Magni - 21.04.1961, Qupperneq 3
Föstudagur 21. apríl 1961
M AGNI
3
- Bwjflrútgerð ðkrnness
Framhald af í. síðu.
nei. En stofnlánadeildin var
látin hirða skipið á nauðungar-
uppboði fyrir viðgerðarkostnað-
inum úti, svo að því þjóðar-
hneyksli yrði afstýrt, að skipið
yrði Bretanum að bráð.
Salan ekki fyrir er-
lendum kostnaði.
Eftir því sem næst verður
komizt er viðgerðarkostnaður-
inn c.a. kr. 3.580.000.00 þar
við bætist svo olíukaup, vextir
af viðgerðarkostnaðinum síðan
4. des. og vaktmenn í skipinu
alls að upphæð ca. kr. 250 þús.
Nauðungarsalan var hins veg-
ar aðeins kr. 3.615.000.00 svo
það vantar rúmlega kr. 200
þús. svo salan sé fyrir erlend-
um kostnaði. Það hefði verið
betra, að G. Sv. hefði hreinlega
gefið togarann í haust „óklass-
aðan“. Hvernig ráðstöfun hefði
það þótt?
Bærinn situr nú eftir með
þungan skuldabagga. Ef upp-
lýsingar G. Sv. á siðasta bæjar-
stjórnarfundi eru réttar var
rekstrartap togaranna á s.l. ári
ca. kr. 6 millj., auk 5,8 millj.
kr. viðgerðarkostnaðar. Raun-
verulegur halli því alls ca. kr.
11,8 millj. Frá þessu dregst
svo það, sem tryggingarfélagið
kynni að greiða af viðgerðinni.
En samkv. þessu er mjög lík-
legt að skuldir togaranna hafi
verið komnar í kr. 26—27
millj. um s. 1. áramót, auk
þeirra 14 millj., sem bærinn
hafði þá greitt til þeirra. Sé
skuldinni skipt jafnt á togar-
ana verður skuldabyrðin á Bj.
Öl. kr. 9—10 millj. þegar sölu-
verðið hefur verið dregið frá.
H ér er um ískyggilegan
skuldabagga aÖ rœSa. Synda-
gjöld lánlausra manna, sem
leggjast meS ofurþunga á gjald-
endur bœjarins.
Hvað verður um
Akurey?
Nauðungarsölunni á Akurey
var frestað 29. marz, eftir að
stofnlánadeildin hafði fallið
frá sölubeiðni sinni. En þá tóku
aðrir kröfuhafar við og heimt-
uðu að uppboðinu yrði haldið
áfram, og það flutt til Reykja-
víkur. Stendur nú baráttan um
það, hvort salan eigi að fara
fram á Akranesi eða í Reykja-
vik. Með því fær útgerðarráð
nokkurn frest til „umþóttun-
ar“.
Stofnlánadeildin færði skuld
Bjarna Ólafssonar að upphæð
kr. 1,6 milljónir yfir á Akur-
ey og varð útgerðarráð að
skrifa undir það. Nemur nú
skuld Akureyjar við hana c.a.
kr. 3 millj. Verður ekki næsta
stigið að stofnlánadeildin hirð-
ir Akurey upp í þá skuld? '
Enginn rekstrar-
grundvöllur.
Það er staðreynd, að hagur
Vestmannaeyja og Keflavíkur
batnaði mjög eftir að þeir seldu
togara sína á árunum 1953—
’55. Vegna þess hve fljótir þeir
voru spöruðu þeir sér milljónir
á taprekstri þeirra og hafa því
getað snúið sér að ýmsum þörf-
um framkvæmdum í rikara
mæli en áður. Hér var for-
dæmi, sem ég hafði oft bent
á og vert var að gefa gaum. Þá
er það einnig mjög hættuleg
leið að bærinn haldi uppi at-
vinnurekstri og láti það verða
að venju að gefa með honum
milljónir á hverju ári, jafn-
framt því sem útsvör eru lögð
á annan atvinnurekstur í bæn-
um, sem stundum er einnig
rekinn með tapi. Það mæla
engin skynsamleg rök með því
að styrkja beri togaraútgerð
umfram annan atvinnurekstur.
