Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.05.1952, Side 15

Skólablaðið - 01.05.1952, Side 15
r TÍMARITIÐ *4eJ-óe&/z e/tt óeæe Stutl vangavelta um kynferSismál. er vaknað aftur — úr löngum dvala. Kemur ut i nýjum búningl innan skamms. Hvert hefti verður allt að því helmlngi stærra en vanalega, og er ákveðið, að ritið komi sex stnnum á ári af sparnaðarástæðum. EFNI fyrsta heftis m.a.: Itiðið úr hlaði á nýjan leik eftir ritstjórann. Kveðja til Laxness fimmtugs frá tímaritinu eftir ritstjórann. (iiiest sýning Sverris Haraldssonar eftlr ritstjórann. Hljóðlát sýning Hjörleifs Signrðsson eftir ritstjórann. Sýning Kristínar Jónsdóttir eftir ritstjórann. Náttúrumikill skáldsöguliöfundur (rýni um Vígsluhátíð Indriða Þorstelns- sonar) eftlr Erlend Jónsson. l'ngur maður tæmir bikar (um bók Jökuls Jakobssonar) eftir Sv. B. Kjóð á trylltri öld ( um kvæðabók Eliasar Marar) eftir Sv. B. Sigurður Hoel skrifar um Hemingway og skáldsagnargerð hans, uppruna stils hans og tækni (rltstjórtnn isl.). Snjóar Kilimanjarófjallsins (löng smásaga i ævisöguformi) eftir Hem- ingway (rltstjórinn iagði út). I.jóð eftir Lagerkvist, Karlfeldt. Halldór Stef- ánsson, Kristján frá Djúpalæk, Jökul Jak- obsson og Kára Tryggvason. Kaffihússþankar um Jökul Jakobsson, Indriða Þorstelnsson, Ólaf Jóhann, Jón Björnsson og aplakálfana, prófarkarlesarana hjá for- laginu Norðra. Tyrkja-Gudda (leikdómur) eftir Sv. B. Kynnlngargreinar um kontrlbútora rltslns. Kveikjur úr bókmenntum, gömlum og nýjum (nýr þáttur). Auk pess eru I heftlnu fjöldl mynda og skreytlstafa. Gerizt áskrifendur! Það eitt getur tryggt fjárhag ritslns. Argangurinn kostar kr. 50.00. Sími 81248. Unglingum þeim, er stunda nám í menntaskóla, er bráðnauðsynlegt að fá nokkra færðslu um eitt af höf- uðmálefnum mannlegs lífs, kynferðismál. En það er þó annað uppi á teningnum, því allt frá frumbernsku er farið með kynferði eins og mannsmorð; börn löðr- unguð, ef þau voga sér að geta þess einu orði, ungl- ingum bannað svo mikið sem tala við hitt kvnið o.s. frv. Bein afleiðing af þessu feimnis- og velsæmis- snakki verður glæðing holdlegra fýsna og blindrar kvendýrkunar eða kvenhaturs og erótómaníu. Jafnhliða þessu vinnur svo myndun kynferðisverunn- ar, kvenmannsins. Uppeldi ungra stúlkna í voru þjóð- félagi miðar all-t að því, að vekja girnd karlmanna, að þær fái gott gjaforð. Kvnferðið er höfuðlífstilgangur borgaralegra nútímakvenna. Hugum þeirra er ekki beint að hagnýtum viðfang.sefnum og menningu, þeim kemur ekkert við utan kjólar, gæjar og böll. Þegar þær giftast eru konur hafðar eingöngu sem leikfang og stofuprýði, eins og Ibsen lýsir í „Et dukkehjem.‘' Borgarakvenmaður nútímans er stórhættulegur grip- ur og hefur ill áhrif á taugakerfi ungra manna. Al- gengt er að ungir menn geti ekki sofið á nóttum út af kvenmanni, jafnvel pikki nafn hennar á ritvél endalaust. Mál er að linni segjum vér. Þjóðfélagið hefur opnað djúpa gjá milli kynjanna, þannig að heil- brigt samband virðist ekki lengur hugsanlegt milli karls og konu. Ungar stúlkur eru vart viðmælandi lengur, og huglæg vinátta kynjanna fjarstæð. I alþýðuríkjunum er önnur stefna uppi í kynferðis- málum, þar hafa menn tekið upp á því að líta á kon- una sem mannlega veru. Kynferðið er algjört auka- atriði í lífi manna og hver sá angurgapi, sem situr u|)pi á nóttum og setur saman mærð um einhverja stelpu. Aftur á móti þykir sjálfsagt að konum séu fengin í hendur skítverk, þeim kennt að hugsa alvarlega og yrkja, jafnvel sendar á þing. Með þessari afkynjun kvenmannsins kemst mann- kynið raunverulega á hærra stig, því þá er konan ekki elskuð vegna líkama síns, heldur vegna sálar sinnar. Og þá fyrst getum vér tekið undir orð Goethes: hið síkvenlega hefur oss upp, das enig-wbliche fleht uns hinan. Dæmon. SKÓLABLAÐIÐ 15

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.