Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.11.1960, Qupperneq 12

Skólablaðið - 01.11.1960, Qupperneq 12
- 44 - 0NNAN sunnudag í vetri gekkst Framtíðin fyrir kvöldvöku á fþökulofti. Var hun kölluð ólafsvaka. Ekki treysti ólafur --------J R. forseti meira en svo á menningaráhuga menntlinga, að hann aug- lýsti ólafsvöku í utvarpinu. Áróðursherferðin virtist hafa gefið góða raun, því að fþökuloft var þéttsetið, er Ólafur hóf upp raust sína og sagði ólafsvöku setta. Upphófst síðan sön^ur mikill undir stjórn Systu Friðfinnsdottur. Þótti hann líkari englasöng en manna. Þá las ungur 3.bekkingur, júnxus Kristinsson, upp kvæði og stökur eftir vestur-íslenzka skáldið Káin. Voru margar bráðsnjallar. Einkum þóttu drykkjuvísurnar fara vel í hinu þurra umhverfi sínu. Las Juníus þær upp með mikilli prýði. Næst léku svo tveir nemendur ór tónlistarskólanum, þau Helga Ingólfsdótt- ir a píanó og Hafliði Hallgrímsson á öello. Var leikur þeirra skínandi góður og undirtektir ágætar. Næsta skemmtiatriði var svo Einar Mar. Las hann upp úr nokkrum göml- um Skolablöðum. Hóf hann lesturinn á fyrstu dándimannagreininni, er í Skóla- blaðið var skrifuð. Var hún um Gunnar Norland, þáverandi inspector platearum. Kjarni hennar var, að enginn fengi flúið uppruna sinn. Var að henni gerður góð- ur rómur. ^ Í^a las Einar upp Vesturför E. B. frá 1949, er hann fór á fund Trumans. Var hún skrifuð á gallalausa prent- smiðjudönsku, og höfðu merm mikið gam- an af. ólaFsvaA a. Að lokum las Einar kvæði frá 1956 eftir ablativus separatívus. Var það ástarkvæði og heljarmiki.6 drama, sem lauk með því, að skáldið var vakið upp af værum skáldablundi og tekið upp. - Þessi nýbreytni að lesa upp úr gömlum Skólablöðum þótti hafa tekizt mjög vel. Var þá komið að aðaldagskráratrið- inu, spjalli prófessors jóhanns Hannes- sonar um Kína. Var hann með í fórum sínum ýmsa smágripi frá Kína, sem hann lét ganga milli manna. Margt nýstárlegt kom fram í spjalli prófess- orins, einkum það, er hann sagði, að ekki væri nema eðlilegt, að kommúnist- um tækist vel að stjórna í Kína, því að nú væru allar konur með heila fætur. Var gerður góður rómur að máli pró- fessorins. Einnig söng prófessorinn kínversk lög, og þótti mikil skemmtan að. Að lokum svaraði hann tveimur spurningum, sem fyrir hann voru lagðar. Sýndi það forvitni menntlinga. í miðju erindi prófessorsins var Ólafur forseti æstur niður. Gerðu það nokkrir háttsettir embættismenn og embættasjúkir, sem hófu upp raust sína í eldhúsinu. Þótti söngur sá svo dimm- ur, sem úr iðrum jarðar kæmi. Rauk ólafur þá til, og er hinir söngglöðu sáu ásjónu hans, rauðari en nokkru sinni fyrr, þögnuðu raddir þeirra. Ekki þótti annað hæfa en að hafa eitthvað færeyskt á ólafsvökunni. Valdi- mar örnólfsson leikfimiskennari var fenginn til að syngja á færeysku. Þottu sönghæfileikar hans ótvíræðir. Næst söng svo hinn kunni dægur- lagasöngvari og byggingarmeistari, Tryggvi Karlsson, nokkur lög við al- mennar undirtektir.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.