Morgunblaðið - 28.11.2009, Side 2
Hermann Hreiðarsson verður í eldlínunni með
Portsmouth í dag Leikur gegn meisturum Man-
chester United Langur meiðslakafli að baki
„Það er geggjað að vera kominn í baráttuna aftur og fá tækifæri
til að reyna gera eitthvað í málunum inni á vellinum í stað þess
að geta ekki gert neitt,“ sagði Hermann Hreiðarsson fyrirliði ís-
lenska landsliðsins í knattspyrnu og leikmaður enska úrvals-
deildarliðsins Portsmouth við Morgunblaðið í gær.
2 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009
Eftir Skúla Sigurðsson
skuli@mbl.is
LIÐ Njarðvíkur og Snæfells mættust í gær í botn-
slag Iceland Express deildarinnar. Fyrirfram var
búist við hörkuviðureign þessara liða. En raunin
varð sú að Njarðvíkurstúlkur voru töluvert grimm-
ari og unnu verðskuldaðan stórsigur 74:52
„Við erum búin að vinna í okkar hugarfarslegu
málum að undanförnu, efla liðsandann, og það er að
skila sér. Allar lögðu sitt af mörkum hér í kvöld.
Þrátt fyrir að Kaninn hafi verið í stóru hlutverki
voru hinar ýmist að leggja upp fyrir hana eða í öðr-
um mikilvægum hlutverkum. Við erum nýliðar í
þessari deild og það er ekkert alltaf auðvelt en
sjálfstraustið í liðinu er að aukast og við hlökkum
bara til framhaldsins,“ sagði Unndór Sigurðsson
þjálfari Njarðvíkur mjög sáttur með sitt lið.
Ingi Þór Steinþórsson sem þjálfar bæði karla- og
kvennalið Snæfells hefur nú komið í Reykjanesbæ
með lið sín þrisvar og öll skiptin snúið til baka í
Hólminn með ósigur. Fyrsta spurning var því hvort
einhver Reykjanesbæjargrýla væri í liði Snæfells.
„Nei, nei, alls ekki, við hófum nú tímabilið á að vinna
Reykjanes Cup þannig að það er ekkert svoleiðis. Í
kvöld spiluðum við bara eins og ungt og óreynt lið og
mistökin voru mörg. Kristen var sú eina sem var
mætt til leiks í fyrri hálfleik og það er bara ekki nóg.
Við vorum bara sjálfum okkur verst í fyrri hálfleik,
vorum strax komin 20 stigum undir. Við náðum að
halda þessu jöfnu í seinni hálfleik þannig að það var
sá fyrri sem fór með okkur,“ sagði Ingi Þór.
„Sjálfstraustið í liðinu er að aukast“
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
HERMANN er mættur til leiks á nýjan
leik eftir langa fjarveru vegna meiðsla
en Eyjamaðurinn spilaði sinn fyrsta
leik á tímabilinu um síðustu helgi þeg-
ar Portsmouth tapaði fyrir Stoke. Í
dag verða Hermann og félagar í eldlín-
unni á heimavelli sínum, Fratton Park,
en þá fá þeir sjálfa Englandsmeistara
Manchester United í heimsókn.
Vonandi búinn
að taka út minn skammt
,,Ég var í heildina bara mjög
sáttur við eigin frammistöðu í
leiknum á móti Stoke. Ég fann
ekki fyrir neinum meiðslum og nú
vona ég bara að ég sé búinn að
taka út minn skammt hvað
meiðslin varðar,“ sagði Her-
mann, en þetta er í fyrsta sinn á
ferlinum sem hann er svo lengi
frá vegna meiðsla.
Stjóraskipti urðu hjá Portsmo-
uth í vikunni. Paul Hart var lát-
inn taka poka sinn og Ísr-
aelsmaðurinn Avram Grant
ráðinn í hans stað en Grant, sem
var við stjórnvölinn hjá Chelsea
tímabilið 2008 var í síðasta mánuði
ráðinn yfirmaður knattspyrnumála
hjá Portsmouth.
Grant ætti að geta
lokkað leikmenn til okkar
,,Mann grunaði að á ein-
hverjum tímapunkti tæki Grant
við liðinu. Mér líst bara ágæt-
lega á að fá hann. Hann er með
mikla reynslu, er nokkuð stórt
nafn í þessum bransa og hann
ætti að geta lokkað einhverja
leikmenn til liðsins.
Við fáum liðsstyrk í janúar
og vonandi verðum við
heppnir með þá leikmenn sem
við fáum,“ sagði Hermann.
