Morgunblaðið - 26.11.2009, Síða 44

Morgunblaðið - 26.11.2009, Síða 44
FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 330. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM» Heimild: Seðlabanki Íslands DOLLARI STERLINGSPUND KANADADOLLARI DÖNSK KRÓNA NORSK KRÓNA SÆNSK KRÓNA SVISSN. FRANKI JAPANSKT JEN SDR EVRA MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG 122,0 203,9 115,84 24,623 21,778 17,686 121,44 1,3885 196,13 183,25 Gengisskráning 25. nóvember 2009 122,29 204,4 116,18 24,695 21,842 17,738 121,78 1,3926 196,71 183,76 235,8811 MiðKaup Sala 122,58 204,9 116,52 24,767 21,906 17,79 122,12 1,3967 197,29 184,27 Heitast 2°C | Kaldast -7°C  NA 8-15 m/s. All- hvöss norðanátt aust- ast. Stöku él fyrir norðan. Dálítil slydda sunnan til í kvöld. »10 Evudætur deila með okkur hlýju og hugulsemi á sinn dularfulla hátt á sýningu í Listasafni Akureyrar. »35 MYNDLIST» Hlýja og hugulsemi FÓLK» Gengur hún upp að altarinu í desember? »41 Dagur Gunnarsson er alltaf að fá æði fyrir einhverju og er nú með æði fyrir hljóðbókum og skeggvaxi. »39 AF LISTUM» Hljóðbækur og skeggvax MYNDLIST» Enginn hefur litið við honum sem módeli. »36 TÓNLIST» Friðrik og Jógvan seljast enn vel. »38 Menning VEÐUR» 1. Andlát: Guðmundur Pétursson 2. 100 Íslendingar á leið í sólina 3. Tilkynnt um vopnaðan mann … 4. Yfirlýsing frá Ágústi Sindra …  Íslenska krónan hélst óbreytt »MEST LESIÐ Á mbl.is  Knattspyrnu- maðurinn Gunnar Heiðar Þorvalds- son sló í gegn hjá enska liðinu Read- ing í gær er hann skoraði tvö mörk í æfingaleik. Gunnar hefur undanfarið leikið með Esbjerg í Danmörku en lítið fengið að spreyta sig. „Mig hefur lengi dreymt um að spila í Englandi og það er vissulega möguleiki á að sá draumur verði að veruleika,“ segir Gunnar Heiðar. Ekki er ólíklegt að hann verði lánaður frá Danmörku til Reading í Englandi. KNATTSPYRNA Draumur Gunnars gæti orðið að veruleika  Þeir Helgi Pét- ursson, Ólafur Þórðarson og Ágúst Atlason sem skipa tríóið Ríó tríó hafa nú sent frá sér jóla- plötu. Platan heit- ir Gamlir englar – Sígildir á jólum og á henni er að finna öll eldri jólalög Ríó tríós ásamt fimm nýj- um sem hljóðrituð voru nýlega, þar af þrjú eftir þá sjálfa. Sá draumur hafði lengið blundað í þeim félögum að gefa út heila plötu eingöngu með jólalögum og nú hefur hann ræst. TÓNLIST Félagarnir í Ríó tríó eru gamlir en sígildir á jólum  Bandaríski konsertpíanistinn og upptökustjórinn Denver Oldham verður með tón- leika í kvöld í Bíó- sal Duushúsa í Reykjanesbæ. Old- ham hlaut menntun sína í Julliard tónlistarskólanum og hefur hlotið fjöldann allan af alþjóðlegum við- urkenningum fyrir píanóleik sinn. