Skólablaðið - 01.02.1955, Qupperneq 3
4. tbl.
Febrúar 1955
30. árg.
G<3ET $0Sf5OS-
mímwt
FORELDRAR GRÍMS THOMSENS.
AÐIR Gríms Thomsens, Þorgrímur Tómasson, gullsmiðs í Ráða-
gerði, var fæddur 9. febrúar 1782. Móðir Þorgríms var Guðrún
Þorgrímsdóttir á Þverá í Öxnadal, jónssonar prests á Myrká.
Móðir Gríms var Ingibjörg Jónsdóttir. Hún var fædd í Görðum
á Akranesi 26. júlí 1784. Faðir Ingibjargar var séra Jón Gríms-
lögsagnara á Stóru-Giljá, en móðir hennar hét Kristín Eiríksdóttir.
hafði verið í þjónustu ólafs Stephensens stiftamtmanns í Viðey,
hún giftist séra jóni og hóf búskap með honum. Að manni sínum
látnum varð Kristín ráðskona hjá stiftamtmanni og Ingibjörg þjónustustúlka
hans. Þær mæðgur dvöldust áfram í Viðey, þegar ólafur var látinn. En
Ingibjörg undi þar illa hag sínum og giftist brátt Þorgrími gullsmið og
reisti með honum bú á Bessastöðum.
Ingibjörg átti einn bróður, Grím, er síðar varð amtmaður á Möðruvöll-
um. Kærleikar miklir voru með þeim systkinum, og olli það Ingibjörgu
sárum vonbrigðum, hve örsjaldan hún átti þess kost að njóta návistar bróður síns,
en. hann dvaldist erlendis á yngri árum. í annan stað hafði hún meiri afskipti af