Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 4
„ÉG hef aldrei gert þetta áður en þetta var gam- an. Hamar lék svæðisvörn til þess að byrja með og liðsfélagar mínir voru duglegir að gefa á mig í opnum færum. Ég hefði ekki getað gert þetta einn,“ sagði Sean Burton í samtali við Morgunblaðið í gær en hann hefur smátt og smátt náð að laga sig betur að ís- lenskum körfubolta. Burton lék sinn fyrsta leik með Snæ- fellsliðinu í byrjun nóv- ember en hann er 22 ára gamall leikstjórnandi og 1,75 m. á hæð. Hann útskrifaðist úr háskóla s.l. vor og at- vinnumannaferill hans hófst í byrj- un nóvember í Stykkishólmi. Margt hefur komið honum á óvart hér á Íslandi en Burton segir að gæðin í ís- lenskum körfubolta séu meiri en hann hafi búist við. Morgunæfingar „Ég átti reyndar ekki von á því að Stykkishólmur væri svona lítill bær. Mér líður samt sem áður mjög vel og kann vel við rólegheitin hérna. Ég æfi á morgnana með þjálfaranum og er þá að skjóta og í styrktaræfingum. Yf- ir daginn, fram að kvöldæfing- unni, reyni ég að drepa tímann með ýmsum hætti. Mér líður vel hjá þessu liði og liðsfélagarnir eru frábærir. Vonandi get ég hjálpað Snæfellsliðinu að landa titli á þessu tímabili.“ Fór rólega af stað Burton fór rólega af stað með Snæfellsliðinu og hann skoraði 13, 15, 12 og 18 stig í fyrstu fjórum leikjum sínum. Hann skoraði síðan 41 stig gegn Njarðvík þann 3. desember s.l. í Iceland Express deildinni og var það persónulegt met hjá Burton – þar til eftir leikinn gegn Hamri. „Ég er að komast betur inn í íslenska körfuboltann og leikstíllinn sem er notaður hér er allt öðruvísi en ég er vanur. Hraðinn er meiri og frjálsræðið í sóknarleiknum er mun meira. Ég kann ákaflega vel við svona körfubolta og um leið og ég fer að þekkja betur inn á samherja mína og þeir fara að þekkja mig betur þá fara hlutirnir að gerast,“ sagði Sean Burton. „Átti ekki von á því að Stykk- ishólmur væri svona lítill bær“  Sean Burton leikmaður Snæfells skoraði 16 þriggja stiga körfur gegn Hamri  Bakvörðurinn hefur skorað 96 stig í síðustu tveimur leikjum  Frábær skytta „ÉG gætti Franc Bookers um tíma í þessum leik en ég dekkaði hann ekki alltaf eins og margir halda,“ sagði Teitur Örlygsson, fyrrum leikmaður Njarðvík- inga, en hann mætti Franc Booker í fyrsta leik bandaríska bakvarðarins á Íslandi þann 8. janúar 1991. „Við höfðum heyrt að ÍR-ingarnir voru rosa- lega ánægðir með nýja leikmanninn og að hann væri rosaleg skytta. Booker byrjaði leikinn á því að hitta ekki úr þremur eða fjórum fyrstu skotunum sínum og við vorum eiginlega farnir að hlæja að þessum nýja leikmanni. Töldum að hann gæti ekki neitt. Síðan byrjaði sýningin hjá hon- um og hann skoraði 15 þriggja stiga körfur úr 22 tilraunum og alls 52 stig. Ég þekkti ekki Booker persónulega en hann var gríðarleg skytta og gat skotið af lengra færi en menn voru vanir hér á landi. Í þessum fyrsta leik hans þá man ég eftir því að hann var úti við hliðarlínuna og mun nær miðlínu en þriggja stiga línunni. Ég taldi mig vera alveg með hann og var nánast búinn að verja skotið frá honum, ég stökk upp en við enduðum báðir uppi í stúku en boltinn fór í háum boga beint ofaní körfuna. Booker er einn af eftirminnilegustu leikmönnum sem hafa leikið hér á Íslandi,“ sagði Teitur Örlygsson. John Johnson sem lék með Framog ÍA á sínum tíma hefur skorað mest allra í einum leik í úrvalsdeild- inni frá upphafi eða 71 stig gegn ÍS árið 1979. Næstur kemur Joe Wright sem skoraði 67 stig fyrir Breiðablik í sigurleik gegn Njarðvík árið 1993.    Valur Ingi-mundarson er sá íslenski leik- maður sem skor- að hefur mest í einum leik í deild- inni frá upphafi, 54 með liði Tinda- stóls gegn Hauk- um 1988. Valur bætti þar með metið sem hann átti reyndar sjálfur frá árinu 1985 er hann skoraði 53 stig þá sem leik- maður Njarðvíkur gegn ÍR. Marvin Valdimarsson skoraði 51 stig fyrir Hamar gegn liði FSu 17. okt. sl.    Næstir komaKeflvíking- arnir Guðjón Skúlason sem skoraði 49 stig gegn KR árið 1989 og Kristinn Geir Friðriksson, sem setti 49 stig fyrir Þór Ak- ureyri gegn ÍA 1995.    