Morgunblaðið - 08.12.2009, Side 3
Íþróttir 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2009
Landsliðs-markvörð-
urinn í hand-
knattleik Hreiðar
Levy Guðmunds-
son átti stórleik
um helgina þegar
lið hans, Ems-
detten, vann VfL
Potsdam, 27:22,
á heimavelli í norðurriðli þýsku 2.
deildarinnar í handknattleik. Hreið-
ar Levy varði 18 skot, þar af eitt
vítakast og þótti skara fram úr í liði
Emsdetten. Með sigrinum komst
Emsdetten upp í annað sæti riðils-
ins og er fimm stigum á eftir
Hamm sem er efst.
Jón Þorbjörn Jóhannsson skoraðifjögur mörk og var einnig vísað
í þrígang af leikvelli í tvær mínútur
þegar Sönderjyske og Tönder
skildu jöfn, 28:28, í næstefstu deild
danska handknattleiksins um
helgina. Sönderjyske er í 8. sæti
deildarinnar. Einar Logi Frið-
jónsson gerði þrjú marka Ribe-
Esbjerg HH í stórsigri liðsins á Ik-
ast, 35:23, í sömu deild. Ribe-
Esbjerg HH er í 11. sæti af 14 lið-
um í deildinni.
Auður Jónsdóttir átti fínan leikog skoraði fimm mörk þegar
lið hennar, Ringköbing vann AGF,
31:20, á heimavelli í næstefstu deild
danska kvennahandboltans á
sunnudag. Ringköbing er í 3. sæti
deildarinn með 18 stig eftir 11 leiki,
aðeins þremur stigum á eftir Silke-
borg sem trónir á toppnum.
Andri StefanGuðrún-
arson skoraði
þrjú marka
meistaraliðsins
Fyllingen þegar
það vann Elver-
um, 27:25, í
norsku úrvals-
deildinni í hand-
knattleik. Sigurður Ari Stefánsson
skoraði aðeins eitt mark fyrir El-
verum.
Drengjalandsliðið í knattspyrnu,U17 ára, undir stjórn Gunn-
ars Guðmundssonar, leikur á
heimavelli í undankeppni Evr-
ópumótsins næsta haust. Dregið
var í riðla í gær og Ísland mætir
Tyrklandi, Tékklandi og Armeníu
hér á landi.
Unglingalandslið karla, U19 ára,undir stjórn Kristins Rúnars
Jónssonar, fer hinsvegar til Wales í
undankeppni EM. Þar leikur það í
riðli með heimamönnum, Tyrklandi
og Kasakstan.
Ryan Giggs var í gær útnefnduríþróttamaður ársins í Wales af
BBC. Hann hefur einu sinni áður
hlotið þessa viðurkenningu, árið
1996.
Fólk folk@mbl.is
ÞEIR sem áttu von á jöfnum bikarslag
á Hlíðarenda í gærkvöldi urðu fyrir
vonbrigðum. Vissulega voru líkurnar á
Valssigri meiri en minni fyrir leikinn en
vonir einhverra stóðu þó til þess að
leikmenn Fram myndu reka af sér
slyðruorðið í bikarleik. Sú varð ekki
raunin. Jafnt var á með liðunum fram-
an af en síðan fór framliggjandi vörn
Valsmanna að bíta fastar í sóknarleik
Fram-liðsins. Hvert hraðaupphlaupið
rak annað hjá heimamönnum sem á
skömmum tíma breyttu stöðunni úr 7:7
í 13:8. Þá var eins og Framarar misstu
vonina.
Engin breyting var á leik Fram í
byrjun síðari hálfleiks. Valsarar héldu
áfram að halda uppi hraðanum í sókn-
inni en fyrst og fremst léku þeir áfram
framliggjandi góða vörn með Hlyn
Morthens vel á verði í markinu. Fram-
arar lögðu árar í bát og leyfðu yngri
leikmönnum, og um leið efnilegum að
eiga sviðið að mestum hluta í síðari
hálfleik, nóg virðist félagið eiga af þeim.
Sama var upp á teningnum hjá Val áð-
ur en yfir lauk, yngri leikmenn fengu
tækifæri til þess að láta ljós sitt skína.
