Morgunblaðið - 08.12.2009, Side 2

Morgunblaðið - 08.12.2009, Side 2
2 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2009 KNATTSPYRNA England 1. deild: Watford – QPR......................................... 3:1  Heiðar Helguson mátti ekki leika með Watford gegn QPR, enda í láni þaðan. Staða efstu liða: Newcastle 19 13 3 3 31:10 42 WBA 19 11 5 3 41:17 38 Nott. Forest 19 8 8 3 28:18 32 Leicester 19 8 7 4 22:20 31 Cardiff 19 9 3 7 35:22 30 Watford 20 8 6 6 30:32 30 Middlesbro 19 8 5 6 30:21 29 Danmörk AGF – Esbjerg ......................................... 1:1  Gunnar Heiðar Þorvaldsson var ekki í leikmannahópi Esbjerg. Staðan: OB 18 11 5 2 29:17 38 København 18 11 4 3 31:11 37 Esbjerg 18 9 6 3 31:21 33 Silkeborg 18 8 5 5 30:20 29 Brøndby 18 8 3 7 35:32 27 AGF 18 7 6 5 24:23 27 AaB 18 7 4 7 20:15 25 Nordsjælland 18 7 2 9 21:24 23 SønderjyskE 18 6 4 8 15:18 22 Midtjylland 18 6 3 9 22:31 21 Randers 18 1 5 12 13:33 8 Køge 18 1 5 12 15:41 8  Komið er vetrarfrí í Danmörku og ekki verður leikið aftur fyrr en 6. mars. KÖRFUKNATTLEIKUR NBA Úrslit í fyrrinótt: New York – New Jersey.....................106:97 Milwaukee – Cleveland.......................86:101 Detroit – Washington ...........................98:94 Sacramento – Miami .........................102:115 LA Lakers – Phoenix..........................88:108 HANDKNATTLEIKUR HM kvenna í Kína A-riðill: Danmörk – Kongó .................................37:24 Þýskaland – Brasilía .............................32:20 Frakkland – Svíþjóð..............................23:21 Staðan: Danmörk 3 3 0 0 88:66 6 Þýskaland 3 2 0 1 94:80 4 Svíþjóð 3 2 0 1 75:65 4 Brasilía 3 1 0 2 75:78 2 Frakkland 3 1 0 2 59:67 2 Kongó 3 0 0 3 66:101 0 B-riðill: Úkraína – Taíland .................................41:13 Austurríki – Angóla ..............................28:21 Rússland – Ástralía.................................48:8 Staðan: Rússland 3 3 0 0 120:34 6 Austurríki 3 3 0 0 125:42 0 Angóla 3 2 0 1 88:57 4 Úkraína 3 1 0 2 79:68 2 Ástralía 3 0 0 3 27:132 0 Taíland 3 0 0 3 32:138 0 C-riðill: Noregur – Chile.....................................44:15 Rúmenía – Ungverjaland .....................31:25 Japan –Túnis .........................................31:31 Staðan: Noregur 3 3 0 0 114:59 6 Rúmenía 3 3 0 0 119:70 6 Ungverjal. 3 2 0 1 106:70 4 Túnis 3 0 1 2 81:100 1 Japan 3 0 1 2 78:102 1 Chile 3 0 0 3 46:143 0 D-riðill: Fílabeinsströndin – Argentína.............19:19 Spánn – Kasakstan................................30:12 Suður-Kórea – Kína ..............................33:25 Staðan: Spánn 3 3 0 0 92:45 6 Suður-Kórea 3 3 0 0 107:72 6 Kína 3 2 0 1 76:61 4 Fílabeinsstr. 3 0 1 2 63:83 1 Argentína 3 0 1 2 49:78 1 Kasakstan 3 0 0 3 46:94 0 í kvöld HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, N1-deildin: Kaplakriki: FH – Fylkir ...................... 19.30 Eftir Stefán Stefánsson ste@mbl.is SELTIRNINGAR gerðu lítið annað fram í miðjan fyrri hálfleik en fylgjast með Víkingum í ham, sérstaklega Sveini Þorgeirssyni sem negldi hverju skotinu á fætur öðru í mark Gróttu og Víkingar náðu 9:2 forystu þrátt fyrir að klúðra víti og tveimur hraðaupp- hlaupum. Þá loks kom líf í gestina sem byrjuðu á að taka Svein úr umferð og hann sætti sig við það möglunarlaust og sást lítið síðan. Þegar svo Magnús Sigmundsson tölti í mark Gróttu byrj- uðu gestirnir að saxa niður forskotið og komust yfir í byrjun síðari hálfleiks. Þá hrökk Björn Viðar Björnsson, mark- vörður Víkinga, í gang og eftir fimm varin skot komst Víkingur aftur yfir. Þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir hafði Víkingur 24:22 forystu en uggði ekki að sér, það örlaði á kæruleysi í sókninni svo að Grótta náði að jafna 24:24 og framlengja varð leikinn. Spenna var gríðarleg en