á móti Jesúbarninu þjáumst við af græðgi. (Má kannske ekki segja svona rétt fyrir jólin þegar við erum að fara til þess að gefa í baukinn sem Hjálparstarf kirkjunnar hefur nýlega sent okkur. ?) Hvað munum við syngja um jólin? „Heims um ból helg eru jól“? Vonandi förum við Islend- ingar að fara til þess að að veita hinum fátæku meira og vonandi verða þessi komandi jól til þess að draga úr þjáningu margra. Vondandi mun rödd friðarins fá aukinn styrk við það. Viljum við hlusta með Qárhirðunum á englana syngja: „Dýrð sé Guði í upphæðum og Friður á Jörðu með þeim mönnum sem hann hefur velþóknun á.“ og taka svo sjálf þátt í þessum óði Iífsins? Jesús var ekki hræddur við sannleikann. Hann var og er sannleikurinn sem gerir okkur frjáls. Fyrir framan þúsund þjóðir á rödd landsins okkar að syngja þjóðlag lífsins og þora að segja sannleikann. Rödd okkar á að vera einstök en ekki fölsk hjárödd. Jesú Kristur gefur okk- ur einingu og kjark til að vera við sjálf og til að sigrast á öllum vandmálum - já, jafnvel þeim að sjá hlutabréf um óveiddan fisk falla í verði. Ef þjóðin eignaðist auðmýkt Jesú Krists og gæti far- ið að trúa í einlægni á hann þá yrði meiri friður og minni illindi. Um þessi jól, sem og öll önn- ur munu margir búa við böl og þraut. Á sjúkrahúsum, við dán- arbeð, við hugsun um tjmdan son eða dóttur, hvar þau geti nú verið. Já, þó þessi hátíð sé ljóss- ins og friðarins þá eru stundir hennar mörgum raun. Inn í þess raun vill Jesús Kristur koma með Iíknandi orð sitt og hugg- un. Hvar sem mannlegu lífi er lifað í gleði og raun, þar er hann kominn til okkar að gefa okkur hlut í lífi sínu, trú, von og kær- leika. Biðjum þess að andi hans verði hjá okkur þessi jól og alla tíma, að við viljum vera hans við þjóðlög okkar og dans. Gleðileg jól. Séra Karl V. Matthíasson

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.