Ráðamönnum bæjarins bar því
tvimælalaust að hætta, þegar
útgerðin var komin í fjárþrot
og búið að leggja 14 millj. af
útsvörum bæjarbúa í togarahit-
ina. Höfuð sök H. Sv. og G. Sv.
er þessi:
1. Neita að ræða um sölu á
togurunum á meðan þeir
voru í sæmilegu verði og
hægt var að selja þá fyrir
skuldum þeim, sem á þeim
hvildu.
2. Halda áfram togararekstrin-
um í fyrra sumar, — eftir
að allt fjármagn var þrotið
— með óheiðarlegum slætti,
fölskum ávísunum, ósannind
um um greiðslur o. s. frv.
Skapa bænum þannig var-
anlegan álitshnekki og mörg-
um lögfræðingum atvinnu
við að innheimta hinar
fölsku ávísanir bæjarútgerð-
arinnar og tóku þeir tugi
þúsunda í innheimtulaun.
3. Að senda b.v. Bjarna Ólafs-
son í „klössun“, sem vitað
var að kostaði kr. 3,3 millj.
án samþykktar útgerðarráðs
eða bæjarstjómar, banka eða
ríkisstjórnar og hafa engin
úrræði til greiðslu. Var nær
að leggja skipinu, eins og
Akurey. Það hefði aldrei
selzt ver, þótt „óklassað“
væri, en á nauðungarupp-
boðinu nú. Gafst þá einnig
meira svigrúm til að ráða
fram úr málunum.
Segja þeir af sér?
Menn, sem valdið hafa bæj-
arfélaginu milljónatjóni ættu
að sjá sóma sinn í því að segja
af sér framkvæmdastjórn og
öllum trúnaðarstörfum, og
biðja opinberlega afsökunar á
verkum sínum. Við sjáum,
hvort svo verður?
Daníel Ágústínusson.
Nýkomið:
Fjárgirðingarnet, 2 breiddir.
Ennfremur, venjulega fyrirliggjandi:
Timbur — Þakjárn — Steypustyrktarjárn —
Þakpappi — Kalk í sekkjum — VatnsleiSslupípur
— Gúmmíslöngur — MúrhúSunarnet — Gólf-
dúkapappi — Gólfdúkar margar gerSir — Saumur,
svartur og galv. —
Úrval af málningarvörum — Hreinlætistœki,
handlaugar, W. C. skálar, skolkassar — Þvotta-
balar, galv. — Rafmagnseldavélar — Þvotta-
pottar, fl. te. — HurSakrossviSur — LakkhúSaSai
þilplötur — Teppaafgangar á góSu verSi o. m. fl.
Virðingarfyllst,
Haraldur Böðvarsson & Co.
Byggingavöruverzlun. — Sími 393.
HÚSEIGN TIL SÖLU
Neðri hæð húseignarinnar Skagabraut 31 er til sölu.
Hæðin er óinnréttuð. — Tilboðum sé skilað fyrir 1. maí
n. k. — Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er,
eða hafna öllum.
Nánari upplýsingar gefur kaupfélagsstjórinn.
Kaupfélag Suður Borgfirðinga.
F AC O -f ermingarf öt
KLÆÐA DRENGINN
TÍZKULITIR OG SNIÐ
Shemman h.f.
Bez:tg
þvdttavélina
Uýi tímÍMi'viIl ^Fottavél
Ivottavéliia. skílar '
taiiinu fallegustu,
M]oegar nota6 er
-þvotfca^nft.
iUi—*
Nr. 5/1961.
TILKYNNING
Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarks-
verð á smjörlíki:
1 heildsölu pr. kg...... kr. 12,35
1 smásölu pr. kg., m. söluskatti — 18,30
Reykjavík, 8. apríl 1961.
VERÐL AGSSTJ ÓRINN.
Akurnesingar!
Úrvals vörur. — Fjölbreyttar vörur.
★ Fullkomin nýtízku kjörbúð.
BIÁturfélng jSuðurlands
Vesturgöíu 48. — Símar: 46 og 33.