Flest fráköst leikmanns í einumleik eru 35 og það met á Ron- dey Robinson sem hann setti í leik með Njarðvík gegn Haukum 1990. Íslensku leikmennirnir Guðmundur L. Bragason og Helgi Rafnsson eiga sameiginlega frákastsmet innlendra manna, 29 fráköst í leik. Guðmundur með Grindavík gegn ÍS 1988 og Helgi með Njarðvík gegn Keflavík 1989.    Þrír leikmennBarcelona eru í hópi þeirra fimm sem í gær voru tilnefndir í kjöri FIFA á knatt- spyrnumanni ársins í heiminum árið 2009. Það eru Argent- ínumaðurinn Lionel Messi og Spánverjarnir Xavi og Andrés Iniesta. Hinir tveir eru Cristiano Ronaldo og Kaká, leikmenn Real Madrid, sem léku fyrri hluta ársins með Manchester United og AC Mil- an.    Hjá konunumvoru þær Marta og Cristinae, sam- herjar Þór- unnar Helgu Jónsdóttur hjá Santos í Brasilíu, til- nefndar ásamt þýsku Evrópumeist- urunum Inku Grings og Birgit Prinz, og enska framherj- anum Kelly Smith. Það eru landsliðsþjálfarar og lands- liðsfyrirliðar sem greiða at- kvæði í þessari kosningu. Sigurvegarar í kjörinu í fyrra voru Cristiano Ronaldo og Marta. Úrslit í kjörinu verða kynnt á mikilli hátíð í Zürich í Sviss mánudagskvöldið 21. desem- ber.    Ashley Cole, bakvörður Chelsea, hefur verið útnefndur knatt- spyrnumaður ársins 2009 í London af BBC. Þetta er sjötta árið í röð sem leikmaður Chelsea fær þessa viðurkenningu. Frank Lampard hlaut titilinn 2004, John Terry 2005, Joe Cole 2006, Didier Drogba 2007, Lampard aftur 2008 og nú er það Ashley Cole fyrir árið 2009. Fólk sport@mbl.is  Bandaríski bakvörðurinn Franc Booker skoraði tvívegis 15 þriggja stiga körfur fyrir ÍR  Bæði skiptin í janúar 1991 Nær Burton að bæta metið hjá Booker? 1991. Met Bookers í úrvalsdeildinni stendur en hann skoraði 54 stig í sínum fyrsta leik með ÍR gegn Njarð- vík í 106:99 tapleik og þar af skoraði hann 15 þriggja stiga körfur. Booker hélt skotsýningunni áfram í næsta leik þar sem hann skoraði 15 þriggja stiga körfur í 93:88 tapleik gegn Snæfelli úr Stykkishólmi hinn 17. janúar 1991. Alls skoraði Booker 60 stig í umræddum leik. Booker kom eins og þruma úr heiðskýru lofti inn í íslensku úrvalsdeildina í janúar 1991. Í fyrstu sex leikj- um sínum í deildinni skoraði hann að meðaltali 54 stig og að meðaltali 11 þriggja stiga körfur. Hann lék 12 leiki með ÍR þetta tímabil og skoraði að meðaltali 43,2 stig og skoraði 8 þriggja stiga körfur að meðaltali í leik. Reyndar þurfti hann að taka 20 þriggja stiga skot að meðaltali í hverjum leik til að ná því en skotnýt- ingin var góð, rétt um 40%. Booker lék eins og áður segir með ÍR vorið 1991. Hann gekk síðan í raðir Vals haustið 1991 og lék með liðinu í þrjú tímabil þar sem hann skoraði að meðal- tali 31,5, 24,3 og 31,1 stig. Veturinn 1994–1995 var Booker hjá Grindvíkingum og skoraði 15,5 stig að meðaltali. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is MARGIR muna eflaust eftir hinum brosmilda Franc Booker sem kom til ÍR vorið 1991 en hann vakti mikla athygli í fyrstu leikjum sínum með ÍR þar sem hann skoraði tvívegis 15 þriggja stiga körfur í leik í janúar Skyttur Franc Booker lét að sér kveða með ÍR og Val á árunum 1991-1994. Sean Burton leikmaður Snæfells skoraði 16 þriggja stiga körfur gegn Hamri í bikarkeppninni. Sean Burton leikmaður Snæfells úr Stykkishólmi skráði nafn sitt í sögubækurnar á sunnudaginn þegar hann skor- aði 16 þriggja stiga körfur gegn Hamri í 16-liða úrslitum Subwaybikarkeppni karla í körfuknattleik. Bandaríski leik- stjórnandinn þurfti aðeins 20 tilraunir til þess að ná þess- um árangri og alls skoraði hann 55 stig af alls 130 stigum Snæfells í 130:75 sigri liðsins. Tölfræðispekingar Körfu- knattleikssambandsins voru ekki vissir um hvort þetta væri met hjá Burton en hann mun að sjálfsögðu fá að njóta vaf- ans þar til annað kemur í ljós. „Booker var rosaleg skytta“ 4 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2009

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.