Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1960, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.11.1960, Blaðsíða 3
ÓÐUR aCbúnaöur og mikil rækt viö uppeldi æskulyCsins eru aðalsmerki hverrar þjoSar. Hagkvæmir og vel skipulagCir skólar eru sú gróöurmold, sem þrosid og menntun ungmennanna eiga hvaö dýpstar rætur í. Sérhver þjóö, er hefur á aö skipa vel menntuöum og starfsglööum kennurum og býr þeim og æskunni góö skilyrði til starfa, þarf ekki aö bera ugg í brjósti til framtíöar sinnar. Þaö vekur því furöu, að fslendingar, sem aö eigin áliti eru einhver hin há- þróaöasta menningarþjóö, sem byggir þetta hnattkríli, láti væntanlega mennta- og forystumenn þjóöarinnar sitja viö fótskör lærimeistaranna í rösklega hundraö ára gömlu húsi. Hús þetta er þaö illa á sig komiö, að kaldur gustur nístir sveina jafnt sem meistara, þegar noröangarrinn heimsækir borgina, og næsta undarlegt er, aö blessaöur gamli kofinn skuli ei hripleka. Húsgögn öll, nema "mublurnar" a kennarastofunni, bera þess glögglega merki, aö margar kynslóðir hafa umgengizt þau. Rúmleysi sníöur starfinu svo þröngan stakk, að hálfkák veröur oft og einatt aö koma í staö fulllokins verks. Því heyrist stundum fleygt, aö viö skyldum vera hreykin af aö fa aö nema í þessu fornfræga húsi. Víst var húsiö merkilegt og er enn aö sumu leyti. Þó er hér fátt minja, sem leiöa hugann að þeim merku atburöum, sem her hafa gerzt. Ég efast um, aö nemendur þriðja bekkjar E viti, aö í stofunni, þar sem þeir fleygja svampi hver í annan, sat Jón Sigurösson og reit hugvekjur sínar og hvatningarorö til íslenzku þjóöarinnar. Nei, þaö er næsta torvelt aö finna angan

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.