Því miður var leikurinn í gær í heild-
ina ekkert skemmtilegur eftir að leiðir
liðanna skildu í fyrri hálfleik. Til þess
voru yfirburðir Valsmanna og miklir.
Framarar lögðu árar í bát eins og fyrr
segir og virðast vera farnir að þrá það
hlé sem gert verður á keppni á Íslands-
móti og bikarkeppni frá miðjum þess-
um mánuði og fram í byrjun febrúar.
Stór skörð hafa verið höggvin í leik-
mannahópinn og ljóst menn þurfa tíma
til eða sleikja sárin og leggja á ráðin
upp á nýtt eftir að skipt var um þjálfara
fyrir skömmu.
Bjuggum okkur vel undir leikinn
„Það var rétt í byrjun sem Framarar
voru með í leiknum. Eftir að 3/2/1 vörn-
in okkar fór að virka almennilega þá
skildu leiðir,“ sagði Heimir Ríkarðsson,
aðstoðarþjálfari Vals.
„Við bjuggum okkur vel undir leik-
inn og lögðum mikið upp úr að stöðva
Stefán Baldvin Stefánsson og koma í
veg fyrir að hann næði sér á strik eins
gegn Gróttu í síðustu viku. Ég tel það
hafa tekist vel. Síðan hjálpaði það okkur
mikið að Magnús [Erlendsson], mark-
vörður Fram, sem varið hefur vel í síð-
ustu leikjum náði sér ekki á strik í fyrri
hálfleik,“ sagði Heimir ennfremur.
Gáfumst snemma upp
„Það sem pirrar mig einna mest er
hversu snemma við gáfumst upp í leikn-
um. Þegar við lentum undir hættu
menn bara að berjast og það er ekki
viðunandi. Við gátum vel haldið áfram
að berjast í leiknum þótt staðan væri
ekki góð,“ sagði Halldór Jóhann Sigfús-
son, fyrirliði Fram, í samtali við Morg-
unblaðið eftir leikinn.
„Ungu strákarnir fengu tækifæri að
þessu sinni og það er jákvætt,“ sagði
Halldór og viðurkenndi að of marga
sterka leikmenn hefði vantað í Fram-
liðið að þessu sinni til þess að úr gæti
orðið jafn leikur.
Framarar gáfust snemma
upp á Hlíðarenda gegn Val
Morgunblaðið/Kristinn
Öflugur Arnór Þór Gunnarsson skoraði 10 mörk og er hér sloppinn framhjá Framaranum Andra Berg Haraldssyni.
Bikarmeistarar Vals voru ekki í vandræðum með að komast í undanúrslitin og unnu ellefu marka sigur á Fram.
Það tók Valsmenn aðeins um tuttugu
mínútur að gera út um viðureign sína
við Fram og tryggja sér sæti í undan-
úrslitum bikarkeppni karla í hand-
knattleik, Eimskipsbikarnum, á heima-
velli í gærkvöldi. Framarar héldu
aðeins í við gestgjafa sína á fyrsta
þriðjungi leiksins og varla það. Loka-
tölur, 35:24, fyrir Val sem var sex
mörkum yfir í hálfleik, 18:12.
Eftir Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Síst of lítill sigur Valsmanna Margir ungir leikmenn Fram létu ljós sitt skína
MIKILL munur er á bestu og lökustu liðunum sem
taka þátt í heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik
sem hófst í Kína á laugardaginn. Þetta hefur komið
fram í mjög stórum sigrum svo að jafnvel hefur mun-
að nokkrum tugum mark á liðunum í leikslok.
Þegar skoðuð eru tíu stærstu sigrar í leikjum HM
kvenna frá upphafi sést að tveir þeirra stærstu hafa
unnist á mótinu núna þótt enn sé ekki nema rétt
rúmlega hálfnuð riðlakeppnin. Austurríki vann Taí-
land, með 41 marks mun, 52:11, í fyrstu umferð á
laugardaginn. Í gær unnu Rússar lið Ástralíu með 40
marka mun, 48:8, eftir að hafa verið 24 mörkum yfir í
hálfleik, 27:3.
