Morgunblaðið - 02.12.2009, Page 3
Íþróttir 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2009
Arnór Atlasonog sam-
herjar hans í
danska hand-
knattleiksliðinu
FCK frá Kaup-
mannahöfn leika
til úrslita í bik-
arkeppninni á
milli jóla og nýárs.
Þetta varð ljóst eftir að FCK vann
Kolding, 33:21, í undanúrslitum.
FCK mætir Bjerringbro/Silkeborg í
úrslitum. Bjerringbro/Silkeborg lagði
Íslendingaliðið GOG Gudme, 35:25, í
hinni viðureign undanúrslitanna.
Þetta verður þriðja árið í röð sem
Bjerringbro/Silkeborg leikur til úr-
slita í dönsku bikarkeppninni. Liðið
vann GOG í úrslitaleik á síðasta ári.
Ragnar Mar Sigrúnarson, knatt-spyrnumaður úr Víkingi í
Ólafsvík, gekk í gær til liðs við fyrstu-
deildarlið HK og samdi þar til þriggja
ára. Ragnar er 25 ára varnarmaður
og hefur leikið með Ólafsvíkingum í
níu ár, þar af síðustu fimm árin í 1.
deildinni, og er í hópi leikjahæstu
manna félagsins.
Fótboltamenn-irnir Indriði
Sigurðsson og
Birkir Bjarnason
fengu í gær nýjan
þjálfara hjá
norska úrvals-
deildarliðinu Vik-
ing frá Stavanger.
Åge Hareide,
fyrrverandi lands-
liðsþjálfari Norðmanna, tekur við af
Þjóðverjanum Uwe Rössler en undir
hans stjórn endaði liðið í 10. sæti
deildarinnar. Hareide hefur áður
þjálfað Molde í Noregi, Helsingborg í
Svíþjóð, Brøndby í Danmörku og
Rosenborg í Noregi. Hann þjálfaði
Örgryte í Svíþjóð á síðustu leiktíð.
Barcelona mætir Sevilla í 16-liðaúrslitum spænsku bikarkeppn-
innar í knattspyrnu en dregið var til
þeirra í gær. Barcelona, sem á titil að
verja, leikur fyrri leikinn á útivelli en
sigurvegarinn í rimmunni leikur við
sigurliðið úr leik Valencia og Depor-
tivo La Coruna.
Luis Arago-nes, sem
stýrði Spánverj-
um til sigurs í úr-
slitakeppni Evr-
ópumóts landsliða
í knattspyrnu í
fyrra, segir að
Xavi Hernandez,
leikmaður Barce-
lona og spænska landsliðsins, hefði
frekar átt skilið að verða fyrir valinu
sem knattspyrnumaður ársins í Evr-
ópu en Argentínumaðurinn Lionel
Messi. „Framherjar eiga meiri mögu-
leika á að hreppa svona titil þar sem
mörkin selja,“ sagði Aragones en
Xavi varð í þriðja sæti í kjörinu á eftir
Messi og Cristiano Ronaldo.
Arnar Sigurðsson og Íris Staubhafa verið kjörin tennismaður
og tenniskona ársins 2009. Þau urðu
bæði Íslandsmeistarar utanhúss á
árinu. Arnar hefur verið á Íslandi síð-
ustu tvö árin eftir mörg ár í atvinnu-
mennsku en Íris er búsett í Þýska-
landi og leikur þar með félagsliði auk
þess að stunda nám.
Richard Wright markvörður enska1. deildarliðsins Ipswich Town
verður frá keppni næstu fjóra mán-
uðina vegna meiðsla á hné sem hann
varð fyrir í 2:1 sigri Ipswich á Cardiff
á sunnudaginn. Wright, sem lék með
Arsenal og Everton og fékk að
spreyta sig með enska landsliðinu,
lenti í samstuði við Michael Chopra
framherja Cardiff og var borinn af
velli um miðjan seinni hálfleikinn
.
Fólk sport@mbl.is
ann hjá okkur, hann er þýðingarmikið skref og
gefur ótvírætt til kynna að Kiel ætli að halda sínu
striki sem sigursælt félag,“ sagði framkvæmda-
stjóri Kiel, Uli Derad.
