Morgunblaðið - 08.12.2009, Qupperneq 1
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2009
íþróttir
Magnaður Sean Burton skoraði 16 þriggja stiga körfur fyrir Snæfell í bikarleik. Franc Booker
á enn metið í úrvalsdeildinni, skoraði tvisvar 15 þriggja stiga körfur í sama mánuði. 4
Íþróttir
mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Bikarspenna Grótta komst í undanúrslitin í bikarkeppni karla í handbolta í gærkvöld með því að sigra Víking, 35:34, í æsispennandi og tvíframlengdum
leik í Víkinni. Hjalti Pálmason og Anton Rúnarsson fögnuðu sigri Gróttunnar vel í leikslok en auk þeirra eru Valur, Haukar og HK í undanúrslitum. | 2-3
MAGNÚS Sig-
mundsson, hinn
þrautreyndi
markvörður
Gróttu, reyndist
Seltirningum
drjúgur í gær-
kvöld þegar þeir
lögðu Víking,
35:34, í tvífram-
lengdum bik-
arslag í hand-
boltanum.
„Þetta var frábært, gerist ekki
betra, og var jafnvel betra en í
Krikanum á sunnudaginn.
Menn mættu ekki tilbúnir til leiks
og einbeiting var ekki til staðar en
vörn Víkinga var líka frábær og
Björn vinur minn í hinu markinu
var frábær. Við áttum svo sem ekki
okkar besta leik en Víkingar bara
hættu aldrei,“ sagði Magnús við
Morgunblaðið.
Hann kom í markið í fyrri hálf-
leik þegar staðan var 12:7 fyrir
Víking og hélt því hreinu í 11 mín-
útur til að byrja með.
Grótta er komin í undanúrslit
annað árið í röð en liðið tapaði fyrir
Val í úrslitaleiknum í fyrra. Þá lék
liðið í 1. deild. Ekki verður dregið
til undanúrslitanna fyrr en 21. jan-
úar. ste@mbl.is
„Þetta gerist
ekki betra“
Magnús
Sigmundsson
Eftir Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
EFTIR að Björgvin Páll Gúst-
avsson, landsliðsmarkvörður í hand-
knattleik, gekk til liðs við svissneska
handknattleiksliðið Kadetten
Schaffhausen um mitt þetta ár hefur
hann ekki tapað leik, hvorki með liði
sínu né íslenska landsliðinu.
Alls hefur Björgvin Páll tekið þátt
í 24 kappleikjum opinberum frá 1.
júní að hann gerðist liðsmaður Ka-
detten og yfirgaf þýska liðið Bitten-
feld. Af leikjunum 24 hefur 21 unnist
og þrír endað með jafntefli. Af þeim
eru 14 sigurleikir í svissnesku
A-deildinni, einn sigur í bikarkeppn-
inni, tveir sigrar og eitt jafntefli í
forkeppni meistaradeildar Evrópu,
einn sigur og eitt jafntefli í í EHF-
keppninni. Fyrstu leikirnir í þessari
hrinu hjá Björgvini Páli voru fjórir
leikir með íslenska landsliðinu í júní
í undankeppni Evrópumótsins. Af
þeim unnust þrír, gegn Belgíu, Eist-
landi og Makedóníu, og einum lykt-
aði með jafntefli, á móti Noregi.
Björgvin og félagar unnu sinn 14.
deildaleik í fyrrakvöld þegar þeir
lögðu Yellow Winterthur, 37:23, á
útivelli. Björgvin Páll var að vanda
traustur í marki Kadetten sem hefur
sex stiga forskot á Amicitia Zürich,
liðið sem Kári Kristján Kristjánsson
leikur með. Amicitia vann einnig
sinn leik er liðið fékk liðsmenn St
Otmar St Gallen í heimsókn, 37:30,
eftir að hafa verið fimm mörkum yfir
í hálfleik, 17:12. Kári Kristján átti
fínan leik með Amicitia og skoraði
fimm mörk.
Björgvin taplaus í hálft ár
Fjórtán sigrar í fjórtán deildaleikjum með Kadetten í Sviss Bikarleikir,
Evrópuleikir og landsleikir, samtals 24 leikir án taps Sex stiga forysta í Sviss
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Góður Björgvin Páll Gústavsson hefur átt góðu gengi að fagna undanfarið.
DANSKA félagið
Esbjerg og enska
félagið Reading
komust í gær-
kvöldi að sam-
komulagi um fé-
lagaskipti
Gunnars Heiðars
Þorvaldssonar,
knattspyrnu-
manns frá Vest-
mannaeyjum.
Hann verður lánaður frá Esbjerg til
Reading út keppnistímabilið og
verður þá löglegur með Reading í
janúarbyrjun. Hann gæti því mögu-
lega byrjað á því að spila gegn Liv-
erpool í bikarkeppninni en liðin
mætast á Madejski-leikvanginum í
Reading hinn 2. janúar.
Ólafur Garðarsson umboðsmaður
sagði að ekki yrði gengið endan-
lega frá málum fyrr en í næstu
viku. „Það sem skiptir mestu máli
er að félögin eru búin að semja. Nú
er eftir að ganga frá ýmsum lausum
endum á milli Gunnars og Reading
og við stefnum á að ljúka því í vik-
unni og að hann fari í læknisskoðun
hjá félaginu næsta mánudag,“ sagði
Ólafur við Morgunblaðið í gær-
kvöld.
Gunnar Heiðar verður fjórði Ís-
lendingurinn hjá Reading en fyrir
eru hjá félaginu þeir Ívar Ingimars-
son, Brynjar Björn Gunnarsson og
Gylfi Þór Sigurðsson. vs@mbl.is
Esbjerg og
Reading búin
að semja
Gunnar Heiðar
Þorvaldsson