Skólablaðið - 01.02.1955, Qupperneq 30
- 30 -
émaáSk
veitzt hefur fágætur vegsauki enn,
sem verða mun þjóð okkar lengi til sóma.
A allsherjarráðstefnu ungmenna senn
fær ísland hinn volduga heim til að róma,
hve göfugur menningararfur vor er
og ótrúleg listanna fullkomnuð snillis
því heðan af landi einn fulltrui fer„
sem fagnað mun verða með einróma hylli.
Að kynna þá mey ekki nauðsyn er nein,
því nafn hennar bærist á sérhverjum munni.
Svo yndisleg, laðandi, ítur og hrein,
að annarri fleiri ei greint er að unni.
Né gáfnanna heldur að geta er þörf,
þær geyst munu berast til fjarlægra landa,
því mest verða æ hennar metin þau störf,
sem mölur og ryð ekki kunna að granda.
Það afrek, sem mest hefur götu hennar greitt
til gengis á ókunnum framandi slóðum,
er ritgerðin; Hvernig ég hefði þig leitt,
ó, heimur, sem skarar að ófriðarglóðum.
Hve oft hefur veröldin eignazt slíkt hnoss,
sem úrræði getur til lausnar fram borið?
Hún fengin mun verða til forystu af oss.
Hvort finnst hennar jafni, mun seint verða úr skorið.
Og víst er nú íslandi borgið í bráð,
sem barns síns þess gætir og öllu því fórnar,
því flest sínu ættlandi flytur sín ráð,
þótt föluð hún verði til alþjóðastjórnar.
Og úrræðaleysið að eilífu flýr,
ef einhverjar fæðast, sem við kunna að taka.
Hún þekk mun oss verða sem Þor eða Týr,
ja, það er að segja, ef hún kemur til baka.
Tilbiðjandi.