Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.02.1955, Qupperneq 8

Skólablaðið - 01.02.1955, Qupperneq 8
 - 8 - TIL ÞÓRS JÁTVARÐAR« LSKULEGI vinur ! Upphaflega hafði ég afráðið að rita þér línu personulega ut af pistli þínum ( eiginlega langhundi) í síð- asta blaði, sem ég tók til mín, enda hygg égs að mér hafi verið aetlaður pistillinnj, sé ekki gert ráð fyrir þeim möguleikaj að þu sért að reyna að slá þér upp á minn kostnað, En síðar á sjálfri friðarhátíð frelsarans varð ég innblásinn slíkum íítonsanda og mann- vonzku, að ég sendi þér það hér opin- skátt og fyrir allra augum. Ég ætlas að þér þyki það bellibragð hið mesta og bjarnargreiði að birta bréfið, en í því sambandi skírskota ég til títtnefndrar mannvonzku minnar, enn fremur valda- græðgi ( sjá grein Þors )„ En snuum okkur að langhundinum, því að mér virðist hann þarfnast nokkurrar betrumbótar„ Mér þykir leitt að sjá þig atyrða mig fyrir að vitna í forna frægð og sögu (vegna heimildaleysis ! ! !)„ en gera þig svo sjálfan sekan um sömu villu„ Eða heldur þús Þor, að þú hafir einkaleyfi á allri historik, er varðar skólann? Ef svo er, er það frekja og þótti mikill cg þér sízt til málsbótar. Sé orsaka ekki að leita í liðinni tíðs þá hvar (vitaskuld ekki í hinni ókomnu), Því færi betur, að menn gerðu meira af því að líta um öxl og athuga fortíð sína og sögu og þá lærdóma, sem þar eru fólgnirs en flana áfram undir bumbu- slætti æsinga- og byltingarmanna„ Menn hljóta alltaf að líta um öxls leiti þeir orsaka til meina nútíðarinnar, og svo er einnig um mig. Þarna gerir þú þig sek- an um alvarlega hugsanavillus en á henni byggir þú grein þínas illu heilli. ÞÚ gerir ráð fyrir því í grein þinni, að les- endur þínir séu þér óskarpari, með því að leggja áherzlur til skýringar. Það hefði ekki verið vanþörf á„ að ég gerði slíkt hið sama, svo mjög sem þú hefur sniðgengið aðalatriðin í máli mínu. ÞÚ virðist hafa hlaupið yfir grein mína með fyrir fram ákveðnum hug, og þykir mér hundaraðshátturinn með þeim ein- dæmum, að ég fæ ekki orða bundizt. Þú skalts þegar þú lest þetta hér, grand- skoða málið með gjörhug, af aleflis hugsa rólega og mynda þér síðan ákveðna skoðuns svo að þú þurfir ekki að lengja mál þitt með ótal ef til vill - um, því að nóg er nú samt, Slíkar málalengingar eru engum kærkomnar utan ritnefnd. Þu segir mig gera þá að píslarvottum, sem samúð mín sé með, en hina að of- sækjendum„ Raunin er sús að samúð mín er með píslarvottunum, að vonum, en ekki ofsækjendunum, og þykir mér þú taka stórt upp í þigs er þú hér öðru sinni leitast við að raska eðli orsaka og afleiðinga, Það veldur mér einnig von- brigðum að sjá þig í lok pistilsins tala um sjálfan þig í þriðju persónu sem einhvern ókunnan, aðvífandi dóna í sam- bandi við tillögur þínar frá 1 fyrra um málfundi. En fátt er svo illt, að einugi dugi. Og sýnir það þó spor í rétta átts þegar þú kannast ekki við kenjar þínars slíkar sem þær eru, en svarar rúmu misseri (en þó misseri of lengi)„ Það er nú lóðiðs Þor Játvarður. En það er ekki ætlun mín með spjalli þessu að drepa á dreif öllum málefna- legum umræðum um málið„ og mun ég því nú ræða nokkuð kenningar mínar um félagslífið, sumpart til þess að leiða þig í allan sannleiks og sumpart til að hressa upp á minni annarra, sem kynnu að vera líkt haldnir þér„ Mér hefur sem fjöldamörgum öðrum runnið til rifja aðgerðarleysi og öll sú óreiða, sem er á félagsmálum skóla.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.