Skólablaðið - 01.11.1960, Page 21
53 -
• ■ ■ ■ S YM OU EN &AN MOrf.RO/l _ LfiCrí I
K' VÉ(?PUR þ'eR MLftí
ANN las það aftur :
"Láttu þér ekki bregða, þegar
þú lest þessar línur, en hafðu
það hugfast, að þetta er fúl-
asta alvara. Tæmdu peninga-
skúffuna í hvelli, láttu seðlana sér í
poka og smámyntina sér. Ef þú sýnir
hinn minnsta mótþróa, þá muntu fá að
súpa af því seyðinu, því félagi minn
stendur í anddyrinu, reiðubúinn að kasta
D. D. T. sprengju í salinn, en hún mun
jafna þetta hús við ^jörðu á augabragði.
Við endurtökum: syndu engan mótþróa
lagsi, því annars verður þér kálað".
Það varð þögn, löng þögn.
Aðalbjörn Aðalsteinsson aðalgjald-
keri starði höggdofa á velktan pappírs-
snepilinn, sem lá á borðinu fyrir fram-
an hann. Gat þetta átt sér stað ?
Hann lyfti gleraugunum upp á ennið og
pírði augun á manninn, sem hafði ýtt
miðanum til hans, hávaxinn náunga,
klæddan í svartan frakka, rauðbirkinn,
augun hulin undir lútandi hattbarði.
Svo ræskti hann sig, klóraði sér vand-
ræðalega í kollinum, hreyfingar hikandi,
látbragð þvingað. Gat það verið ?
Hann sagði ekkert, gat ekkert sagt,
þagði, steinþagði.
Þögnin var drepandi.
Hann hvarflaði augunum til dyranna.
Jú, það bar ekki á öðru: jparna stóð
svartklæddur maður með lutandi hatt-
barð, þeir voru tvímælalaust af sama
sauðahúsinu, það var ekki um að villast;
hann hallaði sér upp að dyrastafnum,
þetta var samsæri, hann hélt á poka í
annarri hendinni, sprengjunni, D.D. T.
sprengjunni, tvímælalaust samsæri.
Aðalbjörn Aðalsteinsson reyndi að
hugsa : eftir tíu mínútur yrði bankanum
lokað; gæti hann beðið þangað til ?
Nei, óhugsandi, núna var einmitt mesti
annatíminn, rétt fyrir lokun; hvað var
til ráða, hvað gat hann gert?
Hugsanirnar flæktust í höfðinu á Aðal-
birni Aðalsteinssyni aðalgjaldkera, en
hann reyndi að hugsa rökrétt.
Jú, þetta voru glæpamenn, stór-
glæpamenn, þeir myndu ekki skirrast
við að láta til skarar skríða; hann yrði
að bjarga Aðalbankanum frá því að verða
fórnarlamb D. D. T. sprengjunnar hræði-
legu, tortíming blasti við, hann yrði að
firra vandræðum, hann yrði að verða
við ósk þessa draugalega, ókunnuga,
svartklædda manns, þessa glæpamanns,
stórglæpamanns, hann yrði : það var
blátt áfram skylda hans, og um leið
stórkostleg hetjudáð, tvær flugur í einu
höggi. Daginn eftir kæmi mynd af hon-
um í Mogganum, samtal við hann, í fá-
um orðum sagt; hann yrði hafinn upp
til skýjanna, hann yrði hetja dagsins,
hann. Alþýðublaðið myndi helga honum
stærstu fyrirsögnina í sögu blaðsins :
"Fyrir frábært snarræði og fífldjarfa
hetjulund aðalgjaldkera Aðalbankans,
Aðalbjörns Aðalsteinssonar, fórst það
fyrir á elleftu stundu, að Aðalbankinn
yrði sprengdur í loft upp".
Aðalbjörn Aðalsteinsson aðalgjald-
keri brosti innan í sér. Hann fálmaði
eftir hvítum léreftspoka, hreyfingar ei-
Htið ákveðnari, látbragð þvingað; það
var um að gera að vekja ekki grun, um
að gera. Að öðrum kosti myndi honum
ekki falla I skaut sú frægð, sem honum
myndi tvímælalaust hlotnast fyrir að
bjarga Aðalbankanum frá glötun.
Já, hann yrði frægur, landsfrægur á
svipstundu.
Hann tók peningastaflana, hvern á
fætur öðrum og lét þá hverfa ofan í