bæði lið héldu haus. Óttar Filipp Pétursson var síðan hetja Víkinga þegar hann jafnaði 29:29 með lúmsku skoti svo aftur var framlengt. Þar náði Grótta forskoti en Anton Rúnarsson nánast gerði út um leikinn með þrumuskoti í lokin og kom Gróttu í 35:33 því Víkingur náði aðeins að minnka muninn í eitt mark. „Þetta gat dottið niður hvorum meg- in sem var en Gróttumenn voru sterk- ari en við á lokamínútunum, seigir og reynslumiklir en við áttum að gera út um leikinn fyrr,“ sagði Björn Viðar, sem átti stórleik milli stanganna hjá Víkingum. „Þetta var sennilega besti leikur okkar í vetur og frammistaðan í kvöld kveikir í okkur. Við eigum topp- baráttuleik við Selfoss á föstudaginn, þar komum við tvíefldir því nú er það bara deildin.“ Miðað við frammistöðu Víkinga er liðið til alls líklegt. Sveinn átti öflugan en of stuttan sprett en Ótt- ar, Sigurður Örn Karlsson, Hjálmar Þór Arnarson, Hreiðar Haraldsson og Þröstur Þráinsson voru mjög góðir. Magnús í marki Gróttu var einnig góður og þegar hann byrjaði að verja kom sjálfstraust í hans menn. Hins- vegar náði liðið sér ekki alveg á strik, Atli Rúnar Steinþórsson var þó seigur og Anton skilaði sínu en bestur var Finnur Ingi Stefánsson, sem sagði þó að honum hefði ekki litist á blikuna. „Við komum illa undirbúnir og lentum mikið undir svo við vorum að elta þá all- an leikinn. Ég hélt jafnvel að þetta væri búið undir lokin en við náðum okkur á strik, ströggluðum í framlengingunni og unnum á ótrúlegan hátt. Það eru nokkrir eldri hjá okkur og það gæti verið þungt hjá þeim í næsta leik á fimmtudaginn en ég held að þeir bjargi því,“ sagði Finnur. Þetta var okkar besti leikur í vetur Morgunblaðið/Kristinn Einbeittur Víkingurinn Guðmundur Freyr Hermannsson með augun á bolt- anum í bikarslagnum í gærkvöld. Víkingar voru nálægt undanúrslitunum. Fyrstudeildarlið Víkinga velgdi úrvals- deildarliði Gróttu rækilega undir ugg- um þegar liðin mættust í 8 liða úrslit- um bikarkeppninnar í Víkinni í gærkvöldi. Víkingar náðu 9:2 forystu en misstu niður þriggja marka forskot í lokin og urðu síðan að játa sig sigraða 34:35 eftir tvær framlengingar. Þrátt fyrir tapið ættu Víkingar að átta sig á eigin getu enda barátta um sæti í efstu deild framundan.  Víkingar skammt frá undanúrslitum  Tvíframlengt en Grótta vann SJÖ þjóðir eru með fullt hús stiga að loknum þremur leik- dögum á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik þar sem fátt hefur verið um óvænt úrslit og margir leikir verið mjög ójafnir. Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs, sá lið sitt vinna í þriðja sinn fyrirhafnarlítinn sigur í gær þegar það lagði Chile, 44:15, í C-riðli. Þar hafa Rúmenar einnig sex stig að loknum þremur leikjum eftir sigur á Ungverjum, 31:25, í gær. Florentina Stanciu markvörður Stjörnunnar, leikur með rúmenska liðinu í keppninni. Hún kom lítið við sögu í gær, lék í stuttan tíma og fékk á sig fjögur skot og varði tvö þeirra. Hún lék talsvert í tveimur fyrstu leikjum Rúmena. Svíar, sem unnu tvo fyrstu leiki sína, fóru illa að ráði sínu gegn Frökkum í gær. Sænska liðið var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 13:9, og þremur mörkum yfir þegar 10 mínútur voru eftir, 20:17, töpuðu með tveimur mörkum, 23:21. Danir, Rússar, Spánn, Suður-Kórea og Austurríki, sem íslenska landsliðið vann í haust í undankeppni EM, hafa ekki tapað stigi. iben@mbl.is Sjö þjóðir með fullt hús stiga Þórir Hergeirsson MJÖG mikil lækkun launa er framundan hjá danska hand- knattleiksliðinu GOG Svendborg, sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar og Ásgeir Örn Hallgrímsson leikur með. Eftir því sem Fyns Amts Avis greinir frá um helgina er gert ráð fyrir að laun hvers leikmanns lækki um 29% frá þeim samningum sem hafa nú. Miklir