Skólablaðið - 01.12.1957, Síða 8
40 -
tungu at hræra", og bregður því enn upp
fyrir oss, að grundvöllur þjóðmenningar
vorrar stendur enn óhaggaður eftir þus-
und ár. Þar er ekkert, sem skilur á
milli nema aukin þekking 20.aldar manna
á efnisheiminum, og, að þrátt fyrir upp-
götvun platínunnar, halda niðjar Egils
órofatryggð við þá xrþótt, sem Egill hóf
til öndvegis þegar á þjóðveldisöld.
Þá sýnir miðvísan einnig, að þrátt
fyrir farsæla framsókn menningarinnar,
allt frá sköpun mannsins til vorra daga,
er eðli hans samt óbreytt. Munurinn er
aðeins sá, að í stað Evu, sem heillaði
Adam með ávölum línum líkamans í sinni
nöktustu dýrð, lét hann elta sig í frið-
sælan Edenslund, þar sem hun lét fallast
á jörðina, og gaf sig honum á vald með
ofsakenndri, hamslausri og trylltri nautn,
- er nú komin hin latínulærða Lína, sem
að vísu einnig beitir sexappíli sínu, en
þó fremur intelligensi, kemur sínum
Adam til að skjálfa af æsingi með tví-
ræðum setningum á latínu, hopar á hæl
og lætur fallast í aftursætið í bifreiðinni.
Eftirleikurinn verður síðan hinn sami,
hinn sami og endurtekinn hefur verið af
þúsundum kynslóða frá örófi alda. Nú
hefur fíkjublaðið aðeins orðið að víkja
fyrir tækni tímans - illu heilli.
Með öðrum orðum : Viðbrögðin hafa
breytzt í samræmi við kröfur tímans, en
eðlið er eitt - og hið sama.
í fyrri vísunni er brugðið upp mynd
af þróun síðustu ára, sem í seinni vís-
unni er hafin í æðra veldi, færð út á al-
heimsmælikvarða og látin spanna alla
sögu hinnar skyni gæddu veru. Þessi
vísa er því að nokkru endurtekning hinn-
ar fyrri, en hefur víðari sjóndeildar-
hring, meiri spennivídd, gefur henni
meira inntak og dýpt.
Síðasta vísan lýsir klaufalegum við-
brögðum adamsins við ástleitni evunnar,
en sýnir þó, að hann hefur gert sér
grein fyrir, að það fíkjublað, sem hann
nú þarf að lyfta, er fremur andlegs eðlis
en náttúrulegs.
Þott hugsunin í vísunni sé nokkuð
flókin og langsótt, er ljóst, að adam er
hér að reyna að slá sig til riddara í
augum evunnar, með því að sýna latínu-
kunnáttu sína. Jafnframt fer hann út í
klaufalegan samanburð á sér og henni :
Ef hann fengi að njóta hennar, mundi
hann telja sig séní, því að önnur mann-
tegund er henni ekki samboðin.
Röksemdafærslan er ekki svo heimsku-
leg í sjálfu sér. Kann gerir hér til-
raun til að kitla hégómagirnd hennar
með því að segja, að sá, sem fái að
njóta hennar, öðlist um leið viðurkenn-
ingu á því, að hann sé séní. Þetta er
agnið, sem á að leiða hana til falls.
En um leið er eðli adamsins samt við
sig, og því gægist fram hin gamla löng-
un til sjálf supphafningar ; hann þarf
semsagt endilega að koma því að, að
hann sé efni í séní, í sömu andrá og
hann slær henni gullhamra. Þetta hlýt-
ur að gera hann hlægilegan í augum
evunnar, og eru þá komnir hér fram
tveir andhverfir pólar og er lesandanum
í sjálfsvald sett að ímynda sér, hvor
ma sín meira.
Hér er kvæðið komið á hátind
dramatiskrar spennu og munu ýmsir ef-
laust segja, að hér komi þverbrestur
eða brotalöm í kvæðið, því að niðurlag-
ið vanti. En svo er ekki; hér varð
höfundur að skilja við kvæðið og láta
lesandann um að botna eftir sinni vild,
því að annars hefði ýmsum eflaust þótt
endirinn á annan veg, en þeir vildu.
Sýnir þetta enn kunnáttu höfundar
og glöggan skilning, því að það er mikil
list að þekkja sín takmörk.
Kvæðið er svo frábært að allri gerð, að
hvert þjóðskáld væri fullsæmt af að hafa
ort það; og er vandséð hvernig úthlut-
unarnefnd listamannalauna, getur gengið
fram hjá þessu skáldi við næstu uthlutun.
_DiJctarinn._mik.li_fr^á_ Eeir a ger
BRENNUVARGAR
Einhverjir hroðalegir fantar og fúlmenrii
hafa nýlega framið eitt svívirðilegasta til-
ræði við ísl. menningu í samanlagðri
kristni. Hafa þeir hent logandi eldspýcu í
kassa "Skólablaðsins" niðri í gangi. A.f-
leiðingarnar urðu þær, að nokkur handrit
brunnu, sum svo illa, að slitur ein eru
eftir, þar á meðal smásaga ein, sem virð-
ist hafa verið í Mykle-stíl.
Jafnast þessi bruni fyllilega á við brunann
mikla í Kaupmannahöfn forðum daga, cg
má fastlega gera ráð fyrir, að Þórhallurog
ísl.menning beri sitt barr ekki upp frá. þessu.