Skólablaðið - 01.11.1960, Blaðsíða 8
- 40 -
EDITOK DICIT
I
KKI veit ég hvernig þeim hefur
orðið viíS, er síðasta málfund
sóttu, en sjálfur varð ég bæði
hissa og hræddur. Hissa, er ég
sá, hver gróðrastía skóli okkar
er orðinn ofstæki og umburðarleysi, hrædd-
ur, er ég hugsaði til þeirra afleiðinga, sem
þetta gæti haft í skólalífinu. Að vísu verð-
ur að hafa það hugfast, að hér töluðu
þriðjabekkingar um stjórnmál, ofstækis-
fyllstu nemendurnir um eldfimasta mál-
efnið. En ef þetta eldist ekki af þeim,
hvernig verður þá andinn í skólanum eft-
ir tvö ár ?
II
Margar eru plágur þær, sem hrjáð
hafa vesælt mannkyn og mundi vart árgang-
urinn endast þeirri upptalningu. Sumar
standa ofar mannlegum mætti, svo sem
eldgos og ís, en aðrar eiga sínar rætur að
rekja til mannsins sjálfs og sálarlífsins,
og telst ofstækið þar til. Umburðarleysi
og ofstæki þekkjum við aðallega í tveim
myndum, stjórnmálalegt og trúarlegt.
Þessi skipting er yfirborðsleg, því að eðl-
ið er eitt og hið sama. Hinn ofstækisfulli
er algerlega sannfærður um réttmæti eig-
in skoðana. Eru þær honum trúarbrögð,
sem engar röksemdir duga gegn, þeim
glymja slagorðin. En^ar skoðanir þolir
hann aðrar, þeim til utrýmingar leyfast
öll meðöl.
III
Svo er hinum almáttka fyrir að þakka,
að trúarofstækið hefur lítt komið inn fyrir
sjónhring okkar Menntlinga, en því meir
höfum við haft af stjórnmálaofstækinu að
sejjja*. Vegna þessa frjálslyndis okkar í
trumálum liggur beint við að taka af þeim
dæmi og leita um leið á náðir hins óbrigð-
ulasta dómstóls, sem við þekkjum, sög-
unnar.
Fyrir nokkrum öldum logaði öll
Evrópa í hatrömmum deilum. Sundur-
þykkjuefnið voru nokkrar trúar setningar,
mismunandi túlkun óljósra staða í biblí-
unni. Báðir voru deiluaðilar sannfærðir
um réttmæti síns málstaðar, hvorugur
vildi hætta fyrr en andstæðri skoðun væri
útrýmt, báðir töldu allar aðferðir til þess
leyfilegar og réttar, einnig rannsóknar-
rétt og trúvillingabrennur. NÚ, þegar
þessir atburðir eru löngu liðnir, er hægt
að horfa yfir vígvöllinn og dæma af still-
ingu. Vissulega finnast okkur þessar deil-
ur fánýtar og dómur sögunnar er ótvíræð-
ur. Samt ollu þær hræðilegum þjáningum
manna og gífurlegri eyðileggingu menning-
arverðmæta.
Þetta leiðir beint til þeirrar spurn-
ingar, hvaða dóm stjórnmálaofstækismenn
nútímans fái I sögunni að nokkrum Öldum
liðnum. Ég held að svarið sé litlum vafa
bundið. Því á dægurmálum okkar eru jafn-
an margar hliðar og enn hefur enginn haft
algerlega rétt fyrir sér. Þetta er ofstæk-
ismönnum nútímans hentast að gera ser
Ijóst og enn eiga við orð franska heimspek-
ingsins Montaigne, sem sögð voru við ger-
ólíkar aðstæður: "Það er vissulega að
treysta getgátum sínum vel að brenna
menn lifandi þeirra vegna. "
IV
Sennilega hefur aldrei verið meira
stjórnmálaofstæki í félagslífi Menntaskól-
ans en árin fyrir síðustu heimsstyrjöld.
Varla var þá svo skrifuð grein í Skóla-
blaðið, að hún væri ekki gegnsýrð af
stjórnmálum, málfundir fjölluðu ekki um
annað og jafnvel embættismannakosningar
skólans fóru fram eftir flokkslínum. Svo
mjög eitruðu stjórnmál félagslífið, að
ýmsir gerðust jafnvel til að lýsa því yfir,
að sá, sem hefði ákveðnar stjórnmála-
skoðanir ætti ekki að gegna trúnaðarstörf-
um fyrir nemendur. Felagslífið var þá
raunverulega ekki annað en leiksvið, þar
sem flokkarnir öttu saman sínum æfðustu
leikbrúðum.
Þótt okkur Menntlinga greini á um
margt, ættum við að taka höndum saman til
að hindra að þetta endurtaki sig. „ ,,