Skólablaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 13
- 13 -
IPS ! Ég er óhamingju-
samasti maður í heimi!
Ekkert tips til í öllum
bænum! Hvergi! f engri
verzlun í öllum bænum!
Guð minn almáttugur !
Hvað á ég að gera? Og
hún Gugga, sem kemur
eftir 5 mínútur ! A é g að hlaupa ? -
Nei„ ég verð víst að bíða. Ef ég fer,
þá verður hún alveg bandóð. Tips !
Tips ! Hvernig getur staðið á því, að
það fæst ekkert tips. Ég skil það bara
ekki„ Guð hjálpi mér, og ég, sem get
ekki án þess lifað! Hvernig fer ég að
þessu? Hvað á ég að gera? Kaupa
tyggjo? ópal? Nei, það er svo kraft-
lítiðo Hvílík óhamingja! - Tips! Hvar
skyldi ég ná í tips?"
Hann beið fyrir framan Útvegsbankann
og gekk fram og aftur tautandi: "Tips,
tips, hvar næ ég í tips?" - Það var
sorgleg sjón að sjá piltinn, því að upp-
* runalega var þetta allra myndarlegasti
piltur. Hann var hár og grannur, með
framstandandi höfuð og flatt nef, og
þrátt fyrir sína löngu handleggi, sem
náðu niður að hnjám, og þótt á hann
vantaði annað eyrað, var þetta allra
reisulegasti maður. - En nú var hann
allur sundur skekinn, með hjartað á ó-
skemmtilegum stað og kveið því óskap-
lega að hitta Guggu sína, en þau voru
næstum trúlofuð.
Gugga var mjög eftirtektarverð stúlka
og svo áberandi, að allir, sem mættu
henni á götu, sneru sér við og horfðu á
eftir henni. Andlit hennar var sem
ljóskastari, og það geislaði af því. Nef-
ið var í miðju andlitinu, eins og lítil
kartafla, og tæki maður "sirkil", styngi
honum þar niður og drægi hring með
15 sm "radíus", þá fengi maður andlits-
lag hennar. Enginn var hennar jafningi,
hxxn var digur sem strompur á skipi og
há sem mastur. Hún var svo sem
hvorki snyrtileg né "kúltíveruð" í fram-
komu, og skapstór var hún, sem og út-
litið bar með sér. En samt elskuðust
þau fram úr hófi, og hann var hamingju-
samasti maður í heimi, þegar þau voru
saman.
Einu hafði hann þó haldið leyndu fyrir
henni: Hann var andfúll og hafði verið
1 mörg ár, - svo andfúll, að stybban
stóð langar leiðir út úr honum. Þessi
2 ár, sem þau höfðu verið saman, hafði
hann tekið tips að staðaldri, svona í
laumi, án þess að hún vissi. Þegar þau
voru saman, þá var hann vanur að
skreppa á bak við hana og fá sér nokkra
dropa á tungubroddinn, þegar þess
þurfti með, og það var æðioft. Og þeg-
ar hún kyssti hann (hún kyssti nefnilega
alltaf, því að hann komst aldrei að),
þá hrósaði hún honum alltaf fyrir góðu
lyktina, sem út úr honum var.
En, guð minn góður, nú var það ekki
lengur. Ekkert tips til í bænum. Hann
gekk um og kveinkaði sér, og fólk starði
undrandi á hann.
Hann leit upp og sá "strætó" koma,
og hann vissi, að hún var í honum, því
að hann var svo hár að framan, en
Gugga sat nefnilega alltaf í aftasta sæti.
(Strætisvagnastjórunum var náttúrlega
meinilla við það og höfðu hvað eftir
annað bannað henni aftasta sætið, því að
þeir óttuðust, að hún mundi sporðreisa
vagninn, en hún anzaði því engu. )
Skömmu eftir að vagninn hafði numið
staðar, kom Gugga akandi eins og jarð-
ýta, greip undir arminn á honum og
leiddi hann af stað. - Þau ætluðu að
fara á "tombólu" í Listamannaskálanum.
"Mikil djöfuls fýla er úr skolpræsun-
um hérna!" sagði Gugga, en hann þagði
bara.
Þegar inn í Listamannaskálann kom,
flýtti hann sér að fá henni hundrað-