Skólablaðið - 01.02.1953, Síða 15
- 15 -
/ jÓLHMiSSU
Lágir hljómar kirkjuklukknanna óma yfir bssinn
og boða mbnnum nalægð jólanna, <- fæðingarhátíð-
ar frelsarans.
Ég er á leiðinni til kirkju. Sg er í hátíð-
askapi, finna að i kvöld er sönn hátíð, og ég
hlakka til að neyra jólasálmana og hlýða á orð
prestsins og fá þar svör við þeim spurningum,
sem hver æskumaður ber í huga sér.
A leiðinni er ég að hugsa um lítið fjárhús í
fjarlægu landi, þar sem fyrir mörgum öldum var
í heiminn borið eitt rnesta mikilmenni sögunnar,
- maður5 sem lét lxfið fyrir trú sínaj, - maður,
sem stóð einh gegn öllum mestu valdamönnum rík-
isins og boðaði þá kenningu, sem hann taldi
hina einu réttu.
Barnsfæðing er jafnan einn fegursti atburður
mannlegs lifs. Og yfir fæðingu Jesú Krists
hvilir ljómi, sem hefur varpað birtu yfir allan
heim. Faðirinn og móðirin3 sem fóru til þesr
að láta skrásetja sig i annarri borg að skipan
yfirvaldanna, en fengu hvergi inni og urðu að
hírast i fjárhúsi einu, hafa efalaust lagt hið
nýfædda barn sitt i jötuna jafnglöð og aðrir
foreldrar lögðu sin börn i silki og purpura. Þá
fannst þeim áreiðanlega sem stjornurnar skinu
skærar en vanalega, eins og okkur finnst, þegar
við erum hamingjusöm. ;
Litla barnið óx upp og varð mikilmenni. 2g ,
dáist að Jesúm Kristi fyrir mælsku hans og ein-
urð til að segja hug sinn allan, vilja hans til verið fagurt
að hjálpa þeim, er bágt áttu, fyrir barattu
hans fyrir hinu góða í hverjum manni, eins og
ég dáist að hverjum þeim, sem fyrr og siðar
hafa lagt lifið i sölurnar fyrir trú sina og
sannfæringu, hvort. sem ég er sömu skoðunar eða
ekki. Slikir menn risa upp frá dauðum i hugum
fólksins, - eða ef til vill heldurs þeir deyja
alls ekki, en lifa i hugum eftirkomenda sinna,
sem minnast þeirra með þakklæti, aðdáun og
virðingu.
Kirkjunnar menn segja Jesúm Krist hafa verið
guðlega veru og gera það að fyrirsynju að þvi
leyti, að hann var jafn guðlegur og við e^um
öllj við vitum ekki nema að vissu marki,
hvernig við verðum til. En að hann hafi verið
eingetinn, trui ég alls ekki, enda skiptir það
engu máli. Hvernig áttu menn þeir, er bibliuna
ritu, að vita, hve mikil mök Maria hafði átt
við unnusta sinn? Slikt væri lika nokkuð mikil
hnýsni i einkamál annarra. Auk þess held ég,
að menn hafi hlotið að hafa þær sömu hvatir þá
og þeir hafa nú. En nóg um það.
Jólin eiga að vera hátið friðarins, þó að
útvarpið á jóladag teldi upp, hversu margar
orustuflugvélar tvær stórþjóðir skutu niður
hvor fyrir annarri yfir landi saklauss;
bændafólks, sem ekkert hafð'i gert þeim, á
jólanóttunni sjálfri. Þess vegna fðrum við
i kirkju á jólunum. Þá vitum við, að á
þeirri stundu eru margar og ólíkar þjóðir
einnig að hlusta á sömu frásögnina um fæðingu
velgjörðarmanns mannkynsins og hlusta á sálm-
ana, sem honum eru helgaðir. Á þeirri stundu
hljótum við að hugsa með hlýju og kærieik til
allra manna, hverrar þjóðar eða kynflokks,
sem þeir kunna að vera og hvaða tungu, sem
þeir tala. Þess vegna er ég einnig á leið
til kirkju.
Kirkjan er þéttskipuð, ég næ rétt i sæti á
aftasta bekk. Orgelleikarinn leikur snilldar
lega fagurt lag, sem endurómar um alla kirkj-
una. Hljómarnir stiga mér til höfuðs, og ég
loka augunum. - 2g sé kirkjuna stækka og
breiða sig út yfir allan heim og þjóna mann-
kyninu, eins og Kristur gerði af ást á með-
bræðrum sinum, - sé hana halda fram rétti
þeirra, sem lægst eru settir, og berjast á
móti þeim lygum og hræsni, sem hinn menntaði
heimur er nú flæktur i. Eg heyri þjóna henn-
ar leiða mönnum fyrir sjónir, hve lifið getur
ef þvi er rétt lifað, og ég sé,
hvernig lifið samsamast fegurðinni. -
Tónarnir deyja út. Maður sá, sem kallar sig
meðhjálpara, tekur að þylja sina rollu, þá
er hann hefur þulið þau skipti, sem ég hef
farið i kirkju. Eg kem til sjálfrar min, og
mér finnst sem köldu vatni hafi verið skvett
yfir mig. Allar minar skýjaborgir hrynja til
grunna á einu andartaki. Eftir er aðeins ör-
lítil, Ömurleg hrúga, kannski nokkrir glóðar-
molar, innst inni i meðvitund minni. Mann-
garmurinn lýkur þulu sinni á hinu alkunna
amen án þess að raska svefni manna.
Hinir fögru jólasálmar, sem við höfum heyrt
frá barnæsku, hljóma nú um kirkjuna, yndislega
sem endranær. Eg öðlast aftur snefil af þeim
hátiðleik, sem ég hafði áður haft. !*I dag er
glatt i döprum hjörtum, þvi Drottins Ijóma
jól". Karl einn við hlið mér tekur að hrjóta
hressilega, annar snýtir sér, sem hann eigi
lifið að leysa. Eg lit yfir þann hluta
kirkjugesta, sem ég sé. Flest hið eldra fólk