Skólablaðið - 01.05.1952, Side 12
Bjargeyjarþáttur
Eftir gömlum blöSum.
í útnorður af Bjargtanga, miðjavegu milli íslands
og Grænlands liggur útsker nokkuð, sem fáir þekkja
og fæstir vel. Segja sjófarendur, er þar hafa átt leið
um, að sker þetta muni næsta óbyggilegt og fáa hefur
fýst þar landgöngu enda er skerið lítt lokkandi að
sjá: foráttubrim sveipar kalda og hrikalega kletta-
ströndina allan ársins hring og jafnan er loft óhreint
á þessum slóðum en sól sést þar ekki mánuðum saman.
Þó er þar nokkur byggð og hefur lengi verið, sem
lesa má í gömlum annálum frá fyrstu tíð: „Þá stukku
margir höfðingjar Gota undan þeim inum grimmu
Húnum og reistu flestir suður til Rómar og Spaína.
Gundahar var einn ágætur drengur og höfðingi Gota.
Sá fór sjóveg í vestur búslóð sinni og tók land i út-
skeri nokkru við land það, er nú kallast ísland, og
nefndi skerið Bjargey. Þar var grösugt og blómlegt,
en illt aðsóknar, en gott til varnar.“
Synir Gundahars tóku við búi föður síns, er hann
lézt og síðan hafa þar ætíð húið inir bestu menn er
röktu ættir sínar til Gundahars, kappans er ekki þoldi
ofríki Húna. Eistaka sinnum á hverri öld brugðu
Bjargeyingar sér til íslands, er það byggðist og eink-
um til Vestfjarða og rændu þar konum og kvæntust
þeim, en Vestfirðingar töldu þá sjódrauga eða tröll og
hræddust þá mjög, sem lesa má í sögum.
Gundahar var skáld gott og hafði ort drápur marg-
ar og merkilegar um ferðir sínar og vígaferli, þær
kenndi liann börnum sínum og bað jtau geyma vel,
„því það er grunur minn,“ sagði hann, „að einhvern-
tíma munum vér og vorir afkomendur hörmungar
líða vegna fámennins vors og fátæktar, er þá gott að
hafa yfir gamlar þulur.“ Skömmu síðar dó Gundahar.
Fara nú litlar eögur af eyjarskeggjum hinar næstu
aldir. Höfðu þeir gott viðurværi í Bjargey því þar var
haglendi gott fyrir búfé, fugl var í björgum en fisk-
ur í sjó. Búendur voru forsjálir um aðföng öll og voru
oftast vel á vegi. Þó var fátækl eyjarskeggjum jafnan
andvaragestur, og hallæri voru eigi fálíð. Töluðu þá
ýmsir um, að réttast væri að taka sig upp frá óey þess-
ari og flytja í betri lönd.
Hinir bestu bændur voru þó ætíð mó'tfallnir slíku
tali, „til ills flutti þá Gunnahar hingað norður í þenn-
an kalda sjó, ef vér skulum ættlerar gerast, þó gauli
nokkuð garnirnar. Vildi vor hrausti forfaðir flýja á-
nauð og órétt Húna, en vér viljum hlaupa beint í fang
Islendingum eða dönskum mönnum, en þær þjóðir eru
Húnum hálfu verri. Er oss nær að viðhalda vorri
tungu, en hún hefur nú allsstaðar gleymzt nema hér.“
Undu menn síðan við fornan kveðskap og glevmdisl
nokkuð sulturinn. Svo fór um margar aldir.
Víkjum vér nú sögunni til íslands, en það var stór-
veldi mikið og fór þess vegur æ vaxandi. Áttu íslend-
ingar mörg skij) og góð og voru hinir kappsömustu til
fiskveiða og sjósóknar. Aljrýða manna var sparsöm og
nægjusöm og undi vel hag sínum. Einkum þótti fara
orð af þeirra landstjórn. Þareð almenningur hafði
lítinn tíma aflögu frá önn og verkum var uppfundið
það snjallræði að veita nokkrum duglegum mönnum
völdin, skyldu þeir sjá um að alþýða hefði jafnan
eitthvað á diski sínum, en eiga máttu þeir vinnutæki
öll í landinu að launum en horga fólki kaup og sjá
því fyrir fæði. Voru þá allir ánægðir.
Þá kom þar að fiskimið öll víð landið brugðust og
höfðu nú Íslendíngar lítið að borða. Komu nú saman
allir stjórnarmenn og réðu ráðum sínum. Foringi
þeirra mælti: „Eru nú góð ráð dýr þar sem vér verðum
að gefa alþýðu að borða. Verðum vér skjótt að ráða
úr þessum vanda svo oss verði ekki steypt af stóli.
Eigi þykir mér hent að fara í stríð við Dani og ræna
þá fiski, þeir eru menn liprir í hernaði. En hevra vil
ykkar hug.“
„Mér kemur nokkuð í hug,“ mælti þá öldungur
nokkur, „svo sem ýmsum er kunnugt liggur sker það,
er Bjargey er nefnt milli Grænlands og Vestfjarða.
12 SKÓLABLAÐIÐ