Morgunblaðið - 21.11.2009, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 21.11.2009, Qupperneq 3
Eftir Helga Reyni Guðmundsson sport@mbl.is MIÐHERJINN Hlynur Bæringsson hefur farið vel af stað með Snæfelli í byrjun tímabils og er með hæsta framlag leikmanna deildarinnar eftir fyrstu sex umferðirnar. Í gærkvöldi heimsóttu Snæfellingar ÍR í Kennaraháskólann og unnu á endanum þægilegan sigur, 92:72. Hlynur átti góðan leik að vanda með 14 stig og 14 fráköst og fór fyrir sínum mönnum. Spurður hvort undirbúningstímabilinu hafi verið háttað öðruvísi í ár en áður hafði Hlynur þetta að segja: „Í sumar lagði ég mun meiri áherslu á að skjóta en ég er vanur. Ég missti skotið hjá mér í fyrra og í raun missti ég sjálfstraustið í skotunum. Maður veit að þeg- ar menn skilja mann eftir op- inn trekk í trekk fyrir utan er eitthvað ekki eins það á að vera. Ég ákvað því bara að kippa því í lag í sumar. Ég veit að ég get skorað meira en ég hef gert síðustu tímabil, við höfum bara verið með þannig lið undanfarin ár að ég hef ekki endilega þurft að skora mikið þar sem margir af okkar leikmönnum hafa getað skorað.“ Sem kunnugt er teflir Snæfell fram nýjum bandarískum leikmanni, Sean Bur- ton. Hlynur hefur trú á að hann muni styrkja liðið í komandi átökum. „Sean hefur mjög mikla hæfi- leika og er ein besta skytta sem ég hef séð þó hann hafi ekki sýnt það í kvöld, en ég vona að hann fatti það sjálfur fljótlega. Við eigum bara eftir að segja honum að hann sé atvinnumaður og að hann þurfi að skjóta meira. Hann átti kannski ekki sinn besta leik hér í kvöld og kannski vantar enn eitthvað upp á sjálfstraustið hjá honum. Ég er klár á því að hann á eftir að komast betur inn í þetta og á eftir að hjálpa okkur mikið í vetur,“ sagði Hlynur Bæringsson. „Sean Burton er ein besta skytta sem ég hef séð“ Hlynur Bæringsson Íþróttir 3 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2009 RaymondDomenech, landsliðsþjálfari Frakka, er 862.000 evrum ríkari, sem jafn- gildir 160 millj- ónum króna, eftir að hafa komið Frökkum í úr- slitakeppni HM í Suður-Afríku. Franska tímaritið France Football greindi frá þessu.    Domenech nýtur ekki mjög mik-ils trausts í heimalandi sínu. Í skoðanakönnum sem franska blaðið Le Parisen efndi til sögðust 43% þeirra sem tóku þátt vilja að Dome- nech stýrði ekki franska landsliðinu á HM, 39% sögðu að hann ætti að vera áfram við stjórnvölinn en 18% höfðu enga skoðun.    Paul Hart, knattspyrnustjóriPortsmouth, kveðst ekki vera búinn að ákveða hvort hann setur Hermann Hreiðarsson beint í lið sitt fyrir leikinn gegn Stoke í ensku úr- valsdeildinni sem fram fer á morg- un. Hermann hefur loksins náð sér af meiðslum sem hann hefur glímt við síðan í ágúst en hann hefur misst af öllum leikjum Portsmouth.    Það er frábærtað fá Her- mann aftur, það er gífurlegur liðs- auki fyrir okkur. Nú eigum við eft- ir að sjá hvernig hann jafnar sig eftir leikinn í vik- unni og svo met- um við stöðuna,“ sagði Hart. Reiknað er með að Her- mann verði í leikmannahópnum gegn Stoke en óvíst er að hann taki þátt í leiknum.    Garðar Gunn-laugsson náði ekki að heilla forráðamenn skoska úrvals- deildarliðsins Falkirk en Skagamaðurinn hefur verið til reynslu hjá liðinu þessa vikuna. ,,Við skoðuðum Gunn- laugsson en við munum ekki semja við hann. Ég hef þegar fundið leik- menn sem ég vil fá til liðs við mig í janúar,“ segir Eddie May, knatt- spyrnustjóri liðsins í gær. Fólk sport@mbl.is Eftir Kristján Jónsson kris@mbl.is SNÆFELL lék án stórskyttunnar Sigurðar Þorvaldssonar en það kom þó ekki að sök. Sigurður glímir við hnémeiðsli en Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, tjáði Morg- unblaðinu að hann yrði ekki lengi frá. Um bólgur í hné væri að ræða og Sig- urður hefði þurft hvíld vegna þessa. Hann yrði væntanlega klár í slaginn þegar Snæfell mætir Grindavík eftir viku. Gestirnir byrjuðu leikinn mun bet- ur og náðu strax þægilegu forskoti í 1. leikhluta. Heimamenn söxuðu hins vegar á forskotið í 2. leikhluta þar sem þeir léku pressuvörn sem setti leik Snæfells í uppnám um stundarsakir. Snæfell hafði þó yfir í hálfleik, 32:39, en ÍR-ingum tókst að minnka muninn niður í eitt stig á tímabili. Jón Ólafur hrökk í gang Í seinni hluta 3. leikhluta hristu Hólmarar Breiðhyltinga endanlega af sér. Jón Ólafur Jónsson hrökk í gang svo um munaði og setti allt niður á skömmum tíma. Skyndilega var mun- urinn orðinn rúmlega 20 stig og það var meira en lið ÍR-inga gat brúað gegn öflugri vörn Snæfells. Í síðasta leikhlutanum var í raun formsatriði að ljúka leiknum enda var staðan 48:71 eftir þrjá