Kiel hefur verið með yfirburðastöðu í þýska
handknattleiknum síðustu ár og m.a. orðið meist-
ari 12 sinnum á síðustu 16 árum, þar af síðustu
fimm ár í röð. Kiel er í efsta sæti þýsku 1. deild-
arinnar og hefur aðeins tapað einu stigi í tólf við-
ureignum fram til þessa þá. Þá er liðið komið í átta
liða úrslit meistaradeild Evrópu.
Staðarblaðið Kieler Nachrichten spurði í gær á
vefsíðu sinni hvort það hefði verið rétt að semja
áfram við Alfreð. Um 91 prósent lesenda svaraði
því játandi en aðeins fimm prósent töldu að mögu-
legt hefði verið að fá betri þjálfara. vs@mbl.is
aust á Alfreð
JÓN Pétur Jónsson var endurkjörinn formaður Golf-
klúbbs Reykjavíkur á aðalfundi GR sem fram fór á
mánudag í Grafarholti. Tekjur GR á síðasta rekstr-
arári námu 304 milljónum kr. og var 3,7 milljóna kr.
hagnaður af rekstri GR en til samanburðar var tæp-
lega 17 milljónar kr. tap rekstrarárið 2008. Í efna-
hagsreikningi kemur fram að peningaleg staða GR er
neikvæð um 66 milljónir kr en gert er ráð fyrir 8
milljóna kr. hagnaði á næsta rekstrarári. Í lok starfs-
ársins voru 3.041 skráðir félagar í GR þar af 222 í
aukaaðild. Alls eru 230 á biðlista eftir inngöngu í GR
og gerir stjórn GR ekki ráð fyrir því að taka inn nýja
félaga á næsta ári.
Kylfingar í GR léku fleiri golfhringi á árinu 2009 en
á síðasta ári. Alls léku félagsmenn GR 84.000 hringi á
móti 82.500 hringjum árið 2008. Korpa, Grafarholt og
Garðavöllur á Akranesi eru inni í
þessum tölum og er um 2% aukn-
ingu að ræða. Umtalsverð fækkun
varð á heimsóknum GR-inga á
Garðavöll eða um 10% á milli ára.
Á Garðavelli voru leiknir 15.600
hringir miðað við 17.231 í fyrra.
Alls léku félagsmenn í GR um
5.663 hringi á móti 5.827 hringjum
í fyrra á vinavöllum klúbbsins,
sem er 3,5% samdráttur. Vinavell-
irnir á síðasta starfsári voru:
Hella, Hamarsvöllur, Suðurnes og Þorlákshöfn: 1235
hringir voru leiknir á Hamarsvelli í Borgarnesi, 2050
hringir á Þorláksvelli á Þorlákshöfn, 677 hringir á
Hólmsvelli í Leiru og 1748 hringir á Hellu.
Jón Pétur endurkjörinn formaður GR
Jón Pétur
Jónsson.
Frábær Lionel Messi steig
vart feilspor með Barcelona
tímabilið 2008-09, varð þre-
faldur meistari með liðinu og
skoraði 38 mörk.
Hlýtur Gullboltann 2009 Frábært tímabil
með Barcelona, þrír stórir titlar og 38 mörk
Í fyrsta sæti hjá 90 íþróttafréttamönnum af 96
Algjörir
yfirburðir
hjá Messi
Eftir Víði Sigurðsson
vs@mbl.is
LIONEL Andrés Messi, hinn 22 ára gamli sókn-
armaður Barcelona, er knattspyrnumaður árs-
ins í Evrópu árið 2009. Það er niðurstaðan í
hinu virta kjöri franska tímaritsins France Fo-
otball en þar greiða íþróttafréttamenn víðs
vegar að úr heiminum atkvæði og kjósa á
milli 30 leikmanna sem tímaritið hefur áð-
ur valið. Morgunblaðið á fulltrúa í þeim
hópi. Kjörið hefur farið fram samfleytt
frá árinu 1956 þegar enski „töframað-
urinn“ Stanley Matthews fékk Gull-
boltann, „Ballon d’Or“, fyrstur manna.
Messi sigraði í kjörinu með tals-
verðum yfirburðum og hlýtur
Gullboltann sem Cristiano
Ronaldo tók við í fyrra.
