Morgunblaðið - 02.12.2009, Page 1
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2009
íþróttir
Yfirburðir Lionel Messi fékk yfirburðakosningu í kjöri knattspyrnumanns Evrópu. Argentínumað-
urinn var efstur hjá 90 af 96 íþróttafréttamönnum. Þrír stórtitlar hjá Barcelona og 38 mörk 3
Íþróttir
mbl.is
Reuters
Á skotskónum Írski landsliðsmaðurinn Daron Gibson skaut Manchester United í undanúrslit ensku deildabikarkeppninnar í gærkvöld með því að skora
bæði mörkin í sigri á Tottenham á Old Trafford. Hér er Gibson að skora fyrra mark United án þess að varnarmenn Tottenham komi vörnum við.
ÞAÐ er viðbúið
að Veigar Páll
Gunnarsson,
landsliðsmaður í
knattspyrnu, bíði
með óþreyju eft-
ir því að 14. mars
árið 2010 renni
upp.
Þann dag hefst
keppni í norsku
úrvalsdeildinni
og þá verður liðið nákvæmlega
heilt ár frá því Veigar spilaði síðast
deildaleik á ferlinum.
Veigar sneri sem kunnugt er aft-
ur til Stabæk á mánudaginn eftir
tæplega eins árs dvöl hjá Nancy í
Frakklandi. Veigar fékk aðeins
tækifæri í fimm deildaleikjum með
Nancy og sá síðasti var einmitt
þann 14. mars 2009, gegn Sochaux,
en þá kom hann inná sem varamað-
ur og spilaði í 11 mínútur.
Frá þeim tíma hefur Veigar spil-
að einn bikarleik með Nancy og svo
fjóra leiki með landsliði Íslands þar
sem hann skoraði tvö mörk, gegn
Georgíu og Suður-Afríku.
Daniel Nannskog, framherji Sta-
bæk, fagnar mjög endurkomu Veig-
ars en þeir náðu ákaflega vel saman
og voru eitt skæðasta sóknarparið í
norsku deildinni. ,,Við getum spilað
saman í svefni,“ sagði Nannskog
eftir æfingu Stabæk-liðsins í gær
þar sem Veigar var mættur til leiks
á nýjan leik.
vs@mbl.is
Heilt ár á
milli leikja
hjá Veigari
Veigar Páll
Gunnarsson
FJÓRIR leik-
menn úr N1-deild
karla í hand-
knattleik voru
úrskurðaðir í
eins leiks bann á
fundi aganefndar
HSÍ í gær. Lárus
Jónsson og Andri
Berg Haralds-
son, báðir úr
Fram, fengu úti-
lokun eftir leik FH og Fram í
Kaplakrika vegna grófrar óíþrótta-
mannslegrar framkomu og fara í
eins leiks bann. Freyr Brynjarsson,
Haukum, fékk útilokun vegna brots
á síðustu sekúndum í viðureign
Vals og Hauka um síðustu helgi og
tekur út eins leiks bann. Í þeim leik
fékk Valsmaðurinn Ingvar Árnason
einnig útilokun vegna óíþrótta-
mannslegrar framkomu en nið-
urstaða aganefndar var sú að dóm-
arar hefðu farið mannavillt. Ingvar
fær því enga refsingu en í staðinn
tekur félagi hans, Fannar Þór Frið-
geirsson, út eins leiks bann en í
beinni útsendingu RÚV frá leiknum
kom í ljós að Fannar var sá brotlegi.
gummih@mbl.is
Fannar í eins
leiks bann
Fannar Þór
Friðgeirsson
Eftir Víði Sigurðsson
vs@mbl.is
ÁSTA Árnadóttir, landsliðskona í
knattspyrnu, ætlar að ganga til liðs
við Íslandsmeistara Vals á nýjan leik.
Það er þó ekki öruggt að hún spili
með þeim næsta sumar. Möguleiki er
á að hún fari aftur til liðs við sænska
félagið Tyresö eða annað lið erlendis
með vorinu.
Ásta fór frá Val til Tyresö síðasta
vetur og tók þátt í mikilli sigurgöngu
sænska liðsins. Tyresö vann norður-
riðil 1. deildarinnar með miklum yf-
irburðum, tapaði ekki leik, og leikur í
úrvalsdeildinni í fyrsta skipti á kom-
andi ári.