Það er ekki of sögum sagt að Ísraels-
maðurinn tekur við erfiðu búi hjá suður-
strandarliðinu. Portsmouth situr á botni
úrvalsdeildarinnar með aðeins 7 stig af 39
mögulegum og margir eru farnir að finna
mikill fallfnyk af liðinu.
,,Vissulega er staðan hjá okkur erfið en
það hafa verið mikil batamerki á liðinu í
síðustu leikjum. Í þessum tíu leikjum sem
við höfum tapað er kannski einn leikur sem
við áttum ekki möguleika í, leikurinn á
móti Arsenal. Aðrir leikir hafa verið í járn-
um og það var ákaflega svekkjandi að fá
ekkert út úr leiknum á móti Stoke um síð-
ustu helgi. En þetta snýst víst um að skora
mörk og það hefur ekki gengið sem skildi
hjá okkur.“
Verðum að gera heimavöllinn
að algjörri gryfju
Það verður sannkallaður stórleikur á
Fratton Park í dag þegar Englandsmeist-
arar Manchester United mæta á svæðið og
ef að líkur lætur verður Hermann í vinstri
bakvarðarstöðunni og kemur þá líklega til
með að kljást við Antonio Valencia.
,,Það sýndi sig í Meistaradeildinni í vik-
unni að United er skíthrætt við að mæta
okkur þar sem liðið hvíldi marga lyk-
ilmenn,“ sagði Hermann og hló við. ,,Lyk-
ilatriði fyrir okkur til að eiga möguleika á
að hanga í deildinni er að gera heimavöll-
inn okkar að algjörri gryfju og taka stig í
hverjum leik, hver sem mótherjinn er,“
sagði Hermann.
Aldrei í sigurliði
gegn United í deildarleik
Hermann segist aldrei hafa verið í sig-
urliði gegn Manchester United í deild-
arleik en Hermann var í liði Portsmouth
sem sló United út í 8-liða úrslitum ensku
bikarkeppninnar í mars 2008 og endaði það
tímabil með því að hampa bikarmeist-
aratitlinum.
,,Eigum við ekki að segja að það sé kom-
inn tími til vinna Manchester United í úr-
valsdeildinni. Það er ekki seinna vænna.
Við verðum bara að taka hraustlega á móti
þeim og gefa þeim ekki neinn frið til að
spila sinn leik. Ef það tekst er aldrei að
vita hvað gerist. Ég veit svo sem ekkert
hvar ég stend gagnvart nýja stjóranum en
ég vona svo sannarlega að hann fari ekki
að gera neina vitleysu með því að velja mig
ekki í liðið,“ sagði Hermann.
Ánægður Her-
mann Hreiðarsson
segir að það sé
„geggjað“ að vera
kominn aftur í
slaginn með
Portsmouth.
„United er skít-
hrætt við okkur“
Eftir Víði Sigurðsson
vs@mbl.is
„ÞAÐ kom í raun ekkert annað til greina en að s
undir nýjan samning við Reading,“ sagði Gylfi Þ
Sigurðsson, knattspyrnumaður, sem í gær samdi
nýju við enska 1. deildarfélagið til hálfs þriðja á
eða vorsins 2012.
Gylfi, sem er tvítugur miðjumaður, hefur verið
röðum Reading frá 15 ára aldri og kom inní aðal
félagsins í byrjun þessa tímabils. Hann hefur unn
sér fast sæti í liðinu og skorað tvö mörk í 1. deild
„Mér hefur liðið mjög vel allan tímann hjá Rea
ing, og þar hefur hjálpað til að hafa þá Ívar Ingi
marsson og Brynjar Björn Gunnarsson hjá félag
ásamt því að Viktor Unnar Illugason spilaði með
„Mér líður mjög velKÖRFUKNATTLEIKURNjarðvík – Snæfell 74:52
Njarðvík, úrvalsdeild kvenna, Iceland Ex-
press deildin, föstudaginn 27. nóvember.
2009.
Gangur leiksins: 26:15, 45:25, 60: 41, 74:52.
Stig Njarðvíkur: Shantrell Moss 30, Ólöf
Helga Pálsdóttir 15, Auður Jónsdóttir 9,
Helga Jónasdóttir 4, Heiða Valdimarsdótt-
ir 4, Anna María Ævarsdóttir 3, Sigurlaug
Guðmundsdóttir 3, Ína Einarsdóttir 2,
Harpa Hallgrímsdóttir 2, Jóna Áslaugs-
dóttir 2.
Fráköst: 29 í vörn – 20 í sókn.