Hvorki fleiri né færri en
90 af 96 þátttakendum í
kjörinu settu Messi í
fyrsta sætið. Fimm settu
Argentínumanninn í ann-
að sæti og einn í þriðja sæti.
Andrés Iniesta og Samuel
Eto’o voru efstir hjá tveimur hvor
og þeir Kaká og Steven Gerrard hjá einum hvor.
Ronaldo varð annar í kjörinu að þessu sinni en enginn
kaus hann í fyrsta sæti, hinsvegar 32 í annað sæti og 25 í
þriðja sæti.
Messi er fæddur í Rosario í Argentínu hinn 24. júní
1987. Hann hefur verið liðsmaður Barcelona frá 13 ára
aldri en fjölskylda hans flutti þá til Katalóníuborg-
arinnar í kjölfar þess að félagið hafði komist á snoðir um
hæfileika hans.
Messi lék fyrst með aðalliði Barcelona árið 2004 og
varð þá fyrst yngsti leikmaðurinn í sögu spænsku 1.
deildarinnar og síðan yngsti markaskorari hennar.
Hann hefur verið ákaflega sigursæll með öflugu liði
Barcelona en síðasta tímabil, 2008-09, stendur þó upp úr.
Þá skoraði Messi 38 mörk fyrir félagið og varð Evrópu-
og Spánarmeistari með því, auk þess sem Barcelona
vann spænsku bikarkeppnina.
Sumarið 2008 var Messi í liði Argentínu sem vann gull-
verðlaunin á Ólympíuleikunum í Peking, en þar taka þátt
leikmenn undir 23 ára aldri. Hann hefur spilað 41 leik
fyrir A-landslið Argentínu og skorað 13 mörk.
Lionel Messi hefur leikið 120 deildaleiki með Barce-
lona og skorað 61 mark. Hann skrifaði í haust undir nýj-
an samning við Barcelona til sjö ára og er því bundinn fé-
laginu til ársins 2016. Með þessum samningi er Messi
orðinn launahæsti leikmaður spænsku 1. deildarinnar en
árslaun hans eru talin nema um 1.800 milljónum króna.
Gullboltinn 2009
1. Lionel Messi (Argentína, Barcelona) 473
2. Cristiano Ronaldo (Portúgal, Man. Un. og Real Madrid) 233
3. Xavi (Spánn, Barcelona) 170
4. Andrès Iniesta (Spánn, Barcelona) 149
5. Samuel Eto’o (Kamerún, Barcelona og Inter Mílanó) 75
6. Kaká (Brasilía, AC Milan og Real Madrid) 58
7. Zlatan Ibrahimovic (Svíþjóð, Inter Mílanó og Barcelona) 50
8. Wayne Rooney (England, Manchester United) 35
9. Didier Drogba (Fílabeinsströndin, Chelsea) 33
10. Steven Gerrard (England, Liverpool) 32
11. Fernando Torres (Spánn, Liverpool) 22
12. Cesc Fabregas (Spánn,Arsenal) 13
13. Edin Dzeko (Bosnía,Wolfsburg) 12
14. Ryan Giggs (Wales, Manchester United) 11
15. Thierry Henry (Frakkland, Barcelona) 9
16.-18. Luis Fabiano (Brasilía, Sevilla) 8
16.-18. Nemanja Vidic (Serbía, Manchester United) 8
16.-18. Iker Casillas (Spánn, Real Madrid) 8
19. Diego Forlan (Úrúgvæ,Atlético Madrid) 7
20. Yoann Gourcuff (Frakkland, Bordeaux) 6
21.-23. Andrei Arshavin (Rússland,Arsenal) 5
21.-23. Julio Cesar (Brasilía, Inter Mílanó) 5
21.-23. Frank Lampard (England, Chelsea) 5
24. Maicon (Brasilía, Inter Mílanó) 4
25. Diego (Brasilía,Werder Bremen og Juventus) 3
26.-27. David Villa (Spánn,Valencia) 2
26.-27. John Terry (England, Chelsea) 2
28.-29. Franck Ribéry (Frakkland, Bayern München) 1
28.-29. Yaya Touré (Fílabeinsströndin, Barcelona) 1
30. Karim Benzema (Frakkland, Lyon og Real Madrid) 0
Reuters