„Ég ætla að
skipta í Val og
spila allavega
með liðinu í
vetur, í
Reykjavík-
urmótinu og
deildabik-
arnum. Ég
þurfti að koma
aftur heim til
þess að ljúka
verklega þættinum í mínu námi,
sjúkraþjálfuninni, og það verður
komið fram í byrjun maí þegar því
lýkur,“ sagði Ásta við Morgunblaðið í
gær.
Hún útilokar ekki að fara aftur til
Tyresö, enda þótt hún telji það frek-
ar ólíklegt.
„Mér var boðinn nýr samningur en
gat ekki tekið honum vegna námsins.
Við ákváðum hins vegar að halda
þessu opnu en það verður búinn mán-
uður af tímabilinu í Svíþjóð þegar ég
get farið út á ný svo það eru frekar
litlar líkur á að af því verði. Mig lang-
ar hins vegar afskaplega mikið til að
spila áfram erlendis,“ sagði Ásta.
Frábært félag og gífurlegur
metnaður
Hún kvaðst afar ánægð með dvöl-
ina hjá Tyresö sem er frá sam-
nefndum 40 þúsund manna bæ rétt
hjá Stokkhólmi.
„Já, þetta var geysilega gaman og
ég sé ekki eftir því að hafa farið til
Tyresö. Þetta er frábært félag og þar
er gífurlegur metnaður. Félagið ætl-
ar sér ekki að standa í neinni botn-
baráttu í úrvalsdeildinni á næsta ári
og er þegar búið að fá umtalsverðan
liðstyrk,“ sagði Ásta en Tyresö hefur
nú þegar krækt í sjö nýja leikmenn.
Þar á meðal eru landsliðskonur frá
Svíþjóð og Hollandi.
Ásta er 26 ára gömul og er frá Ak-
ureyri. Hún lék þar fram að tvítugu
en síðan með Val frá 2004 til 2008 og
vann þar fjóra Íslandsmeistaratitla
áður en hún hélt til Svíþjóðar. Ásta
hefur spilað 37 A-landsleiki, þar af
sex á þessu ári.
Ásta fer aftur til Valsara
Útilokar ekki að fara aftur til Tyresö í vor Langar að spila áfram erlendis
Ásta
Árnadóttir
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
DAVÍÐ Þór Viðarsson, fyrirliði Íslandsmeist-
ara FH í knattspyrnu, hélt í morgun til Svíþjóð-
ar en sænska liðið Öster hefur gert honum til-
boð og mun Davíð ásamt unnustu sinni skoða
aðstæður hjá félaginu næstu tvo daga.
,,Ég er mjög ánægður með það tilboð sem
Öster hefur gert mér. Það vill semja við mig til
þriggja ára og ef mér líst vel á aðstæður hjá því
þá reikna ég með því að gangast undir lækn-
isskoðun og í kjölfarið skrifa undir samning,“
sagði Davíð Þór Viðarsson við Morgunblaðið í
gærkvöld. Sænska liðið Norrköping hefur einn-
ig verið á höttunum eftir Davíð Þór og gerði
honum tilboð en miðjumanninum sterka líst
töluvert betur á tilboð Öster.
Öster leikur í næstefstu deild en liðið vann
sér sæti í þeirri deild og að sögn Davíðs er mik-
ill hugur hjá forráðamönnum þess.
,,Það stendur vel peningalega og ætlar að
styrkja sig töluvert fyrir næstu leiktíð. Mér er
ætlað stórt hlutverk með liðinu og ég tel lík-
legra en ekki að ég fari til Öster þó svo að það
sé ekkert öruggt í þessum bransa,“ sagði Davíð
Þór.
Öster hefur fjórum sinnum hampað sænska
meistaratitlinum, 1968, 1978, 1980 og 1981 en
Teitur Þórðason var í gullliði Öster síðustu þrjú
árin. Fleiri Íslendingar hafa leikið með Öster
og má þar nefna Stefán Þór Þórðarson og
Helga Val Daníelsson.
Það verður mikil blóðtaka fyrir FH-inga að
missa Davíð Þór en hann hefur verið lykilmaður
í afar sigursælu liði FH undanfarin ár.
Davíð Þór á leiðinni til Öster
Fyrirliði FH ánægður með tilboð sænska liðsins Hélt utan í morgun