Einherji


Einherji - 10.05.1935, Qupperneq 3

Einherji - 10.05.1935, Qupperneq 3
EINHERJI 3 Lindarpennar, mikíð úrval, cnnfremur lindar- perinasett i mjög smekklegum umbúðum. Hannes Jónasson. hverjir ekki aðstöðutil þessaðkoma á land annarstaðar en hér. Peir verða því að prynda sér ákveðna skoðun um menningu landsins út t'rá þessum eina stað og mér leikur grunur á því, að ýmsir útlendingar skapi sér fáránlegar skoðanir um félagslíf og menningu isiensku þjóð- arinnar einmitt út frá þessum eina stað. H. K. H. ATHS. Ritstj. er ek’.i greinarhöfundinum samþykkur i ýmsum atriðum, en fann þó ekki ástæðu til að neita um upptöku greinarinnar i blaðið. Nær og fjær Tíðin h'efir verið ákjdsanlega góð siðan sumarið byrjaði. Jörð er tekin að grænká og komi ekki kuldakast má búast við, að snemma komi upp mikill gróður. Hvanneyrarprestakall heíir verið auglýst til umsóknar. Ekkert ábyggilegt hefir heyrst um það hverjir prestar muni sækja um prestakallið. Kosning mun fara fram snemma i júní. Pórður Gunnarsson frá Höfða við Eyafjörð, andaðist 7. þ. m. að heimili Pengils sonar síns á Akur- eyri. Hann var 79 ára gamall. Pórður sál. var höfðinglegur maður i sjón með höfðingslund. Var heimili hans í Höfða víð- kunnugt fyrir gestrisni og mynd- arbrag. Dúi Benediktsson, lögregluþjónn, andaðist 4. þ. m. á Akureyri, 73 ára að aldri. Dúi sál. var lengi verzlunarmaður en gengdi síðan lögregluþjónsstörfum í fjöldamorg ár. Var hann vel iiðinn í því starf i. Aflalaust er nú með öllu fyrir Norðurlandi. Skóverzl. Andrésar Hafliðasonar hefir íengið mjög fjölbreytt úrval af allskonar skó- fatnaði, herra, kvenna og barna. Gæðin og verðið alþekkt. Mt inið að hið bezta er ódýrast. Borð vaxdúkur* C a ^ ^ ^ . & U X l (l ! sérlega ódýr er nýkominn. nýkomnir. Hannes Jónasson. Hannes Jónasson. A 11 s k o n a r þ v o 11 a e f n i og handsápur, seljum við með miög lágu verði. Halidór & Sveinn. Ferðatöskur margar stærðir. Iiannes Jónasson. Bátar þeir héðan, er haldið hafa út frá Isafirði. eru nýkomnir heim. Láta þeir mjög ilia yfir vertíðinni og telja mikið tap á úlgerðinni. Með Dr. Alexandrine kom heim i'rá Danmörku ungfrú Nanna Por- móðs. Hefir hún nýfega lokið kennarapróti í danslist og plastik. Var herini veht silfurmedalía að verðlaunum fyrir framúrskarandi góða frammistöðu. Nanna hefir einnig stundað ieikfimisnám' í Ollerup við skóla Niels Bukh’s. Hún hefir þegar auglýst kennslu í danslist fyrir börn og fullorðna. Með sama skipi kom Steindór Hannesson frá Kaupmannahöfn, hefir hann dvalið þnr í vetur og lært kökugerð og ýmislegt annað er að bakaraiðn lýtur. Pá kom meðskipinu mikill fjöldi af námsfólki frá ýmsum skólum. Rakvélablöð mjög góð. Hannes Jónasson. Hannes Porsteinsson þjóðskjalavörður, í Reykjavík, and- aðist 10. þ. m. Með honum er fallinn í valinn einn þeirra manna er bezt kunni skil á íslenzkri sögu og fornum fræðum. L:ggur eftir hann allmikið af ritverkum, svo sem Annálar 1400—1800, safnritið Blanda. Biskupasögur Jóns Hall- dórssonar II, Guðfræðingatal og margt fleira. Auk þess átti hann mikinn þátt í Sýslumannæfum. Hannes Porsteinssori lauk guð- fræðiprófi við prestaskólann, en tók aldrei vígslu. Hann keypti blaðið Pjóðólf og var ritsljóri þess frá 1892 til 1910. Á þingi sat hann sem þing- maður Árnesinga 1901 til 1911 og var forseti neðri deildar 1909 og 1911. Aðstoðarskjalavörur við Pjóð- skjalsafnið og var hann skipaður 1911, en þjóðskjalavörður eftir lát Jóns Porkellssonar 1924 og gegndi hann því starfi til dauðadags. Sem ættfræðingur mun Hannes sem ættfræðingur hafa verið fremstur samtíðarmanna sinna og hjálpaði honum þar framúrskarandi gott minní. Með Hannesi Porsteinssyni ertil moldar genginn einn af merkustu mönnum þjóðarinnar.

x

Einherji

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.