Morgunblaðið - 16.12.2009, Page 3
Arnór Atlason,landsliðs-
maður í hand-
knattleik, tekur
út leikbann í
kvöld þegar FCK
mætir Bjerr-
ingbro/
Silkeborg í topp-
slag dönsku úr-
valsdeildarinnar í handknattleik.
Arnóri var sýnt rauða spjaldið undir
lok fyrri hálfleiks í viðureign FCK
og AaB um síðustu helgi. Arnór og
Magnus Andersson, þjálfari FCK,
segja dóminn hafa verið rangan.
Andersson bætir við í samtali við
danska fjölmiðla að þetta sé í annað
sinn á leiktíðinni sem leikmaður úr
hans liði fari í leikbann vegna rangs
dóms.
Franska liðið Saint-Etienne rak ígær þjálfarann Alain Perrin
frá störfum eftir 13 mánaða starf.
Perrin, sem um tíma var knatt-
spyrnustjóri Portsmouth og þjálfari
Lyon, hefur ekki náð að gera það
gott hjá liðinu en það er í fjórða
neðsta sæti frönsku 1. deildarinnar.
Eiður SmáriGuðjohn-
sen og samherjar
hans í Mónakó
verða í eldlínunni
í frönsku 1. deild-
inni í knatt-
spyrnu í kvöld
þegar liðið tekur
á móti Rennes.
Illa hefur gengið hjá Mónakó síðustu
vikurnar. Í fimm síðustu leikjum
hefur það tapað fjórum sinnum og
gert eitt jafntefli en Mónakó fagnaði
síðast sigri gegn Boulogne hinn 24.
október. Eiður hefur komið við sögu
í átta deildarleikjum með Mónakó á
tímabilinu og á enn eftir að skora sitt
fyrsta mark fyrir félagið.
Bills Shankleys, fyrrverandiknattspyrnustjóra Liverpool,
verður minnst á Anfield í kvöld þeg-
ar Liverpool tekur á móti Wigan í
ensku úrvalsdeildinni. Nánast upp á
dag eru 50 ár liðin frá því Shankley
tók við stjórastarfinu hjá Liverpool.
Félagið var þá í næstefstu deild en
undir stjórn Shankleys komst liðið í
fremstu röð. Shankley var við
stjórnvölinn hjá Liverpool í 15 ár og
á þeim tíma varð liðið þrívegis ensk-
ur meistari, vann ensku bikarkeppn-
ina tvisvar og hampaði UEFA-
bikarnum.
Fimmtán leikmenn sem léku und-ir stjórn Shankleys á árunum
1960-1970 munu í hálfleik á Anfield í
kvöld ganga út á leikvanginn og
votta Skotanum virðingu sína. Meðal
þeirra leikmanna sem stíga fram á
völlinn eru Kevin Keegan, Tommy
Smith og Phil Thompson. „Shankley
er besti knattspyrnustjórinn sem
hefur komið fram í sögunni,“ sagði
Smith, fyrrverandi fyrirliði Liver-
pool, við enska blaðið Liverpool
Echo en Shankley lést árið 1981, sjö
árum eftir að hann sagði skilið við
Liverpool.
Arsene Wen-ger, knatt-
spyrnustjóri Ars-
enal, segir að það
komi ekki til
greina að leyfa
Cesc Fabregas
að spila með liði
Katalóníu þegar
það mætir Arg-
entínu í vináttuleik 22. desember.
Katalónía er sem kunnugt er hérað á
Spáni en íbúarnir þar líta flestir á
sig sem Katalóníumenn en ekki
Spánverja og þeir spila af og til
„landsleiki“. Þjálfari liðsins er eng-
inn annar en Johan Cruyff, gamla
hollenska goðsögnin sem lék lengi
með Barcelona, og hann hefur valið
Fabregas í sinn hóp.
Fólk sport@mbl.is
ÍSLANDSMEISTARAR KR í körfuknattleik karla halda
í dag upp í ævintýraferð á framandi slóðir í Kína. KR-
ingar þáðu boð kínverska atvinnumannaliðsins Beijing
Aoshen um að koma og leika tvo góðgerðarleiki gegn lið-
inu í borginni Chengdu. Ágóðinn mun renna til þeirra
sem eiga um sárt að binda á jarðskjálftasvæðunum í
Sichuan-héraði.
„Boðið kom til í gegnum bandarískan umboðsmann
sem þekkir Benedikt Guðmundsson og vissi að KR hefði
orðið Íslandsmeistari. Hann sendi okkur fyrirspurn um
hvort við hefðum áhuga á að taka þátt í þessu,“ sagði
Atli Einarsson, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild KR,
þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gærkvöldi. KR ber
engan kostnað af ferð sinni og þar á bæ eru menn fullir
tilhlökkunar.