leikhluta. Jón Ólafur var stigahæstur Hólmara með 24 stig og megnið af þeim kom í seinni hálfleik. Emil Þór Jóhannsson skilaði 18 stig- um en hann kom frá Breiðabliki í sumar. Emil styrkir lið Snæfells um- talsvert, sem og Sveinn Davíðsson sem kom frá Skallagrími. Hólmarar eru komnir með bandarískan leik- stjórnanda sem er að koma sér inn í leik liðsins en lofar góðu. Hann er reyndar ekki nema 175 cm á hæð en enginn skyldi vanmeta Sean Burton því Ingi fékk hann til félagsins að vel athuguðu máli. ÍR-ingar reyna að vinna sig út úr þeim vandræðum sem fylgdu því að missa leikstjórnandann Sveinbjörn Claessen sem sleit krossband. Reynsluboltinn Eiríkur Önundarson er kominn á ferðina aftur en það er fyrr en áætlað var því Eiríkur braut hnéskel síðasta vor. Steinar Arason hefur leikið vel það sem af er hausti með ÍR en náði sér ekki alveg á strik gegn Snæfelli: „Við unnum fyrstu tvo leikina eftir að Sveinbjörn meiddist en síðan höfum við tapað. Það er nátt- úrlega stórt skarðið sem hann skilur eftir sig, bæði varnar- og sóknarlega. Við máttum illa við þessu því við erum ekki með Kana. Við erum ekki með það mikla breidd að við megum við því að missa svo mikilvægan leik- mann úr liðinu,“ sagði Steinar, sem skoraði átta stig að þessu sinni. Morgunblaðið/Ómar Smár en knár Sean Burton lék sinn fyrsta „alvöruleik“ með liði Snæfells í gær.  ÍR að sogast niður í neðri hlutann Snæfell úr Stykkishólmi gerði góða ferð til Reykjavíkur í gærkvöldi og vann öruggan sigur á ÍR-ingum í íþróttahúsi Kennaraháskólans, 92:72. Snæfell er í ágætum málum í efri hluta deildarinnar með 10 stig. ÍR- ingar eru hins vegar að sogast niður í neðri hlutann og að óbreyttu er bar- átta fram undan hjá þeim til að kom- ast í úrslitakeppnina. Jón Ólafur hitnaði og Snæfell vann Golfklúbbur Reykjavíkur óskar eftir áhugasömum aðilum til að sjá um rekstur veitingasölu á Korpúlfsstöðum Golfklúbbur Reykjavíkur óskar eftir áhugasömum aðilum til að sjá um rekstur veitingasölu á Korpúlfsstöðum. Um er að ræða rekstur sem stendur yfir í 6 mánuði á ári, góð aðstaða er fyrir hendi. Gerðar eru miklar kröfur um gæði og vöruúrval hjá viðkomandi. Heimsóknir eru um 30.000 þúsund á Korpúlfsstaðavelli á hverju sumri og því góður vettvangur fyrir góðum rekstri. Áhugasamir sendið upplýsingar fyrir 15. desember á box@mbl.is - merkt Korpa 1927. völlur Njarð- assinn“ en í ár fyrra við- di voru það ónin úr Njarð- þangað hafa 64, og áttu að þessu sinni. tir sjö umferð- á toppnum. ikur hafi verið egar þriggja ar Magnús Þór an í úr þröngu kt hið sama á itaður hefur upplifað en þá fór leikklukka hússins ekki í gang og dómarar leiksins dæmdu körfuna gilda. Leikur Njarðvíkurliðsins fínslípast með hverjum leiknum og óhætt er að segja að Njarðvíkurliðið sé til alls lík- legt í ár þrátt fyrir að hafa ekki styrkt lið sitt með erlendum leikmanni. Jonathan Smith, nýr erlendur leikmaður Blika, lenti á Keflavíkurflugvelli í gær og er kannski ekki hægt að leggja dóm á frammistöðu hans eftir þenn- an leik. Ljósi punkturinn í leik gestanna var ungur leikmaður að nafni Arnar Pétursson sem sýndi á tímum fína takta, en trú liðsins á þessu verkefni var lítil og því fór sem fór. Hrafn Kristjánsson var hinsvegar ekki sammála því eftir leik. „Ég er verð að vera ósammála því að við höfum ekki haft trú á þessu í kvöld. Við höfum fulla trú á því sem við erum að gera en við vissum að þetta yrði erfitt hér í kvöld. Við erum að ganga í gegnum breytingaskeið hjá mínu liði. Við erum að skipta um leikmenn og okkur vantar klárlega þessa ógn í teignum. Við lentum í villuvandræðum snemma leiks sem setti okkur í þá stöðu að þurfa að spila svæðisvörn mikinn hluta leiksins. Okkur vant- aði fleiri leikmenn og fórum því þá leið að fá tvo fyr- ir einn, þannig að við erum bara að vinna í okkar málum og höldum ótrauðir áfram,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. Kollegi hans hjá Njarðvík var hinsvegar nokkuð sáttur við sína menn í samtali við Morgunblaðið. „Þetta leit kannski út fyrir að vera bara formsatriði fyrir okkur en það var það alls ekki. Þeir eru búnir að vera í vandræðum með mannskap en þeir spiluðu bara ágætlega. Þrátt sigurinn finnst mér við enn eiga fullt inni. Lítið var skorað og vörn beggja liða var nokkuð fín. Leikurinn var ekkert sérlega glæsi- legur en við komum hingað til að vinna í kvöld og gerðum nóg til þess,“ sagði Sigurður nokkuð hóg- vær um sitt lið. “ Njarðvíkinga gleymdur og grafinn ðsins H- ngum liðs- r fimm knatt- band við tig Krohn um árum. eðal fjár- um hvort m en Atli Atla

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.