Einherji - 10.05.1935, Blaðsíða 1
IV. árg.
Siglufirði, Föstudaginn 10. maí 1935
7. tbl.
11
Jónas Jónsson frá Hriflu,
varð fimmtu^ur 1. máí.
Varla mun um það deilt að hann
sé athafnamesti og frjóvasti sfjórn-
'málamaður. sem ísland hefir borið
síðan Jón Sigurðsson leið, mesti
hugsjónámaðurinn og öruggast bar-
dagamaðuririn. Idann hefir jafnan
staðið í fylkingarbrjósti, fiar sem
orustan hefir verið hörðust. Að
honum hefir verið s’tefnt fleiri og
eitraori örvum, eti nokkrum öðrum
núlifandi manni. og hann hefir allra
manna hraðhendastur verið að grípa
örvarnar á lofti, gera [iær óskaðlég-
ar, eða kasta þeim til baka. Aldrei
hefir hann kpnnað að hræðast, né
hikað við að kasta sér á milli, tii
þess að bera lagið afsamherjunum,
þegar höggi hefir verið að þeim
stefnt. Enginn flokksforingi, íslensk-
ur. er jafnmikið dáður og engum
jafnalment treyst af flokksmönnum.
Engan hata andstaeðingarnir eins
mikið og epgan óttast þeir eins og
hann.
Jónas Jónsson er manna bjart-
sýnastur. Hatir. hefir óbilandi trú á
framtíð landsins. Hann trúir á dug
og dáð íslensku þjóðarinnar. En
vökumannsstarfið fyrir liana eigi
nýju skójarnir fyrst og fremst að
inna af hendi. Fráþeim muni koma
hraustur, glaður, framsækinn æsku-
lýður, félagslega þroskaður og sam-
vinnufús. Æskulýður, sem hafi
drengskap, karlmenaku og fórnfýsi
til þess að líta meira á þjóðarheild-
ina. en einstaklingshagiun.
Jónas Jónsson erfæddur á Hriflu
i Suður-Pingeyjarsýslu. Bjuggju for-
eldrar hans þar við fremur lítil efni
en voru vel metin. — FaðirJónas-
ar var talinn mesti dugnaðarmaður,
en lét lítið á sér bera. Þd kann eg
eina sanna sögu, sem lýsir honum
furðu glöggt.
Bóndi einn austan úr Reykja-
hverfi, var að flytja skyldulið sitt til
L
Jónas Jónsson,
form. Framsóknarfiokksins.
Akureyrar um vortíma. 1 hópnum
voru 6 — 7 manns með eina 10 hesta.
Kuldatíð var, og víðast orðið hey-
lítið og hafði bóndipn þessvegna
nokkrar áhyggjur af, h var bera skyldi
niður til gistingar. Hann afréð þó
að leita fyrir sér í Hriflu. Var hann
þar þó lítt kunnugur áður. Jón
bóndi var úti þegar hann kom í
hlaðið. Heilsaði hann honum og
baðst gistingar. „Eitthvað verður til
með fó!kið“, svaraði Jón, „en all
lakara verður með hestana, því litl-
ar eru nú orðnar fóðurbirgðirnar.
Pó skal séð fyrir þeim eftir föngum",
Gestirnir voru leiddir til bað-
stofu og veittur góður beini, en
hestunum raðað í skjóli við húsvegg
og borið til þeirra störeflis hnippi
af grænni töðu. En þegar gengið
skyldi tíl hvílu um kvöidið, veitti
aðkomumaður því eftirtekt, að Jón
tók hettu sína og vetlinga og gekk
út. Engjateigur er fyrir utan og
neðan bæinn, Yflr hann hafði læk-
ur seitlað og var því farið að grænka
í lautunum. Fangað fór Jón með
gestahestana og stóð yfir þeim í
nepjunni alla nóttina. Hann leitaði
upp handa þeim grænu tottana og
leiddi þá að þeim hvern aföðrum,
enda voru hestarnir kviðfullir og
vel haldnir um morguninn. — Eng-
in laun voru tekin fyrir nætur-
greiðann.
Pað hefir löngum verið talið, að
Jónas hafi erft afburða gáfur frá
móður sinni, en hann virðist engu
síður hat'a erft fórnfýsi föður síns.
— Aldrei hefir hann hlíft sér við
vökum, þó aðrir hafi sofið; aldrei
hikað við að standa í nepjunni,
þegar hann hefir verið að vinna
fyrir land sitt og þjóð, aldrei hirt
um að auðga sjálfan sig.
Oeigingjarnari og ósérh'ífnari son
hefir ísland aldrei átt.
Guðrún Björnsdóttir
frá Kornsá.
ATHS.
Einherji átti að koma út 1. maí
og grein þessi að birtast þá. en
sökum veikinda prentaranna hefir
þessi dráttur orðið á útkomu blaðsins.
S a m s æ t i
var Jónasi Jónssvni, alþingismanni
og skólastjóra, haldið að Hdtel
Borg þann 1. þ. m. er hann varð
fimmtugur. Samsætið sátu um 300
manns. Forsætisráðherra Hermann
Jónasson mælti fyrir minni Jónas-
ar og beiddist um leið, fyrir hönd
vina Jónasar, að hann leyfði að
af bonum yrði mótað brjóstlíkneski
er síðar yrði steypt úr málmi,
skyldi líkneskið vera eign Jónasar
meðan hann lifði en verða eign al-
þingishússins eftir hans dag. Rík-
arður Jónsson skildi móta líkneskið.
Fyrir minni konu Jónasar mælti
prófessor Sigurður Nordal og fyrir
minni dætra Jónasár, forstjórí Guð-
brandur Magnússon. Pá flutti Jón-