Einherji - 11.02.1932, Side 3
EINHERJI
3
Eruð þér svo efnalega sicálfstæðir, að þér
þurfið ekki að brunatryggja eigur yðar?
Brunatryg^ið í Sjövátryggingarfélagi ís-
lands, sem er eina alíslenzka f élagið og býð-
ur lægzt iðgiöld.
Umboðsmaður fyrir Sigluijörð:
Pormóður Eyólfsson.
Allt með íslenzkum skipum.
PÓSTBÁ TURINN
verður hér næstkomandi mánudagskvöld á vesturleið.
Afgreiðslan.
Úr bænum.
„Frjálsar ástir“ heitir bæklingur
sem seldur hefir 'verið á götum bæj-
srins undanfarna daga. Er það fyr-
irlesti r, sem frk. Katrín Thoroddsen
læknir í Reykjavík flutti í Utvarpið
í fyrra, en A. S. V. gefur út. Ræð-
ir þar um takmörkun barneigna og
önnur feimnismál svokölluð, og er
höf. hreinskilinn og bersögull. —
Marga mun fýsa að lesa pésann.
Styðjið islenzkan iðnað. Klæðskeri
frá saumastofu klæðaverksm. „Gefj-
un“ á Akureyri hefir verið hér und-
anfarið og tekið mál af mönnum og
pantanir fata eftir efnasýnis-
hornum er hann var með. Eru efni
þau, er verksmiðjan býrtil, að mestu
úr íslenzkri ull og mörg hin smekk-
legustu, enda hefir sú raun á orðið
í Reykjavík í vetur, að saumastofa
Gefjunar þar hefir haft mesta að-
sókn allra saumavinnustofa. Hér
voru pantaðir á skömmum tíma
hátt á annað hundrað klæðnaða og
er gott til þess að vita er íslenzkur
iðnaður og íslenzk vinna er þannig
að verðungu stutt óg skilið. Mun
þess væntanlega ekki langt að bíða,
að vér verðum um klæðagerð
allflesta sjálfum oss nógir, Islend-
ingar, og mur. við það mikið fé
ávinnast og þó meir manndómur
og sómi. Er þetta einn liður hinn-
ar miklu þjóðræknisstarfsemi, sem
nú er hafin í Reykjavík og víðar
sbr. „Islenzka vikan", og mun þetta
blað fylgjast með öllu sem gerist í
því máli og stuðla éftir getu að
framgangi og góðum árangr.i þess.
En jafnframt því, að vér gleðj-
umst yfir góðum skilningi Siglfirð-
inga á því að stuðla að notkun ís-
lenzkra efna, viljum vér benda á
það, að í þessu sambandi fer mikil
vinna og mikið fé út úr bænum að
óþörfu, vegna þess að engin sauma-
stofa er hér á staðnum er saumi
klæðnaði bæjarbúa. Væri vel ef
þetta breyttist til batnaðar sem fyrst,
því af því leiddi aukin þægindi
fyrir þá sem klæði þnrfa að fá vel
sniðin og saumuð og jafnframt
myndaðist hér atvinnugrein mörgum
til hagsbóta, bæði karli og konu. En
að því ber að keppa, að sem mest
sé hér í bænum unnið af öllu því
er bæjarbúar þarfnast og að Sigl-
firðingar verði heldur veitandi en
þiggjandi um iðnaðarvörur.
Talið bér býsku, heitir mynd sú
sem Gamla-Bíó í Reykjavík sýndi
INNLENT
Ljóma-smjörlíki er rjóma-smjörs
í gildi.
Fœst hjá Dalmar.
INNLENT
á jólunum s.l. og eru Litli og Stóri
aðalleikendurnir. Myndin er tekin
af þýsku fiim félagi og mjög til
hennar vandað, enda er sagt að
þetta sé skemmtilegasta myndin sem
Litli og Stóra leika í og er þá mik-
ið sagt, því þeir eru meðal hinna
vinsælustu gamanleikara í heimi.
Efni myndarinnar er það, að alþjóða-
fíökkumanna-þing er háð í Berlín
og þar mæta hinir frægu flækingar
Litli og Stóri vitanlega. Aðaí um-
ræðu- og viðfangsefni þingsins er
að fá ráðna bót á hinni miklu og
háskalegu umferð á öllum þjóðveg-
um, sem öllum flökkulýð er til mik-
ils trafala. Litli ogStóri eru eftir þjark
nokkurt kosnir til þess að bera fram
umbótakröfur stéttarinnar. þótt sá
Ijóður sé á þeirra ráði að þeir
kunna ekki þýsku. Síðan fá þeir
sér kennara í málinu, en það er
auðvitað ástleitin piparkerling sem
ólm vill klófesta Litla-karl. Hann
lætur samt ekki „plata“ sig, sá stutti,
heldur stinga báðir félagarnir af,
INN LENT
LJÓMA-SMJÖRLÍKI ber nafn
með rentu—Pað er ljómandi
gott. Fœst hjá Dalmar.
INNLENT
lenda síðan hjá öðrum kvenmanni
— yndislegri stúlku — og þá er
nú ekki um að spyrja — þar lenda þeir
í ýmsum skringilegum æfintýrum ...
Nýja-Bió hér hefir nú fengið
myndina og mun hún verða sýnd
bráðlega. Mun margan fýsa að sjá.
Sf> ectator.
Karlakórinn „ Visir“ æfir nú af
kappi. Hefir verið farið þess á leit
við kórinn af hálfu Ríkisútvarpsins,
að hann syngi nokkur lög á grammó-
fónplötur fyrir félagið. Er kórnum
þetta mikill sómi. Má vænta þess,
að brátt hefjist samningar milli Rík-
isútvarpsins og karlakórsins um þessi
mál.
Átia menn fóru upp á Strákhyrn-
una i gær til að skyggnast um eftir
hátis. Skyggni var allgott og varð
hvergi eygður ís svo langt er sá.
íslenzkir dúkar eru haldbeztir.
Siglufjarðarprentsmiðja.