„Þetta er frábært tækifæri og einstök lífsreynsla að fá
að fara til Kína til þess að keppa fyrir KR. Ég held að
það myndu margir þiggja þetta boð,“ sagði Atli en nokk-
ur lið hafa þegið slíkt boð í haust og er KR þriðja liðið á
Norðurlöndunum sem fer til Chengdu. KR mun spila tvo
leiki gegn Aoshen-liðinu um helgina. Leikirnir fara fram
klukkan sjö að morgni laugardags og sunnudags að ís-
lenskum tíma. KR-ingar eru stórhuga og stefna að því að
sjónvarpa leikjunum í gegnum vefsíðu sína, www.kr.is.
Atli segir flest benda til þess að andstæðingarnir séu
mjög öflugir. „Bakhjarl liðsins er mjög efnaður og hefur
fært liðið á milli Kína og Bandaríkjanna en þar leika þeir
í deild fyrir neðan NBA. Í liðinu eru þrír Bandaríkja-
menn. Þeir unnu dönsku meistarana og sænskt lið frá
Uppsala með töluverðum mun á dögunum. Um 2.500
manns sáu þá leiki en þeim var auk þess sjónvarpað,“
sagði Atli ennfremur. kris@mbl.is
„Verður einstök lífsreynsla“
FIFA-dómarar: Krist-
inn Jakobsson, Magnús
Þórisson, Þorvaldur
Árnason, Þóroddur Hjal-
talín.
FIFA-aðstoðardóm-
arar, karlar: Áskell Þór
Gíslason, Frosti Viðar
Gunnarsson, Gunnar
Sverrir Gunnarsson, Jó-
hann Gunnar Guðmunds-
son, Oddbergur Eiríks-
Ólafur Ingvar Guðfinnsson, Sigurður
órleifsson. FIFA-aðstoðardómari, kon-
ryndís Sigurðardóttir.
tsaldómari: Andri Vigfússon.
sku dómarana
nn
sson
ÍSLENSK félagslið fá alls rúmar 180 milljónir króna í tekjur af þátttöku í Evrópumót-
unum í knattspyrnu á þessu ári. Þar af fá Íslandsmeistarar FH þriðjunginn, um 60 millj-
ónir króna.
Liðin sem tóku þátt í Evrópukeppni fá langmest í sinn hlut en öll lið efstu deildar karla njóta
einhvers hluta af þeim mikla hagnaði sem er af Meistaradeild Evrópu og Evrópudeild UEFA.
FH-ingar fá 60 milljónirnar enda þótt þeir hafi fallið út á fyrstu hindrun í forkeppni
Meistaradeildar Evrópu, gegn Aktobe frá Kasakstan.
Fram og KR fá um 33 milljónir króna hvort félag en bæði komust í gegnum eina um-
ferð í forkeppni Evrópudeildar UEFA. Fram sló út The New Saints frá Wales en tapaði
fyrir Sigma Olomouc frá Tékklandi og KR-ingar slógu út Larissa frá Grikklandi en féllu síðan
út gegn Basel frá Sviss.
Keflvíkingar fá 16 milljónir króna í sinn hlut en þeir féllu út í fyrstu umferð í Evrópudeild UEFA, gegn Val-
letta frá Möltu.
Til viðbótar við þetta leggur KSÍ fram 33 milljónir króna til félaga með barna- og unglingastarf og framlög
UEFA og KSÍ til félaganna þetta árið nema því um 213 milljónum króna. Það er umtalsverð hækkun en á
árinu 2008 voru þetta 166 milljónir króna. vs@mbl.is
Eftir Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Það bar helst til tíðinda í vest-
urbænum í gærkvöldi að Bandaríkja-
maðurinn Tommy Johnson hrökk í
gang hjá KR svo um munaði. Kappinn
hefur verið gagnrýndur nokkuð fyrir
frammistöðu sína á leiktíðinni en hann
var sjóðandi heitur gegn Snæfelli.
Skoraði 39 stig og setti niður 10
þriggja stiga skot í 16 tilraunum.
„Ég velti gagnrýninni ekki of mikið
fyrir mér. Ég reyni að einbeita mér að
mínum leik og gera eins vel og ég get.