Stig Snæfells: Kristen Green 29, Unnur
Ásgeirsdóttir 10, Hrafnhildur Sævarsdótt-
ir 4, Björg Einarsdóttir 3, Erna Kristjáns-
dóttir 2, Sara Andrésdóttir 2, Gunnhildur
Gunnarsdóttir 2.
Fráköst: 25 í vörn – 10 í sókn.
Villur: Njarðvík 16 – Snæfell 14.
Áhorfendur: 70.
Staðan:
KR 8 8 0 591:399 16
Hamar 8 5 3 568:556 10
Grindavík 8 5 3 549:519 10
Keflavík 8 4 4 540:532 8
Njarðvík 9 3 6 604:653 6
Haukar 8 3 5 582:573 6
Snæfell 9 3 6 526:630 6
Valur 8 2 6 457:555 4
1. deild karla
Ármann – Haukar ................................ 68:81
ÍA – KFÍ ............................................... 73:83
Þór Þ. – Valur ....................................... 81:87
Staðan:
KFÍ 8 7 1 695:585 14
Haukar 8 7 1 653:518 14
Skallagrímur 7 6 1 562:512 12
Þór Þ. 8 5 3 659:645 10
Valur 7 4 3 531:504 8
Höttur 9 3 6 676:755 6
Ármann 7 3 4 547:516 6
Þór A. 8 2 6 607:685 4
ÍA 7 1 6 527:614 2
Hrunamenn 7 0 7 524:647 0
NBA
Atlanta – Orlando..................................76:93
Utah – Chicago ....................................105:86
HANDKNATTLEIKUR
1. deild karla
Selfoss – Fjölnir.................................... 36:17
Staðan:
Selfoss 7 6 0 1 207:150 12
Afturelding 6 5 1 0 166:132 11
Víkingur R. 6 3 1 2 160:131 7
ÍR 6 3 0 3 166:166 6
ÍBV 5 2 0 3 140:136 4
Fjölnir 7 1 0 6 130:220 2
Þróttur 5 0 0 5 108:142 0
ÞÝSKALAND
Grosswallstadt – Magdeburg.............. 32:30
Staða efstu liða:
Kiel 11 10 1 0 384:284 21
Hamburg 11 10 0 1 384:298 20
R.N. Löwen 12 8 1 3 363:320 17
Göppingen 12 8 1 3 357:360 17
Gummersbach 11 7 2 2 325:291 16
Flensburg 12 8 0 4 366:346 16
Lemgo 11 7 1 3 312:303 15
Grosswallstadt 12 6 2 4 320:322 14
Wetzlar 11 6 0 5 304:313 12
Füchse Berlin 12 6 0 6 334:340 12
Magdeburg 12 5 0 7 351:354 10
N-Lübbecke 11 3 2 6 311:323 8
um helgina
HANDKNATTLEIKUR
1. deild karla:
Vestmannaeyjar: ÍBV – AftureldingL13.30
Úrvalsdeild kvenna, N1-deildin:
Safamýri: Fram – KA/Þór ......................L15
Digranes: HK – Víkingur .......................L16
Ásvellir: Haukar – Fylkir .......................L16
Vodafonehöllin: Valur –KA/Þór .............S14
Úrvalsdeild karla, N1-deildin:
Vodafonehöllin:Valur – Haukar .............S16
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, IE-deildin:
Grindavík – Keflavík ...............................L16
Vodafonehöllin: Valur – Hamar .............L18
Ásvellir: Haukar – KR........................S19.15
Úrvalsdeild karla, IE-deildin:
Sauðárkrókur: Tindastóll – FSu........S19.15
Grindavík: Grindavík – Snæfell .........S19.15
Kennaraháskóli: ÍR – Fjölnir ............S19.15
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót karla:
Akureyri: SA –Björninn ....................L17.30
FIMLEIKAR
Íslandsmót í almennum fimleikum, 3.-6.
þrep, fer fram á Selfossi. Keppni hefst kl.
12.40 í dag og lýkur 16.35. Á morgun hefst
keppni 10.50 og mótslok eru áætluð 13.50.
SKYLMINGAR
Reykjavík Cup, alþjóðlegt mót ungmenna
U17 ára í Evrópumótaröðinni, fer fram í
Baldurshaga í Laugardal. Keppni hefst kl.
10 í dag og mótslok áætluð 16.30. Á morgun
hefst keppni 9.45 og mótslok eru áætluð 14.
SUND
Íslandsmót fatlaðra í 25 m laug fer fram í
Laugardalslaug í dag frá kl. 15 og á morgun
frá kl. 10.