Einherji - 11.02.1932, Page 1
♦ ♦
Si<?,lufiröi, Fimtuda£inn
11
februar
1932
Allir með ísL skipum
Fyrsta hraðferð Eimskipafélagsins tnilli Reykjavíkur og
Norðurlands, er í dag til Akureyrar með E.s. Dettifoss. —
Framvegis verða þessar ferðir til Akureyrar þrisvar í
mánuði á fimmtudö£um með eins og tveggja sólarhringa dvöl á
Akureyri. — Siglfirðingar, sem þurfa til Akureyrar, ættu að nota
þessar tíðu og ágætu ferðir Eimskipafélags íslands.
Afgreiðslan.
HÚS TIL SÖLU.
íbúðarhúsið í Lækjargötu 8C fæst keypt. Húsið getur verið
tilbúið til íbúðar um næstu mánaðarmót, ef óskað er.
Þeir, sem ná vildu eignarrétti á húsi þessu, tali hið allra
fyrsta við kaupfélagsstjóra V. Hjartarson, sem gefur upplýsing-
ar um verð og greiðsluskilmáJa og sem hefir jafnframt heimild
til að gera út um sölu á húsinu.
Siglufirði, 9. febrúar 1932
Karl Sturlaugsson.
Gott fólk!
Ymsum kann að þykju, að verið
sé að bera í bakkafullan læk, að
stofna til nýrrar blaðútgáfu. Má vera
að svo sé. En oss, er til þessa blaðs
höfum stofnað, finnst, að hér sé
full þörf á blaði, er ræði mál þjóð-
arinnar og bæjarins lilutdrægnislaust.
En það teljum vér ógerning í póli-
tísku blaði, sem er einskorðað við
kreddur og „trúorbrögð“ sérstaks
flokks. Oss finnst næg reynzla feng-
in fyrir því, bæði hér og víðar, að
hjá slíkum blöðum kafna eigi sjald-
an skynsamleg rök og umræður
nauðsynjamálanna í pólitísku hnútu-
kasti og persónulegum svívirðingum.
Slíkt er, sem geta má nærri, engu
máli til gagns, en þeim, er hlut
eiga að, og þjóðinni í heild tilvan-
virðu.
Af þessum orsökum vill blaðið
engum pólitískum flokki ljá sitt lið
til einhagsmuna.
Með þessu er hinsvegar eigi sagt,
að útgefendurnir séu ekki sæmilega
pólitískir persónulega. En það er
þeirra prívatmál, og finnst þeim,
sem þjóðín muni standast aðsteðj-
andi hörmungar, þótt þeir tilkynni
ekki háðtíðlega sitt pólitíska innræti
í opinberu blaði. Pað verða nógir
til samt, er láta ljós sitt skína í
þeim efnum, sjálfurn sér og lands-
lýðnum til uppbyggingar.
Við höfum leyft oss að nefna
blaðið Linherja. Höfðum vér þá
eigi í huga forna, goðræna merk-
ingu orðsins, heldur hitt, að með
því nafni mætti ve! tákna aðstöðu
blaðsins, er það er einstætt í bar-
áttu sinni, óstutt af pólitísku flokks-
fylgi og pólitísku flokksfé. En hins
ber eigi að dyljast, að vér ætlum
vorn hlut eigi minni fyrir það, né
vorn „flokk“ rýrari að heldur.
Skulum vér nú í stuttu máli drepa
á hið helzta, er oss leikur hugur á
að ræða í blaði voru.
Skal þá fyrst telja, að vér álítum
það helgustu skyldu blaðsins að
hlynna að öllu, er glæða má áhuga
landsmanna fyrir íslenzkum iðnaði
og efla á allan hátt, er í þess valdi
stendur sjálfsbjargarviðleitni þjóðar-
innar. I því sambandi viljum vér
leiða að því athygli þeirra, er starfa
að íslenzkri iðnaðarframleiðslu og
sölu íslenzkra afurða, að vér bjóð-
um þeim auglýsinga-rúm i blaðinu
fyrir þriðjungi lægra verð en öðrum.
Vitanlega vetða bæjarmálin næst
á dagskrá blaðsins. Fessi bær er í
örum vexti og mörg eru málin, sem
kalla að, og krefjast skjótrar úrlausn-
ar. Og óvíða ætlum vér meiri þörf
fyrir hlutlaust málgagn en hér, þar
sem hver höndin er upp á móti
annari og allt virðist ætla að kafna
í pólitískri illkvittni og argaþrasi.
Ætti þetta blað að geta verið
vettvangur þeirra manna i þessum
bæ, og þeir eru ærið margir, er
langar lil að líta á málin öðru-vísi
en gegnum lituð flokksgleraugu.
Enda hefir sú orðið raunin á, að
margir mætir menn hafa beiðzt
eftir rúmi í blaðinu fyrir áhugmál sín
og heitið því drengilegum stuðn-
ingi. Pað hefir litla þýðinga að fara
að telja hér upp einstök mál, er blaðið
ætli sér að berjast fyrir. Fað verða
vitanlega þau dægurmál, er efst eru
á baugi og mest aðkallandi í þann
og þann svip. Og auk þeirra ýms
mál, er stöðugt verða aðsópsmest í
í