Ég geri mér grein fyrir því að frammi-
staða mín hefur ekki verið í takti við
þær væntingar sem gerðar voru til
mín. Sérstaklega þar sem ég var í
meistaraliði með Keflavík. Ég hef
skilning á því og reyni bara að leggja
hart að mér á milli leikja. Ég vissi að
minn leikur myndi smella saman fyrr
eða síðar,“ sagði Johnson í samtali við
Morgunblaðið að leiknum loknum en
hann gerði 29 stig gegn Keflavík á
dögunum og virðist vera kominn í
gang. Johnson er bjartsýnn fyrir
seinni hluta tímabilsins. „Já að sjálf-
sögðu. Við höfum unnið tvö mjög sterk
lið að undanförnu. Við hikstuðum að-
eins snemma á leiktíðinni en höfum
verið að sækja í okkur veðrið. Við er-
um fullir eftirvæntingar fyrir síðari
hluta mótsins og ég er sannfærður um
að við verðum sterkir í lok tímabils-
ins.“
Snæfell saknaði tveggja reynslu-
mikilla leikmanna í gærkvöldi en þeir
Sigurður Þorvaldsson og Pálmi Freyr
Sigurgeirsson eru hvorugur leikfær
vegna meiðsla. Sigurður glímir við
hnémeiðsli og Pálmi er með brjósklos.
Þeir eru tveir af helstu skyttum liðsins
og því var á brattann að sækja fyrir
Hólmara að þessu sinni.„Það er bull-
andi reynsla í þessum leikmönnum og
það vantar kannski líka smá sjálfs-
traust í hópinn þegar við getum ekki
stillt upp fullmönnuðu liði. Ég hefði
viljað sjá mína menn aðeins grimmari
og sérstaklega þá sem fengu tækifæri í
kvöld,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson
þjálfari Snæfells við Morgunblaðið.
Ingi Þór er KR-ingur inn að beini og
þjálfaði meistaralið félagsins á síðustu
leiktíð ásamt Benedikt Guðmundssyni.
Ingi hefur væntanlega viljað snúa aft-
ur í DHL-höllina með meiri látum en
raunin varð? „Já en ég held samt að
við höfum sýnt góða baráttu. Úrslitin
voru aldrei ráðin fyrr en flautað var af,
alla vega ekki í okkar augum. Við viss-
um að það skipti líka máli að ná mun-
inum niður ef innbyrðisviðureignir
telja í lok deildakeppninnar. Þá eru
sex stig ekki mikið,“ sagði Ingi og seg-
ist þokkalega sáttur við stöðu liðsins á
þessum tímapunkti.„Við erum alveg
þokkalega sáttir. Við höfum aðeins
stillt upp fullmönnuðu liði í einum leik.
Við eigum því eftir að slípa okkur sam-
an sem lið. Það eru mjög margir ljósir
punktar í þessu og Hlynur Bærings-
son er að spila alveg frábærlega.“
Morgunblaðið/Ómar
Varist Hlynur Bæringsson reynir að verjast háloftafuglinum Semaj Inge.
KR vann Snæfell og fór á toppinn
ÍSLANDSMEISTARAR KR í körfuknatt-
leik karla tylltu sér í toppsæti Iceland
Express deildarinnar með sigri á Snæ-
felli í Frostaskjólinu í gærkvöldi 97:91.
Leikurinn var sá fyrsti í 11. umferð
mótsins og því geta Stjarnan og Njarð-
vík náð KR-ingum að stigum. Þau hafa
16 stig en KR-ingar 18.
10 þriggja
stiga körfur
frá Johnson
KR – Snæfell 97:91
DHL-höllin, úrvalsdeild karla, Iceland
Express deildin, þriðjudaginn 15. des
2009.
Gangur leiksins: 3:0, 11:8, 17:12, 25:19,
36:22, 50:29, 53:39, 57:47, 61:52, 76:62,
83:66, 90:75, 92:79, 97:91.
Stig KR: Tommy Johnson 39, Fannar
Ólafsson 14, Brynjar Björnsson 13, Finn-
ur Magnússon 13, Semaj Inge 11, Skarp-
héðinn Ingason 5, Darri Hilmarsson 2.
Fráköst: 21 í vörn – 11 í sókn.
Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 27,
Sean Burton 22, Jón Ólafur Jónsson 18,
Emil Jóhannsson 13, Sveinn Davíðsson 6,
Egill Egilsson 3, Páll Helgason 2.
Fráköst: 19 í vörn – 8 í sókn.
Villur: KR 22 – Snæfell 15.
Dómarar: Sigmundur Herbertsson og Jón
Guðmundsson. Ágætir.
Áhorfendur: Tæplega 500.
FH fær 60 milljónir fyrir að vera með
Íþróttir 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2009