Skólablaðið - 01.12.1957, Side 17
49 -
sumar var aðallega utanhuss. Þakið var
málað, husið var allt fernisolíuborið að
utan, gluggar og gluggahlerar allir mál-
aðir og ruðulistar allir teknir upp, kíttað
að nýju undir þá og settar ruður, þar
sem þær þótti vanta, en hið síðasttalda
var langmesta verkið þótt minnst fari
nuna fyrir því. Einnig voru gerðar
nokkrar lagfæringar að innan, svo sem
að nýjar fjalir voru settar í kojur, glugg-
ar nokkurra herbergja málaðir o.fl.
t haust, er við nemendur settumst á
skólabekk, tók Tómas inspector að sér
umfangsmeira starf en formennsku sels-
nefndar og misstum við hann því ur
nefndinni ( samkvæmt lögum ). Það hefur
kannske elcki komið nógu skýrt fram hjá
mér, að það var Tómas, sem var upp-
hafið að öllu framantöldu og reri öllum
árum undir niðri. Getum við seint þakk-
að það. r stað Tómasar hefur Guðni
Gíslason form. 5. bekkjarráðs nónafor-
mennsku nefndarinnar með höndum.
Síðan hann tók við, hefur ekki verið unn-
ið síður að fegrun selsins en í sumar.
Hafa verið farnar fjórar vinnuferðir,
flestar um helgar. í þeim hafa tekið þátt
frá firnm og upp í níu manns. Héldum
við í fávísi okkar að auðveldara væri að
fa folk til að vinna,þegar alltaf væri
hægt að ná í það í skólatíma. Svo var
þó ekki, en alltaf eru einhverjir, sem
eru boðnir og bunir og hefur þessi vinna
því aðallega lent á þeirra herðum. Það,
sem gert hefur verið, er : Gólf öll voru
lökkuð tvisvar ( látin þorna á milli ),
steypt í skurð mikinn í forsal og hann
( forsalurinn ) málaður tvisvar ( á sama
hátt og gólfin ), píanóið var tekið í bæ-
inn og látið gera við það og grafinn var
skurður meðfram húsinu að vestan og
norðan til að koma í veg fyrir fua.
Hitakerfi hussins bilaði öllum að óvörum
og áttum við nokkurn þátt í, að það kæm-
ist aftur í lag, og má næsta selsnefnd
því reikna með, að það bili ekki á þeirra
starfstímabili. Þá má geta þess fáfróð-
um þriðjubekkingum til gagns og gleði,
að farin var mikil hreinsunarherferð um
allt húsið, og sjá þeir af því, að það var
óþrifalegra áður. Nýlega voru einnig
keyptar tuttugu nýjar dýnur og farið með
austur, en tuttugu gömlum hent.
Sigurður nokkur Hvergerðingur hefur
haft hönd í bagga með lagfæringu á hús-
inu utanhúss og á hitakerfi og kunnum
við honum þakkir fyrir, þótt hann fái
kaup fyrir þessa vinnu. Nýlega voru
einnig rafmagnsmenn ( Hvergerðingar
líka ) að lagfæra rafmagnskerfi hússins,
og ætlum við að það sé betra eftir en
áður. Einnig hafa einhverjir iðnaðar-
menn átt við salerni og hafa þau lagast
að mun, þótt langt sé í land að gera
þau óaðfinnanleg. Hið nýjasta er, að
tvær borðtennisplötur hafa verið keypt-
ar og smíðaðar ásamt tilheyrandi (að
undirlagi inspectors vil ég geta), og
vonum við, að borðtennis reynist eins
vinsælt fyrir austan og við gerðum ráð
fyrir.
Ollum mun Ijóst, að margt er eftir
ógert, þótt mikið hafi verið gert.
Skaðar ekki að skýra frá, að næst á
dagskrá hjá okkur er að fá hvíta lér-
eftspoka utanum allar dýnur og mála
herbergin uppi. Þá er ætlunin að fá
menn til að koma salernum og eldavél
í gott lag. Margt fleira höfum við í
huga, sem við viljum ekki láta uppi í
hræðslu um að verða seinna sakaðir
um svik, ef ekki verður af áætlununum.
Síðast en ekki sízt vil ég geta Einars
Magnússonar ( hálfgerð rúsína í pylsu-
enda ), sem raunverulega má segja að
hafi gert svo víðtækar viðgerðir kleifar,
sem raun ber vitni, og róið árum á
neðsta þilfari. Mér hefði í rauninni
aldrei að óreyndu dottið í hug, að einn
kennari legði á sig að vinna svo mikið
í hag nemenda og með þeim, eins og
hann hefur gert með okkur bæði í sum-
ar og það sem af er vetri. Að öllum
öðrum kennurum ólöstuðum er hann
perla og mun honum þá 'fulllýst.
Þökk sé honum.
Að lokum vil ég hvetja nemendur alla
að sýna selinu meiri virðingu en gert
hefur verið, hvort sem þeir eru í
bekkjarferð eða annars konar ferð, og
hafa í huga, er þeir ganga um það, að
selið er hús.
Rvík, 6/ 12 1957.
Agnar Erlingsson.
EINAR Magnússon í 4. - Y :
"Ég ætla svo að hafa skyndipróf fyrir-
varalaust á næstunni. "
Pálmi R. Pálmas.: "Og hvenær yrði það? "