Skólablaðið - 01.12.1957, Síða 24
- 56 -
IV.
en helzta einkenni þeirra er rímið, sem
þær draga nafn af. Ríma endaatkvæði
vísuorðanna ávallt saman.
Sorgum, trui eg, að sætan kær
seint mun vilja létta.
Þulda eg rímur þrjár og tvær,
þessi verður en setta.
(Ríma frá 15.öld.)
Mjög ber á áhrifum frá fyrri tíma
íslenzkum kveðskap í rímunum, en nokkuð
gætir einnig erlendra áhrifa. Til dæmis
er talið, að kvennalofið, sem mikið er af,
sé til orðið fyrir suðræn áhrif.
Á síðari hluta 18.aldar taka suðlægir
straumar að verma landið. Vakning á sér
stað í ljoðlist, eins og stjornmálalífi
þjéðarinnar, vegna erlendra áhrifa, og
síðan hefur ljoðagerðin mótast mjög af
hreyfingum frá öðrum löndum. Er bók-
menntastefnur hafa borizt langa vegu til
afskekktra landa, eru þær oft aðeins dauft
endurskin hins upphaflega eða afkáralegar
stælingar og hlægilegar, því að þær eiga
ekki við. Þessar stefnur hafa engu að
síður orðið Tslendingum til góðs. Þær
hafa orðið þeim hvatning og aukið þeim
víðsýni.
Á þessu tímabili hafa orðið og eru
enn að gerast miklar breytingar í ljóða-
gerð. Fornar kenningar og fornt skálda-
mál er horfið, og einnig rím og hljóð-
stafir, nema þar, sem heppilegra þykir
að hafa slíkt til þess að leggja meiri á-
herzlu á efnið, en helztu einkenni skáld-
skaparins verða söngkennd og fjölbreytt
ljóð með léttum og einföldum háttum.
Efnið er sem mælt af munni fram, hugs-
un skáldsins kemur oft skýrt í ljós og
talað er meir til tilfinninganna en áður.
Ég veit, að hun á sorgir,
en segir aldrei neitt,
þó sé hun dauðaþreytt,
hendur hennar sótugar
og hárið illa greitt.
Hun fer að engu óð,
er öllum mönnum góð
og vinnur verk sín hljóð.
Sumir skrifa í öskuna
öll sín beztu Ijóð.
( Ljóð frá 20. öld. )
Manninum er eðlilegt að leitast við
að gera eitthvað, sem algjörlega er runn-
ið frá rótum hans sjálfs og er sem ólík-
ast því, sem aðrir hafa gert. Sérhver
kynslóð sér galla í fari undangenginna
kynslóða, þráir að leita nýrra brauta og
haga ferðalagi sínu öðru vísi, gera bet-
ur og öðlast meiri hamingju en þær.
Þessa nýbreytni reyna flestir að tjá
annaðhvort í orði eða framkvæmd, en
hjá engum kemur þetta greinilegar fram
en hjá skáldum og listamönnum. Við
sjáum því sérkenni hverrar kynslóðar í
listaverkum, sem hún hefur skapað í
orðum, myndum og tónum.
Sagt hefur verið: "Tímarnir breyt-
ast og mennirnir með". Með jafn mikl-
um sanni má segja : "Mennirnir breytast
og ljóðin með". Samfara breyttu lífi
og breyttum hugsunarhætti fer síbreyti-
legt efni skáldskapar, og ekkert er eðli-
legra en að formið lagi sig eftir efninu.
Breyting á ljóðformi kom ekki fyrst til
sögunnar í fyrra eða fyrir 50 árum; hun
hefur átt sér stað alla tíð síðan fyrstu
ljóðin urðu til. Og "atómskáldin", en
með þeim skilst mér, að átt sé við þá
nulifandi menn, sem yrkja á einhvern
hátt öðru vísi en síðasta kynslóð, eiga
sér marga fyrirrennara. í rauninni
voru flestir þeirra, sem hæst ber í sögu
ljóðlistar, byltingarmenn í Ijóðagerð, og
nægir af þeim að nefna Egil Skalla-
grímsson og Jónas Hallgrímsson.
Skáldskapur þess manns, sem tæki upp
á því nu að yrkja með fornu skáldamáli,
flóknum kenningum og dýrum bragar-
háttum, hefði ekki mikil áhrif. Og hugs-
um okkur mann, sem yrkti nær ein-
göngu lof um konunga eða aðra valda-
menn og þá, sem flesta dræpu í orust-
um ! - Af öllum vesælum listamönnum
yrði hann hinn vesælasti.
Við, sem nú lifum, höfum hlotið mik-
inn arf frá fortíðinni í góðum ljóðum, en
af þeim er til mesti urmull. Er menn
setjast niður til þess að yrkja, er þe:im
mikil freisting í að líkja eftir góðu.m
ljóðum, sem aðrir hafa ort, því að
miklu auðveldara er að feta í spor ann-
arra en að ryðja sjálfur nýjar brautir.
Hjá mörgum verður til sjúklegur ó tti
við, að svo líti út sem þeir séu að'