Skólablaðið - 01.11.1960, Qupperneq 19
51 -
manni, er var gení, eins og þu, og hafði
þá nýtega lært franskan fótaburð. Þa
lærðirðu hvernig hugsandi verur með
"talent" bera sig yfir foldina. Að vísu
ertu ekki ennþá fullnuma, stundum
gleymirðu þér, og skálmar við staf
meðalmennskunnar, sem hver annar
plebeji. En einnig þar ertu vænlegur til
afreka.
Ég veit.að þú áfellist mig ekki fyrir
tilskrifið, til þess er ég of algengt fyr-
irbrigði. Þegar þú lest þennan afkára-
skap, hristirðu ef til vill höfuðið þitt,
sem geymir öll nöfnin, og gleymir síðan,
að til er enn folk, sem les eina bók á
ári, kann engin fróðleg nöfn, og hefur
göngulag eins og nautkálfur í keldu.
Gleymir, að til sé neitt utan eitt rauð-
hært gení og þúsund bækur.
Með kveðju frá mér
og mínum ííkum.
Böðvar Guðmundsson.
( Ritnefnd áskilinn réttur til að breyta
staf og merkjasetningu. )
B. G.
ÆRI vinur !
Éj» vil byrja á því að færa
þer mínar beztu þakkir fyrir
bréfið, og enn meiri þakkir
( ef það er mögulegt ) fyrir að hafa gef-
ið mér tækifæri til að svara því þegar
í stað. Hvort tveggja ber vitni um rétt-
sýni þína og gáfur, að ekki sé minnst á
góðvild.
Ég verð að segja það þér til hróss,
Böðvar minn, að ég hef sjaldan eða
aldrei séð eitt vesælt manntetur jafn
rækilega í sundur rifið og kastað fyrir
lyðinn og gert er við mína auvirðilegu
persónu í fyrrnefndu bréfi. Hef ég ekki
verið samur maður síðan ég las bréfið,
eins og þeir, sem þekkja mig, hljóta að
hafa tekið eftir.
Hvílík örlög ! Hvílxk smán! Hvílík
vonbrigði að sja margra ára starf rifið
til grunna á einum degi. Frá því ég
fyrst kom í þennan skóla hef éj* unnið
að því nótt og dag að skapa mer álit
meðbræðra minna. Ég hef tranað mér
fram í félagslífinu. Ég hef lesið 730
enskar bækur og logið til um 270.
Ég hef kallað mig sjenl og ort skrípisleg
ljóð mér ,til framdráttar, slegið um mig
með fínum. nöfnum og pipið á meðal-
mennskuna.. Þannig kemur þér glæpur
minn fyrir augu, ^amli vinur.
Og nú stend eg hér, einn míns liðs
og allsnakinn frammi fyrir lýðnum, af-
hjúpaður sem yfirborðskenndur falsspá-
maður og hypókrít.
Það er kannske rangt af mér, en
ég get ekki setið á mér að gera hér af
veikum mætti tilraun til að breiða yfir
minn nakta líkama örfáar pokadruslur,
sem ef til vill gætu veitt mér eilítið
skjól.
I. Fyrirbærið Böðvar Guðmundsson
Þú, minn elskulegi vinur og kamm-
erat, ert einn af þeim mönnum, sem
vart verða flokkaðir með venjulegum
mönnum og venjulegum ovenjulegum
mönnum og kallast því fyrirbæri
( phenomena á erlendum málum ).
Þú hefur sagt mér það sjálfur, í
votta viðurvist, að stærsta kompliment,
sem nokkur maður hefði gefið þér, hefði
verið þegar ólafur, vinur okkar, R. kall-
aði þig andlegt afsprengi Islenzkrar
bændamenningar.
Þessu trúi ég mætavel, enda stend-
ur þu föstum rótum i þinni afdala -
menningu, alinn upp á einu af höfuðból-
um Borgarfjarðar og sonur eins af okkar