Skólablaðið - 01.05.1952, Síða 13
Þar hygg ég sé gott til bjargar, því svo hafa sagt
gamlir menn í mínu byggðarlagi, að þar séu fiskimið
svo mikil að undrum sætir. Veður fiskur þar í torfum
svo þéttum og stórum, að þeir er innst liggja í torfun-
um hafa aldrei sjó undir uggum. Sá er þó hængur á,
að fiskmið þessi eru eign eyjaskeggja, en ekki mun
gott að fara þar með gripdeildir, því Danir mundu
fljótt af illmennsku sinni hart við snúast og flæma
oss á braut en éta sjálfir fiskinn. Mér er því annað ráð
í hug,“ mælti hann. Gengu menn síðan á hljóðskraf.
Um þessar mundir bjuggu í Bjargey þrjár fjölskyld-
ur og var afkoma þeirra sæmileg. Undu þær vel sín-
um hag og lögðu mikla rækt við bókmennt, þá er þeir
voru eigi að huga að fiski og fugli. Var þó oft dauf-
legt í eynni.
Það var einn dag, er bændur stóðu við slátt, að skip
nokkuð fagurt og vel búið sigldi að landi, gengu skips-
menn á land og heilsuðu eyjaskeggjum en þeir tóku
vel kveðjum og buðu gestum beina. Vildu menn nú
taka tal saman, en gekk stirðlega, því hvorir töluðu
sína tungu. Islendingar mæltu á íslenzku en eyja-
skeggjar á gotnesku. Tókst þó um síðir því Islending-
ar höfðu með sér strák nokkurn er hafði lesið nokkuð
í tungu eyjaskeggja í gömlu rusli á söfnum.
Spurðu menn nú almætra tíðinda. Sögðu Islending-
ar illar fréttir af óáran í þeirra landi, urðu menn að
éta lyng og blágrýti svo þeir sveltu eigi. Kváðu þeir
íslenzkt blágrýti hart undir tönn, „og því erum vér
hingað komnir, að vér vildum biðja yður bónar. Vild-
um vér reisa hér bryggjur og verbúðir en biðja ykk-
ur að leyfa oss fiska hér við eyna, en vér látum gjald
koma fyrir. Er þetta oss báðum til hagræðis.11
Gerðu bændur góðan róm að, en töldu réttast að
ræða um við elzta mann eyjarinnar áður, sá hét Eina-
harjar og hafði legið í kör um langan tíma. Var hann
hvítur fyrir hærum og hrumur mjög, voru öll börn
hrædd við hann, því hann var gulur og ljótur. Var
honum nú gefið brennivín og skýrt frá erindi komu-
manna og beðinn segja sitt álit. Mælti hann eftir langa
þögn.
„Valmenni virðist þið íslendingar vera og góðum
kostum búnir. Virðist ykkar erindi harla gott. Þó
segir mér svo hugur að óheill muni fylgja ykkar um-
stangi hér. Eruð þér miklum mun mannfleiri en vér
útkjálkagrey, þér eruð einnig betri tækjum búnir og
er hætt við að sonar-sonum vorum og dætrum vaxi
myndugleikur yðar í augum, og taki upp yðar síðu
og háttu, mun við það týnast vor gamla tunga, sem nú
er hvergi töluð nema hér og þar með glatast drápur
vorar og kvæði en þá er allt vort starf ónýtt. Ekki er
heldur víst að þér munið hverfa svo fljótt á braut sem
þér komið, ef þér gerið mannvirki hér og setjið niður
mannafla.
En kurteisi og hjálp viljum vér sýna yður og veiða
skulum vér fisk og selja yður, skulum vér einnig yrkja
fyrir yður erfiljóð og rímur en þér látið oss hafa
brennivín og hvítasykur fyrir.“
Þótti eyjarskeggjum tal hans gott, því þeir unnu
sinni tungu og buðust til að skipta við íslendinga á
fiski og öðru. „Eigi þykir oss nóg sem þér munuð geta
veitt á kænum yðar,“ svöruðu íslendingar og þótti ekki
góð lykt á þeirra málum. Kvöddu þeir síðan með
kurteisi sem þeim er títt og létu í haf ,er þeir höfðu
kysst alla að skilnaði.
Gerðist nú íslenzk alþýða svöng mjög og var brátt
uppétinn allur maturinn á landinu. Heimtaði fólkið nú
mat af ráðamönnum en ella skyldu þeir reknir frá
starfi, var þeim borinn á brýn ómennska og leti. Sáu
þeir þess kost vænstan að leita strax úrræða. Foringi
þeirra fór mjög einförum en kallaði síðan til sín mann
nokkurn dugnaðarfork. Sátu þeir lengi og vissi eng-
inn hvað þeir töluðu.
Enn víkur sögunni að Bjargey. Dag nokkurn sást lil
ekipsferða þaðan og fór skipið hratt og bar fljótt að
landi. Voru þar Íslendíngar komnir og voru óðamála
mjög. Sögðu þeir þau tíðindi, að Danir væru nú að
hervæðast og vildu í stríð, ætluðu þeir að ráðast á
Island og drepa þar beztu menn, væri ráðgerð þeirra
að ’taka Bjargey herskildi, drepa þar alla íbúa en gera
þar síðan vígi og höfn sem þeir gætu notað fyrir lang
ekip sín þau, er réðu á ísland. Urðu nú Bjargeyingar
skelkaðir mjög og spurðu hvað til bragðs skyldi taka.
Islendingar mæltu þá svo fyrir að vígi skyldi gert
á Bjargey, þangað fluttir íslendingar og Vestmanna-
eyingar og skyldu jreir vernda eyjarskeggja fyrir
Dönum.
Voru nú Gotar í miklum vanda staddir, þótti þeim
illt að fá Islendinga í eyna, vissu að þeir mundu fljótt
týnast innanum þessa góðu menn, en verra fannst
þeim að falla í klóm Dönum, en þeir voru sagðir
verstu menn í heimi.
Vildu þeir nú leita ráða hjá Einaharjar, en hann
var þá svo gamall að hann hafði gleymt hvað hann hét
og fann ei lengur muninn á brennivíni og vatni, svo
hann varð fullur af hvoru tveggja. Tautaði hann fyrir
munni sér brot úr gömlum kvæðum, en var hættur að
skilja það, sem við hann var sagt.
Var nú besti bóndi eyjarinnar til kallaður og beð-
inn svara Íslendíngum: „Vel þykir oss að þér viljið
Framh. á hls. 16.
SKÖLABLAÐIÐ 13