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og meðal verka á efnisskrá hans eru Fantasía í c-moll e. Mozart, Norna- dansinn e. Edward MacDowell og Rapsódía nr. 11 í a-moll e. Liszt. TÓNLIST Konsertpíanistinn Oldham í Duushúsum í kvöld Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is ÞÆR eru fjarska flottar kven- félagskonurnar í Biskupstungum sem tóku sig til og sátu fremur létt- klæddar fyrir á ljósmyndum sem nú eru orðnar að dagatali sem þær ætla að selja til fjáröflunar. „Þetta hefur verið mjög gaman. Við skemmtum okkur konunglega í myndatökunni og dagatalið heitir Tvær úr Tungunum,“ segir Svava Theodorsdóttir, gjaldkeri Kven- félags Biskupstungna. „Við létum loksins verða af því að framkvæma þessa hugmynd en hún hafði fyrst komið upp fyrir mörgum árum. Okkur fannst full ástæða til að gera eitthvað skemmtilegt í kreppunni og láta gott af okkur leiða en ágóð- ann af sölu dagatalsins ætlum við að nota til að bæta aðstöðuna hér í sveitinni til heilsueflingar og einnig ætlum við að leggja fé til kaupa á sónar-skoðunarbekk á fæðingar- deildina á Selfossi.“ Konurnar eru á öllum aldri en Svava segir að vissulega hafi ekki allar konur kvenfélagsins viljað sitja fyrir. „Hverri konu var frjálst að vera með eða ekki, en sú elsta er á níræðisaldri og við dáumst að henni að hafa tekið þátt í þessu. Við fengum líka tvær fyrirsætur utan félagsins; prinsessa Rósa sat kvik- nakin fyrir á þremur myndum en hún er kind og mjög gæf enda heimalningur. Hundurinn Kol- grímur lagði okkur einnig lið.“ Dagatalið mun fást í Bjarnabúð í Biskupstungum, á Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi, í búðinni á Geysi og á netinu á www.garn.is. Tungnakonur fækka fötum Dagatal með sveitamyndum til fjáröflunar Ljósmynd/Íris Jóhannsdóttir Við störfin Sigga Jóna fær sér mjólkursopa í fjósinu og Heiða bakar köku en Ellisif tekur úr ofninum. „VIÐ áttum að vinna leikinn,“ sagði Íris Björk Símonar- dóttir, markvörður Fram, eft- ir að Reykjavíkurliðin Valur og Fram skildu jöfn, 21:21, í N1-deild kvenna í handknatt- leik á heimavelli Vals í gær- kvöldi. Íris Björk átti stórleik í marki Fram og varði 22 skot og skyggði á samherja sinn í íslenska landsliðinu, Berglindi Írisi Hansdóttur, markvörð Vals. Valur er áfram eina taplausa liðið í deildinni eftir átta leiki og hefur 14 stig í öðru sæti. Stjarnan er efst með 15 stig að loknum níu leikj- um. Fram er með 13 stig. | Íþróttir Stórleikur Írisar dugði ekki til Íris Björk Símonardóttir VERÐI fyrirhuguð lækkun hámarksgreiðslna úr Fæðingar- orlofssjóði að veruleika hefur hámarkið lækkað um 44% á rúmlega einu ári. Leó Örn Þorleifsson, forstöðumaður Fæð- ingarorlofssjóðs, kveðst hafa miklar áhyggjur af þessari þró- un. Forstöðumenn félagasamtaka á vinnumarkaði taka í sama streng og segja skref stigið aftur á bak í jafnréttis- málum. Starfsfólk Fæðingarorlofssjóðs verður í vaxandi mæli vart við að feður fresti töku fæðingarorlofs, þar sem þeir þori ekki eða hafi ekki efni á því að hverfa af vinnumarkaði til að sinna ungviðinu. Sparnaður ríkisins með lækkun á hámarks- greiðslum vegna fæðingarorlofsins úr 536 í 350 þús. kr. er enn ekki kominn nema að litlu leyti fram þar sem foreldrar geta tekið orlofið í allt að 36 mánuði eftir fæðingu barns. | 8 Fresta fæðingarorlofinu  Feður hafa ekki efni á að hverfa af vinnumarkaði  Hámarkið lækkað um 44%  Vinnumarkaðurinn mótmælir Morgunblaðið/Jim Smart Ungviði Hámarksgreiðslur úr Fæðing- arorlofssjóði verða skertar á næstunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.