fjárhagserfiðleikar hafa herjað á GOG allt þetta ár og þrátt fyrir niðurskurð á flestum sviðum og sölu leik- manna hefur ekki tekist að rétta skútuna við. Meðal annars tóku leikmenn á sig allt að 20% tímabundna launalækkun í vor. Launakostnaður félagsins eru um 85% af útgjöldum þess í hverjum mánuði. Viðræður standa yfir við leikmenn um launalækkun og er stefnt á að niður- staða verði fengin í þær viðræður fyrir stjórnarfund eftir miðjan þennan mán- uð. Samningur Ásgeirs Arnar við GOG rennur út í vor. iben@mbl.is Nærri þriðjungs launalækkun Ásgeir Örn Hallgrímsson Víkin, bikarkeppni karla, Eimskipsbik- arinn, 8 liða úrslit, mánudag 7. desem- ber 2009. Gangur leiksins: 0:1, 1:2, 9:2, 10:4, 10:7, 12:7, 12:11, 12:13, 13:14, 15:14, 16:17, 19:17, 20:19, 22:19, 23:21, 24:21, 24:24, 25:24, 25:26, 26:26, 28:26, 28:29, 29:29, 30:29, 30:31, 31:32, 31:33, 33:34, 33:35, 34:35. Mörk Víkings: Hreiðar Haraldsson 8, Óttar Filipp Pétursson 7, Sveinn Þor- geirsson 6, Þröstur Þráinsson 5, Hjálmar Þór Arnarson 4, Guðmundur Hermannsson 3/1, Davíð Georgsson 1. Varin skot: Björn Viðar Björnsson 25/2 (þar af 9 til mótherja). Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Gróttu: Finnur Ingi Stefánsson 10, Anton Rúnarsson 8/2, Jón Karl Björnsson 5/4, Hjalti Þór Pálmason 4, Halldór Ingólfsson 3, Atli Rúnar Stein- þórsson 3, Páll Þórólfsson 2. Varin skot: Magnús Sigmundsson 18/1 (þar af 6 til mótherja), Einar Rafn Sigmundsson 2/1. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Jónas Elíasson og Anton Gylfi Pálsson. Áhorfendur: Um 330. Víkingur – Grótta 34:35 RIÐLAKEPPNI Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu lýkur annað kvöld og þá verður ljóst hvaða lið verða í pottinum þegar dregið verður til sextán liða úrslitanna þann 18. þessa mánaðar. Átta lið hafa tryggt sér sæti í 16-liða úrslit- inum en það eru: Bordeaux, Manchester Unit- ed, Porto, Chelsea, Lyon, Fiorentina, Sevilla og Arsenal. Í kvöld lýkur keppni í riðlum A, B, C og D. Juventus eða Bayern Í A-riðlinum hefur Bordeaux tryggt sér sig- ur en slagurinn um að fylgja franska liðinu stendur á milli Juventus og Bayern München. Liðin eigast við í Tórínó í kvöld þar sem Ju- ventus nægir jafntefli. Juventus hefur tvívegis hampað Evrópumeistaratitlinum, 1985 og 1996 en Bayern hefur fjórum sinnum unnið Evr- ópukeppni meistaraliða, 1974, 1975, 1976 og 2001. Tekur Wolfsburg efsta sætið? Í B-riðlinum er Manchester United öruggt áfram en Wolfsburg og CSKA Moskva berjast um að fara áfram með Englandsmeisturunum. Wolfsburg tekur á móti United í Þýskalandi í kvöld og með sigri kemst Wolfsburg áfram og það sem meira er, liðið vinnur riðilinn. Fyrir lokaumferðina er United með 10 stig en Wolf- burg og CSKA hafa 7. CSKA sækir Besiktas heim og fari svo að Wolfsburg og CSKA endi með jafnmörg stig fer Wolfsburg áfram þar sem liðið stendur betur í innbyrðisvið- ureignum. Real Madrid er ekki öruggt Mikil spenna er í C-riðlinum en þrjú lið slást um tvö efstu sætin. Real Madrid er efst með 10 stig, AC Milan 8 og Marseille 7. Í lokaumferðinni tekur Zürich á móti AC Milan og Marseille og Real Madrid eigast við í Frakklandi. Til þess að Real Madrid fari ekki áfram þarf liðið að tapa 3:0 eða stærra og AC Milan að leggja Zürich. AC Milan er öruggt áfram takist liðinu að sigra Zürich en til að Marseille komist áfram þarf það að leggja Real Madrid að velli og stóla á að Milan vinni ekki. Mílanóliðið vinnur hins vegar riðilinn ef það leggur Zürich að velli og Real Madrid geri jafntefli. Í D-riðlinum eru úrslitin ljós. Chelsea tryggði sér efsta sætið með sigrinum á Porto í síðustu umferð en bæði liðin eru komin áfram í sextán liða úrslitin. gummih@mbl.is Átta lið berjast um að komast áfram

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.