Skólablaðið - 01.11.1960, Page 6
- 38 -
AÐ stóðst á endum, að naprir
vindar feyktu laufinu af grein-
unum, lífiö dró sig hvarvetna í
hle og Már ungaöi ut fyrsta
SKÓL.ABLAÐI vetrar.
Mörgum lék hugur á a5 sjá þetta
fyrsta tbl. hins 36. árgangs, og fáir trúi
ég hafi orði5 fyrir vonbrigðum, því að
blaðið var venju fremur snoturt.
Ritnefnd virðist ekki hafa gert stór-
felldar breytingar á útliti blaðsins, og
svipar því mjög til fyrri árganga.
Reyndar vakti það athygli mina, hve frá-
gangur var vandaður, nánast sagt nost-
urslegur, en það er mjög í anda hins
nýja ritstjóra. Niðurröðun efnis er
kirfileg, prófarkalestur með betra móti
( þó Russell með einu elli, en það er
reyndar einnig í nýútkominni Skóla-
skýrslu á bls. 27 ) og tekinn hefur verið
upp sá siður að teikna upphafsstafi.
Skreyting blaðsins er dágoð, en víða
hroðvirknisleg. Sakna eg hinna stíl-
hreinu skreytinga Garðars Gíslasonar.
Ingimundur Sveinsson hefur dregið
myndirnar, að undantekinni forsíðumynd-
inni, og gerir það vel, enda er Ingi-
mundur listhneigður unglingur. Mynd
hans af Magnúsi JÓhannessyni er í hópi
beztu mynda, sem eg hef séð í SKÓLA-
BLAÐINU, en hins vegar er Þorsteinn
Gylfason ekki nægilega góður. Ingi-
mundi er vorkunn, því að það mun nú
almennt viðurkennt, að ekki sé unnt að
teikna Þorstein.
SKÖLABLAÐIÐ flytur að þessu sinni
viðtöl, kynningar, ferðasögu og slúður-
dálka, og er ekki að leyna, að töluverð-
ur menningarbragur er á því, en engu að
síður sakna ég frumlegra hugverka nem-
enda. Gaman hefði t. d verið að fá
eina smásögu.
Ritstjóri á tvær greinar í blaðinu,
en þær bera báðar latneskar fyrirsagnir
og virðast ekki ætlaðar þriðjubekkingum.
Hann hyggst rita leiðara í blað sitt í vet-
ur, og er það merkur áfangi í sögu þess.
Einar leggur í Jpessarri fyrstu ritstjórn-
argrein ut af bok Oswalds Spenglers,
"Untergan^ des Abendlandes". Ber þessi
ritgerð Mas af öllu efni blaðsins, bæði
að stíl og skarpskyggni.
Viðtal við Rektor var fræðandi og
skemmtilegt, og vona ég að Ritnefnd
haldi áfram á sömu braut. Gaman væri
t. d. , að Magnús Finnbogason, yfirkenn-
ari, fræddi okkur um Spanarför sína.
Sverrir Holmarsson, litteratúrsení
scholae, ritar þátt af skáldinu Lindsay
af miklum fróðleik og vizku. Sverrir
er stórfróður um bókmenntir ensku-
mælandi þjóða, og hef ég ávallt gagn
og gaman að greinum hans.
Þorsteinn J. Halldórsson, - Steini
róbott, ritar um Russell, að vísu, af
mikilli þekkingu, en leggur of mikla
áherzlu á stærðfræðikomplexinn í gamla
manninum.
Viðtal blaðsins er fremur stutt og
tæplega nægilega gott, ef tekið er með í
reikninginn við hvern var talað, en það
var títtnefndur Sverrir Holmarsson.
Ég er sannfærður um, að gjörlegt er að
seiða ánægjulegri vitleysu upp ur Sverri
en þarna er gert.
Magnús Johannesson ritar "Að tjalda-
bakij' ferðaþátt frá Austur-Evrópuríkjum.
Hann fer vel ai stað, og er þessi fyrsti
þáttur ágætur, en ég mun ræða nánar um
þetta, þegar ég hef lesið alla þættina.
Gunnar Sigurðsson ritar blekslettur,
en Baldur Símonarson slúðurdálkinn
"Ouid Novi? " og er bæði kjaftfor og
ósvífinn, enda skemmtilegasti dálkur
blaðsins.
Brandarar eru ríkulegir og dritað
víða um blaðið.
Að lokum, vek ég athygli lesenda
á auglýsingu á bls. 31.
- þ -