Stærsti sigur í sögu HM kvenna varð fyrir fjórum
árum þegar Ungverjar skelltu Áströlum, 57:9.
iben@mbl.is
Mikill munur á HM
MARKO Pavlov, knattspyrnumaður frá Makedóníu sem er með íslenskt
vegabréf, er þessa dagana til reynslu hjá sænska liðinu Mjällby sem tryggði
sér sæti í sænsku úrvalsdeildinni í haust.
,,Þetta er virkilega áhugaverður leikmaður,“ segir Jörgen Martinsson yf-
irmaður knattspyrnumála í viðtali við sænska blaðið Blekinge Läns Tidning.
Marko, sem er 21 árs gamall, fluttist til Íslands 10 ára gamall. Hann bjó
fyrst á Djúpavogi og Egilsstöðum en síðan í Garðabæ þar sem hann lék með
yngri flokkum Stjörnunnar. Í mars fyrir tveimur árum samdi hann við
spænska 1. deildarliðið Real Betis en hefur ekki fengið tækifæri með liðinu
nema þá með varaliði félagsins, sem leikur í 3. deild. Áður hafði Marko spil-
að með San Francisco á spænsku eyjunni Mallorca, en það lið er tengt 1.
deildarliði Real Mallorca, og þá var hann í eitt ár hjá franska liðinu Caen þar
sem hann spilað með unglingaliðinu.
Marko hefur spilað 11 leiki með U19 ára landsliði Íslands og 6 með U17
ára liðinu en hann valdi síðan að spila með U21 ára liði Makedóníu þegar
Makedóníumenn leituðu til hans. gummih@mbl.is
Marko til reynslu í Mjällby
HERMANN Hreiðarsson fær góða dóma fyrir
frammistöðu sína með Portsmouth í sigrinum
á Burnley í ensku úrvalsdeildinni um nýliðna
helgi. Hermann opnaði þar markareikning
sinn með suðurstrandarliðinu á leiktíðinni þeg-
ar hann skoraði fyrra mark liðsins í 2:0 sigri en
Eyjamaðurinn ,,fiskaði“ einnig vítaspyrnu sem
félagi hans náði ekki að skora úr.
Hermann var valinn í lið vikunnar hjá á vef
breska ríkisútvarpsins, BBC, netmiðlinum
soccernet.com og einnig hjá Eurosport-
sjónvarpsstöðinni sem byggir val sitt á ein-
kunnagjöf sex dagblaða á Englandi, sex dagblaða á Englandi,
The Sun, Daily Star, Daily Mirror, Daily Mail, The Times og Gu-
ardian. Meðaleinkunn Hermanns hjá þessum blöðum var 7,3.
gummih@mbl.is
Hermann valinn víða
Hermann
Hreiðarsson
Vodafonehöllin að Hlíðarenda, bikar-
keppni karla, Eimskipsbikarinn, 8-liða
úrslit, mánudag 7. des. 2009.
Gangur leiksins: 1:0, 3:2, 7:6, 7:7,
13:8, 18:12, 23:14, 27:21, 32:22,
35:24.
Mörk Vals: Arnór Þór Gunnarsson
10/2, Elvar Friðriksson 9, Fannar Þór
Friðgeirsson 5, Orri Freyr Gíslason 4,
Gunnar Ingi Jóhannsson 3, Atli Már
Báruson 2, Gunnar Harðarson 1, Ingv-
ar Árnason 1.
Varin skot: Hlynur Morthens 10, Ingv-
ar Guðmundsson 2 (þar af 1 til mót-
herja).
Utan vallar: 8 mínútur, þar af fékk
Ingvar Árnason rautt spjald við þriðju
brottvísun á 30. mínútu.
Mörk Fram: Arnar Birkir Hálfdánsson
6/3, Haraldur Þorvarðarson 5, Matt-
hías Daðason 4, Stefán Baldvin Stef-
ánsson 3, Andri Berg Haraldsson 2,
Halldór Jóhann Sigfússon 2, Atli
Steinar Siggeirsson 1, Jóhann Karl
Reynisson 1.
Varin skot: Magnús Erlendsson 10
(þar af 4 til mótherja). Sigurður Örn
Arnarsson 2 (þar af 1 til mótherja).
Utan vallar: 4 mínútur.
Dómarar: Arnar Sigurjónsson og
Svavar Péturson.
Áhorfendur: 250.
Valur – Fram 35:24