Magni - 23.12.1966, Side 1
9.-10. tölublað Akranesi, föstudaginn 23. desember 1966
6. órgangur
| Séra >)ón 8, Einarsson, Saurbœ,
„Yður er í dag frelsari fæddur.“
(Lúk. 2:11)
Enn einu sinni eru jólin til vor komin.
Vonandi skynjum vér návist þeirra og finn-
um frið þeirra, þrátt fyrir allar auglýsing-
arnar og áróðurinn, glingrið og falsskrautið,
sem á þau hefur verið hlaðið. — Hvað eru
jólin annars orðin? Eru þau nokkuð annað
en kaupvertíð fáeinna kaupmanna, sem vant-
ar fleiri fallandi krónur í kassana sína? Já,
og svo er gott að gera sér dagamun um
jólin, skemmta sér dálítið, borða sig saddan
af veglegum veizlumat og fá góðar gjafir. —
Einhvern veginn þannig komst kunningi
minn að orði við mig, þegar við rœddum
um jólin, og þannig munu margir hugsa.
Og satt er það, að allar auglýsingarnar og
árcðurinn, sem yfir oss dynur, bœði í blöð-
um og útvarpi, varpa skugga á hina sönnu
jólagjöf og jólagleði. Jólin eru hrapalega mis-
notuð og virkjuð í þágu mammonar, svo að
við liggur, að sjálft jólabarnið týnist í öllum
umbúðunum, sem um það er hlaðið. Vér
mættum gjarnan leiða hugann að því, hversu
allt þetta umstang, glingur og háváði, er fjar-
lægt jólabarninu, sem í jötuna var lagt, já,
fjarlægt konungi hógvœrðarinnar, sem kem-
ur til vor sem lítið barn og bróðir og birtir
Guðs náð og kærleika til vor mannanna.
Jólin mega aldrei verða að veraldlegri há-
tíð, þar sem skemmtanir, skraut og fánýtt
glingur er í miðdepli hátíðahaldsins. Hin
sönnu jól eru oss gefin, til þess að vér fögn-
um og gleðjumst yfir þeirri ráðstöfun Guðs,
„að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að
hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur
hafi eilíft líf.“ Já, jólin eru oss af Guði
gefin, og þau flytja oss þann frið, sem er
œðri öllum skilningi. „Frið læt ég eftir hjá
yður, minn frið gef ég yður.“ Þetta er bóð-
skapur frelsarans til vor breyskra og reikulla
manna. Og þrátt fyrir allar styrjaldir, blóð-
bað og glæpi þessarar aldar, þá er það stað-
reynd, áð í hvert skipti sem jólin nálgast,
er eins og óvild og öfund, hatur og hefndar-
þorsti dragi sig í hlé. Með boðskap jólanna er
eins og blítt Ijós falli niður í táradal mann-
lífsins, — yfir hvers konar böl þess og vanda.
Og vissulega væri heimur vor fátœkari af
sannri mannást og kærleika, ef jólin œttu
ekki eins langa sögu meðal kristinna manna
og þau eiga. Jólin eru þvi ævinlega kœr-
komin öllum kristnum og friðarunnandi
mönnum. Og vér bjóðum þau velkomin með
orðum skáldsins. serri segir:
Kveikt er Ijós við Ijós,
burt er sortans svið.
Angar rós við rós,
opnast himins hlið.
Niður stjörnum stráð,
engill fram hjá fer.
Drottins nœgð og náð
boðin alþjóð er.
„Kom blessuð, Ijóssins hátíð, — helgi þín
minn hug og vilja göfgi, vermi, fylli,
svo máttug verði og heilög hugsun mín
og hörpu mína Drottins andi stilli.“
— „Yður er í dag frelsari fœddur.“ Þetta
er fagnaðarboðskapur jólanna, bóðskapur
jólanna, boðskapur himinsins. Sá boðskapur
er enn þái í fullu gildi og á erindi til vor enn
í dag, þrátt fyrir allar framfarir atómald-
arinnar. Fátœkum hirðum var fyrstum flutt-
ur þessi fagnaðarbóðskapur fyrir nœr 20 öld-
um. I dag er hann fluttur oss. öllum er oss
boðið að verða samferða hirðunum að jöt-
unni, bar sem lausnari heimsins liggur. Og
vér megum treysta því, að jólabarnið, Jesús
Kristur, er IMMANÚEL: Guð með oss. Hann
er konungurinn eini og sanni, frelsari og
lausnari lýðs og þjóða. Hann birtir oss veru
Guðs og vilja, er sannur Guð af Guði sönn-
um. I honum hefur Guð vitjáð lýðs síns og
gjörzt bróðir hinna „bjargarlausu og snauðu,
hinna breysku, særðu, föllnu, týndu og
dauðu.“
Jesús Kristur er bróðir vor allra, hver sem
vér erum og hvað sem vér gerum. Hann er
til vor kominn til þess að frelsa oss frá villu
vors vegar, leysa oss úr viðjum vanmáttar og
Guð er eilíf ást,
engu hiarta er hœtt.
Rikir eilíf ást,
sérhvert böl skal bœtt.
Lofið Guð, sem gaf,
þakkið hjálp og hlif.
Tœmt er húmsins haf,
allt er Ijós og líf.
Stefán frá Hvítadal.
syndar, bjarga oss frá böli og dauða og gefa
oss þrek til að lifa. Hann er kominn í heim-
in til þess áð gefa líf og huggun, kominn til
að lækna og líkna, blessa og frelsa. Þetta
vilja jólin minna oss á. Þau minna oss á það,
að máttur Guðs er méðal mannanna i og með
Jesú Kristi. Líknandi máittur hans nœr inn
í tilveru vora sem endurleysandi og frels-
andi afl.
-— Miti í veraldarglamri og glysi hátíða-
haldanna skulum vér nema staðar og hlusta
á fagnaðarboðskap jólanna: „Yður er í dag
frelsari fæddur.“ Minnumst þess, að þrátt
fyrir allar jólagjafirnar, sem í sífellu eru
auglýstar í blöðum og útvarpi og vér getum
fengið keyptar fyrir peninga, þá er aðeins
ein jólagjöf, sem er sönn og eilíflega gild, og
þá jólagjöf fáum vér ekki keypta fyrir pen-
inga. Sú jólagjöf er konungurinn Iiristur, sem
Guð gefur oss að frelsara, leiðtoga og bróður.
IJann er jólagjöfin eina og sanna og færir
oss hina fullkomnu jólagleði, — gefur oss
eilift líf, lífið í Guði. Þeirri jölagjöf skulum
vér veita viðtöku og ganga frelsara vorum
á hönd sem lítillát, hógvær og þiggjandi börn.
Vér skulum hlýða boðskap hans og beygja
FramhalcL á bls. 2.