Skólablaðið - 01.11.1960, Blaðsíða 30
62 -
FRÁ SKAlANEFND, frh. af bls.47.
b) Yinnuteikningar þær8 sem
inspector scholae gerir kröfu til, gátum
við fengið hvenær sem gengið var á eft-
ir þeim hjá húsameistara.
c) Su nákvæma fjárhagsáætlun, sem
inspector scholae heimtar, var ekki hægt
að láta af hendi, bæði vegna þess að
smiðirnir vildu ekki segja nokkuð ákveð-
ið um kostnað og allt fcimburverð hafði
breytzt svo mjög.
d) Um helmingur áf þeim nemend-
um, sem skrifuðu sig á listann, voru
stúlkur. Puðvinna slík, sem þarna var,
taka grjót með járnköllum, er ekkert
stúlkuverk, þó svo að þær stúlkur, sem
uppeftir komu, unnu ekki síður en karl-
leggurinn. Auk þess voru öll verkfæri
lánuð frá Vegagerð ríkisins, og fengum
við ekki meira en 4 skóflur, 3 haka, 2
járnkarla og einar hjólbörur.
Yfirleitt voru um 10 nemerdur með, þeg-
ar farið var, svo að hvert verkfæri var
nofcað. Við höfðum því ekki not íyrir
fleiri, þó að skólafundur hafði gefið okk-
ur heimild til þess, þ. e.a. s. 20 nemend*
ur á helgi.
e) Þó að Þorsteinn Gylfason sé í
sjálfu ser mesta stórmenni, skeleggur í
pontu og prúður í fasi, þá á hann ekki að
nota núverandi vald sitt til þess að láta
persónuljós sitt skína. Hinn sanni yfir-
maður og í þessu tilfelli dómari, lætur
ekki stjórnast af þröngsýni og persónulegri
sérhyggju. í alvaldsmætti sínum tekur
hann fyrir dægurvandamál okkar smælingj-
anna, lítur á þau með yfirsýn hins alvitra,
°g leggur síðan sinn Salomonsdóm á.
Lágkúrulegheit eins og mannleg skoðun
ræður þar engu. Þar greinir á að vera
embættismaður eða bara maður.
Fyrir stuttu síðan fór svo hópur
drengja úr skólanum, og lagði síðustu
hönd á verkið fyrir veturinn.
Málin x dag standa því þannig, að
grunnurinn er tilbúinn að taka við skálan-
um, nemendur tilbúnir að Ijúka við skál-
ann og yfirvöld skólans tilbúin að gefa
mikið af fríi, til handa gráum og guggnum
menntskælingum, til þess að braggast og
endurnærast í skini íslenzkrar úti-há-
fjallasólar. V
F.h. Skálanefndar
G. T. Karlsson.
..... SÝNDU ENGAN MÓTÞRÓA,..............
frh. af bls. 54.
og sett sprengju í anddyríð; í guðsbæn-
um leggizt í gólfið. "
Aðalbjörn Aðalsteinsson titraði og
skalf af geðshræringu, taugakerfið var
gersamlega úr sambandi.
"Við erum öll dauðans matur, " hróp-
aði hann flaumósa og pataði út öllum
öngum, "allir að leggjast í gólfið, það
er sprengja í anddyrinu, D. D. T. sprengja,
- og hún fer alveg að springa. "
Fréttin um sprengjuna í anddyrinu
verkaði eins og óvænt kjaftshögg á alla
viðstadda, innan stundar logaði allur sal-
urinn af skelfingu.
Það var hrópað, kallað, emjað, vein-
að, öskrað og gólað. Mátti vart í mill-
um sjá, hvor hafði meira fylgi "guð minn
góður" eða andskotinn.
Brátt lágu állir á grúfu í gólfinu.
Ekkert hljóð heyrðist nema reglubundið
tikktakk stóru klukkunnar á veggnum and-
spænis.
Skyndilega var þögnin rofin; einhver
opnaði hurð.
Skelfingin tvöfaldaðist.
Felix Jonsson gekk inn í þögnina,
heiðarlegur viðskiptavinur með sólgler-
augu.
Allt var hljótt, enginn þorði að líta
upp.
Þá skeði það. Felix Jonsson rak
tærnar í eitthvað. Hvað var þetta ?
JÚ, pappírspoki.
"Grevelsis horngrýti, " tautaði Felix
Jónsson og leit flóttalega í kringum sig.
Síðan flýtti hann sér að fylla pokann
aftur af kartöflum.
Alfur Atóms.
BLEKSLETTUR, frh. af bls. 60.
til sóma. Vonarneisti kviknaði í brjóstum
margra um, að listin væri enn á ný orðin
átrúnaðargyðja íbúanna í musteri menntun-
arinnar. Forystumenn Listafélagsins
skulu eigi láta hæðnisköll hræða sig til að
víkja af þeirri braut.sem þeir hafa kosið
að fara. Haldi þeir örugglega og vilja-
glaðir um stýrisvöndinn, mun för þeirra a
þessum vetri verða nemendum hins lærða
skóla til heilla og sóma.
Ólafur Ragnar Grímsson.
(Seinnihluta greinarinnar varð að stytta
vegna rúmleysis. Ritn. )