Skólablaðið - 01.12.1957, Side 12
ÞAÐ er hörmulegt, að Þorsteinn Gylfa-
son finni sig hafa köllun til þess að
ganga fram fyrir skjöldu í einhverjum
málum. r síðasta Skolablað skrifaði
maður þessi vitlausa grein, sem vakið
hefur megna gremju. Þar vó hannákaf-
lega með trésverði sínu að hinni æva-
gömlu hefð Menntskælinga, tolleringunum.
Bar greinin vitni musarholuhugsunar-
háttar, sem ekki ætti að finnast í Hinum
lærða skóla, og mun reyndar ekki hafa
verið áberandi hingað til.
í hugarsmíð sinni lýsir Þ. G. aðför-
inni að busunum með reyfarakenndri
orðkynngi. Hefur höf. greinilega orðið
alvarlega skelkaður, og hrósar happi að
hafa sloppið heill lífs og lima. Er það
þó óþörf hræðsla, því að, eins og höf.
benti sjálfur á í grein sinni, eru það
sterkir menn og öruggir, sem taka þátt
í tolleringunum. Eiga þeir því auðvelt
með að henda busana á lofti, jafnvel
þótt sæmilega holdugir busar séu.