Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.11.1960, Qupperneq 23

Skólablaðið - 01.11.1960, Qupperneq 23
I. U ÐMUNDUR Ingi Kristjánsson fæddist að Kirkjubóli í Bjarnar- dal 15. janúar 1907. Hann sleit barnsskóm í vestfirzku um- hverfi og batt snemma tryggð við bernskustöðvar. Hann naut meiri menntunar en títt var um fátæka sveita- pilta og stundaði um skeið nám við Laugaskóla og Samvinnuskólann í Reykja- vík. í fyllingu tímans gerðist hann bóndi á föðurleifð sinni, þar sem hann býr enn. Guðmundur Ingi hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína, meðal annars verið barnakennari og skólastjóri, en er jafnframt mikil- virkt ljóðskáld. Hann hefur látið þrjár ljóðabækur frá sér fara: Solstafi 1938, Sólbráð 1945 og Sóldögg 1958. Auk þess mun liggja eftir hann mýgrútur af óprentuðum kvæðum og kviðlingum. Guðmundur Ingi hefur aflað sór almennrar viðurkenning- ar, sem skáld, og munu menn yfirleitt sammála um verðleika hans. í ljóðum Guðmundar Inga er ekki stórbrotið hugarflug, eða hatrömm átök. Þau eru yfirlætislaus, eins og líf ein- yrkjans, en jafnframt gædd furðulegu seiðmagni. í þeim er mjúkur og þýður tónn lífs og gleði, sem snertir sál hvers manns. Guðmundur Ingi bregður upp ljósum og Htríkum myndum af fólki í önnum sveitalífsins, bónda og búaliðum á engjum, fjármanni við garðann, lett- fættum smala og mjaltakonum við kvíar. Hann yrkir jöfnum höndum um língresi varpans og "leikhústjöld, hins víða geims". Hann sýnir lesendum töfra og tign Vestur - fsaf jarðar sýslu og leiðir þá um danska blómabæinn Sorey. Hann yrk- ir jafnvel um svo ólíka menn sem séra Sigtrygg á NÚpi og hertogann af Windsor. Svo margvíslegar hliðar eru á skáldskap Guðmundar Inga. Og skáldið á jafnvel til að varpa af sér gervi skoðandans og og gerast eldheitur talsmaður þjóðfélags- legra umbótaafla. Þeir jóhannes úr Kötlum eru, sem kunnugt er, helztu merkisberar ungmennafelagshreyfingar- innar í hópi íslenzkra skálda. Guðmundur Ingi hefur einnig gerzt höf- uðskáld samvinnumanna. Engum, sem les Ijóð hans, dylst, að skáldið hefur orðið mjög snortið af báðum þessum stefnum. Ég gat þess í upphafi, að Guðmund- ur Ingi hefur gefið ut þrjár Ijóðabækur. Ég mun nú víkja nokkuð nánar að þeim í útgáfuröð. II. í Solstöfum, sem kom út árið 1938, gefur Guðmundur Ingi í upphafi nokkrar skýlausar yfirlýsingar um veraldlega örbirgð sína. Hann kynnir sig íslenzk- um lesendum með þessum ljóðlínum : "Ég er öreiginn Guðmundur Ingi. Ég er önfirzkur bóndason." í niðurlagi kvæðisins fullkomnar hann sjálfslýsingu sína og bætir við : "Tíu krónur og trúin á landið er allt sem ég á. " Ekki verður sagt, að skáldið geri sér far um að slá sig til riddara í aug- um væntanlegra lesenda. Það virðist raunar vera að sannfæra lesandann um, að hér sé aðeins á ferð vestfirzkur sveitapiltur, sem hafi alls ekki háar hugmyndir um sjálfan sig, en yrki af hjartans lítillæti og ást til náttúrunnar. Hvort sem skáldinu hefur verið alvara með þessum orðum eða ekki, þá er víst, að lesandinn hefur ekki tekið þau hátiðlega. Hann hefur í mesta lagi bros- að að hógværð höfundar og tautað fyrir munni sér athugasemdir þessu líkar : Hér er hreint enginn venjulegur bónda-

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.