Skólablaðið - 01.11.1960, Page 26
MAGNÚS JÓHANNSSON:
58 -
F RAMHALD
Budapest er mikiö af skemmti-
göröum, og í austurhluta borg-
innar er stórt skemmtisvæöi,
en þar er mjög stór garður,
tivolí , dýragarður, íþróttasvæSi
o.fl. Eitt af mörgu, sem vakti undrun
mína, var aragrúi sá af smábuSarkomp-
um ( oft í kjöllurum ), sem í borginni
er. Einnig sá ég margar stórar ný-
tízku verzlanir, og eru sumar þeirra
opnar allan sólarhringinn.
Á kvöldin er mikiS af fólki á öllum
aldri á götunum, en ekta reykvíska rúnt-
menningu varS ég hvergi var viS. Kvik-
myndahús eru hlutfallslega álíka mörg
og í Reykjavík og var verið að sýna
þrjár enskar myndir, þegar við vorum
í borginni. { BÚdapest er talsvert af
kaffihúsum og bjórknæpum, og heimsótt-
um viS nokkrum sinnum slíka staði.
Á flestum kaffi- og veitingahúsum eru
fjögurra til fimm manna hljómsveitir,
er leika eingöngu þjóðlega tónlist og er
mikill menningarbragur að því. Ung-
verjar eru, sem kunnugt er, mikil
músíkþjóð, og þótt hásumar væri, var
tónleikahald í fullum gangi.og eru í
Búdapest fjölmargar starfandi sinfóníu-
hljómsveitir.
MataræSi Ungverja er nokkuð sér-
kennilegt.og skal þá fyrst frægan telja,
en það er ávöxtur einn, er nefnist
paprika. Paprikan minnir á tómat,
nema hvað hún er græn, perulaga og
hol að innan. Þegar paprikurnar haf a
verið meðhöndlaðar á vissan hátt, eru
þær hið ægilegasta krydd og þykja mikið
lostæti. Eina skiptið, sem við urðum
verulega fyrir barðinu á þeim, var þegar
við fengum "fiskimannasúpu", sem inni-
heldur talsvert magn af paprikum og var
afleiðingin sú, að mig logsveið í allan
meltingarveginn lengi á eftir. Ungverjar
borða mjög mikið af grænmeti og brauði,
en þó fengum við tvisvar sinnum fisk.
Eftir þrjá sólarhringa jfirgáfum við
Búdapest að sinni og var nu ferðinni
heitið lengra suð-vestur í landið, eða til
Balatonvatnsins. Balatonvatnið er mjög
stórt ( um 70 km á lengd ) og grunnt
( mesta dýpi er 11 m ), og á sumrin
hópast fólkið þangað til að njóta góða
veðursins. Einu föstu íbúarnir við vatn-
ið eru vínbændurnir, en frægustu vín-
tegundir Ungverja eru einmitt frá þess-
um stað. Þarna dvöldumst við í rúma
viku með hóp menntlinga frá Búdapest,
og mun ég gera skóla þessum betri skil
síðar.
Þrátt fyrir óhagstætt veður var
þetta stórkostlegur tími. Veðrið var
þannig, að ýmist var óskaplegur hiti eða
þrumuveður, en við eyddum þó tímanum
eftir mætti í að sigla á vatninu og skoða
umhverfið. Þetta var tiltölulega auðvelt,
því að mörg skip halda uppi föstum á-
ætlunarferðum eftir endilöngu vatninu,
og umhverfis það gengur járnbrautarlest.
Norðan við vatnið eru ávöl fjöll, en í
þeim eru basaltmyndanir, sem minna
margar á íslenzkt landslag ( t. d. stuðla-
berg ). Suður í vatnið austanvert gengur
skagi, er skiptir því nær því í tvennt.
Skagi þessi er hæðóttur, nokkuð vaxinn
skógi og nefnist Tihony. Tihony er
nokkurs konar þjóðgarður Ungverja, og