Morgunblaðið - 16.12.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.12.2009, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2009 íþróttir Á toppnum Íslandsmeistaralið KR tyllti sér á toppinn með 97:91 sigri gegn Snæfelli. Tommy Johnson skoraði 39 stig fyrir KR. Ævintýraferð til Kína er næst á dagskrá KR. 3 Íþróttir mbl.is Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is „ÞEIR voru eitthvað að spá í mig en eftir þreifingar er ljóst að ekkert verður úr því að ég fari til Lemgo,“ sagði Róbert Gunnarsson, landsliðs- maður í handknattleik og fyrirliði þýska handknattleiksliðsins Gumm- ersbach, við Morgunblaðið í gær um vangaveltur staðarblaðs í Lemgo þess efnis að Lemgo hafi áhuga á að fá hann til liðs við sig fyrir næsta keppnistímabil. Samkvæmt blaðinu, Lippische Wochenschau, renna samningar Lemgo við línumennina Vigni Svav- arsson og Sebastian Preiss út í júní á næsta ári. Volker Zerbe, íþrótta- stjóri félagsins, mun vera að hug- leiða hvort hann endurnýi samninga við annan hvorn eða jafnvel hvor- ugan, en talsverðar breytingar munu vera í aðsigi á liði Lemgo fyrir næsta keppnistímabil gangi hugmyndir Zerbe eftir. Liðið hefur ekki staðið undir væntingum á yfirstandandi keppnistímabili. Róbert var einn þeirra leikmanna sem Zerbe hefur í sigtinu eftir því sem blaðið greinir frá. Róbert er samningsbundinn Gummersbach fram á mitt árið 2011. Hann mun eiga útgönguleið frá samningnum ef aðrir möguleikar bjóðast. Vignir í lausu lofti „Samningurinn minn rennur út í vor og sem stendur er ég í lausu lofti hvað framhaldið varðar að honum loknum. Það hafa einhverjar þreif- ingar verið á milli félagsins og um- boðsmannsins en ekkert sem orð er á gerandi,“ sagði Vignir Svavarsson spurður um framhaldið hjá honum þegar samningur hans við Lemgo rennur út um mitt næsta ár. „Ég er alveg rólegur og get beðið eftir að hlutirnir skýrist. Ég er ekki með fjöl- skyldu og get flutt með skömmum fyrirvara sé því að skipta,“ sagði Vignir ennfremur en hann hefur leik- ið miklu meira með Lemgo á þessu keppnistímabili en því síðasta, ekki síst vegna þess að Preiss hefur glímt við meiðsli nær allt keppnistímabilið. Af þeim sökum gefur hann m.a. ekki kost á sér í þýska landsliðið þegar það hefur um áramótin undirbúning fyrir Evrópumeistaramótið sem hefst í Austurríki 19. janúar. Róbert orðað- ur við Lemgo Samningur línumannsins Vignis Svavarssonar við Lemgo rennur út í vor ÞÓRIR Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik, hefur eflaust lesið hressilega yfir leik- mönnum sínum í hálfleik þegar Norðmenn mættu Spánverjum á heimsmeistaramótinu í Kína í gær. Sæti í undanúrslitum var í húfi og eftir að hafa verið sex mörkum undir í hálfleik, 14:8, sneru þær norsku blaðinu við í seinni hálfleik og unnu frækinn sigur, 27:24. Noregur mætir heimsmeist- urum Rússa í undanúrslit- unum á föstudaginn en í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Frakkland og Spánn. Sex mörk eru engin forysta „Þetta var ótrúlega flott hjá stúlkunum og munurinn á hálf- leikjunum var gríðarlegur. Okkur tókst að fá þær til að brosa á ný og njóta þess að spila handbolta. Sex mörk eru engin forysta í handboltaleik,“ sagði Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson við norsku sjónvarps- stöðina TV2 eftir leik- inn. Það var jafnræði með liðunum til að byrja með en í stöð- unni 6:6 hrökk allt í baklás hjá norska lið- inu og á síðustu 15 mínútunum tókst því aðeins að skora tvö mörk gegn átta mörkum Spánverja. Norð- menn skoruðu þrjú fyrstu mörkin í seinni hálfleik og náðu smátt og smátt að sauma að spænska liðinu. Eftir 16 mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðin jöfn, 16:16, og fjórum mín- útum síðar náðu þær norsku forystu, 21:20, og á lokakaflanum dró enn í sundur með liðunum en Spánverjar höfðu fyrir leikinn tryggt sér farseðilinn í undan- úrslitin. Þórir Hergeirsson tók við þjálfun norska landsliðsins í apríl af Marit Breivik en Þórir hafði verið aðstoðarmaður hennar í átta ár. „Þetta var frábær sigur hjá liðinu og ég var virkilega hrifin af leik þess í seinni hálfleik. Það sýndi gífurlegan karakt- er,“ sagði Breivik eftir leikinn. Heimsmeistararar Rússa lögðu Dani, 30:25, og þar með er ljóst að Danir leika um fimmta sætið á mótinu gegn Suður-Kóreu en Rússar, sem hafa hampað heimsmeist- aratitlinum á síðustu tveimur mótum, etja kappi við Noreg í undanúrslitunum en Norð- menn eru Evrópu- og ólympíu- meistarar. Noregur og Rússar áttust við í úrslitaleik Ólympíu- leikanna í Peking síðastliðið sumar þar sem Norðmenn höfðu betur, 34:27. gummih@mbl.is Þórir Hergeirsson Þórir stýrði Norðmönnum í undanúrslitin ,,ÉG stóðst læknisskoðunina eins og ég vissi og nú á bara eftir að ganga frá nokkrum smáatriðum. Það er ekkert sem á að geta komið í veg fyrir að ég fari til liðsins og vonandi verður þetta klárað á morgun (í dag),“ sagði knattspyrnumaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson við Morgunblaðið í gærkvöld en hann var þá staddur í smá jólapartíi hjá enska 1. deildarliðinu Reading eftir að hafa staðist læknisskoðun hjá liðinu nokkru áður. Danska liðið Esbjerg, sem Gunn- ar er á mála hjá, og Reading hafa náð samkomulagi um lánssamning sem tekur gildi í janúar en ákvæði eru í samningnum að Reading geti keypt Eyjamanninn eftir tímabilið. ,,Ég mun líklega hefja strax æf- ingar með liðinu. Ég mun skreppa heim til Íslands í tvo til þrjá daga yfir jólin en held síðan aftur út ann- an í jólum og byrja þá á fullu,“ sagði Gunnar Heiðar. gummih@mbl.is Gunnar Heiðar stóðst læknisskoðun BJÖRNINN lagði Skautafélag Reykjavíkur, 9:2, á Ís- landsmótinu í íshokkí á Skautasvellinu í Laugardal í gærkvöld. Bjarnarmenn, sem hafa átt erfitt uppdráttar í vetur, hófu leikinn með krafti. Þeir komust í 1:0 eftir sjö mínútna leik. SR-ingar jöfnuðu nánast á sömu mín- útunni en leikmenn Bjarnarsins svöruðu með því að skora sex mörk í röð og lögðu þar með grunn að örugg- um sigri sínum. gummih@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Barátta Það sáust oft skemmtileg tilþrif í viðureign Bjarnarins og SR-inga í Laugardalnum í gærkvöld. Björninn lék SR-inga grátt á svellinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.