Magni - 23.12.1966, Page 2

Magni - 23.12.1966, Page 2
2 MAGNl Föstudagur 23. desember 1966 MAGNI BlaS Framsóknarfélaganna 6 Akranesi RITSTJORN: Daníel Agústínusson, óbm. Guðmundur Björnsson og Þorsteinn Ragnarsson PRENTAÐ I PRENTVERKI AKRANESS H.F. Við áramól Árið 1966 verSur senn kvatt og nýju ári heilsáS. Áramótin eru tími uppgjörs og reikningsskila. Hver einstaklingur á sér minningar frá liðnu ári og þjóðir hafa margra atburða að minnast. Vísindi og tœkni fleygir fram, m.a. í þágu atvinnú- veganna og í þekkingu á himingeimnum. Sé litið til baka um cinn áratug verður augljóst, hversu tceknin er hraðfara. Árang- urinn eru stóraukin afköst og batnandi lífskjör. Rannsóknir á himingeimnum hafa orðið til þess að farið er að nefna ártöl í sambandi við lendingu á tunglinu. I nœrri tvo áratugi bjuggu Islendingar við síldarleysi. Þeir stóðu ráðþrota er síldin hœtti að vaða um yfirborð sjávarins. Méð fiskileitartœkjum er þetta silfur hafsins elt uppi misk- unnarlaust, hvernig sem það kann að enda. Síldveiðin hefur gefið Islendingum auknar þjöðartekjur og að verulegu leyti staðið undir þeim lífskjörum, sem þeir geta nú veitt sér. Stór- aukin viðskipti við önnur lönd er afleiðing hins gífurlega síld- armagns, sem borizt hefur á land í vaxandi mœli undanfarin ár. Þrátt fyrir þetta einstaka góðœri — bœði til lands og sjáv- ar — virðist samt skórinn kreppa víða að. Undanfarnar vikur og mánuði hefur hver samþykktin rekið aðra frá ýmsum stofnunum og minna þœr á neyðarskeyti. I því sambandi má minna á hraðfrystihúsaeigendur, sem telja sig standa á barmi gjaldþrots. Utgerðarmenn, sem segja engan rekstursgrundvöll fyrir vélbátaútgerð, nema á síldveiðum. Togaraeigendur, sem margir hafa bundið skip sín. Iðnrekendur kvarta sáran og ýmsir hafa gefizt upp. Bændur hafa sumarlangt verið á stöðug- um fundum til varnar hagsmunum sínum. Ekki telja launa- menn sig of haldna. Þannig mœtti lengi telja. Hér amar cannarlega eitthvað að. Stefnan er ekki rétt. Hér er ekki um pólitiskan samblástur að rœða, því hver stétt stendur einhuga um kröfur sínar og samþykktir. Þjóðin á sannarlega mikið undir því að þessi mál verði leyst. Ef atvinnuvegirnir stöðv- ast er mikið í húfi. Það skiptir Islendinga miklu á nœsta ári að þeir skipi mál- um sínum þannig, að góðœrið — sem allir vona að haldi áifram — verði þess megnugt að bœta raunverulega hag þjóð- arinnar og skapa öllum stéttum viðunandi lífskjör, svo þœr geti unað hlutskipti sínu og rœkt sem bezt skyldur sínar við land sitt og samfélag. I ársbyrjun 1902 ávarpaði Hannes Hafstein Islendinga með löngu kvœði, er hefst þannig: „Rís heil, þú sól, sem enn oss fœrir ár, það ár, sem þjóð vor lengi muna skal! Rís heil, með sigurmark um bjartar brár og bjarma róðin upp af tímans val. Þú Ijóssins drottning! blessa berg og dal þín birta læsi sig um fólksins hug, til starfs og þroska vek þú hrund og hal, á horfins tíma meinum vinn þú bug, og vektu traust og trú <og forna dáð og dug.“ Þœr óskir og vonir er skáldið ber þarna fram eiga enn við. Gleðileg jól. — Farsœlt komandi ár. D. Á. 'Uátið Ijóss og friðar ... Framhald af bls. 1. oss í auðmýkt og í lotningu undir vald hans og vilja. Minnumst þess, áð „Hann bœtir allt, ef boðskap hans er hlýtt. Hann bjargar öllum þeim, sem til hans kalla. Ur þyrnigrein er kóróna hans knýtt, en köllun hans — að frelsa veröld alla.“ Gléðileg jól. — / Jesú nafni — Amen. Vorvísa Sóliri yljar má og mel mönnum léttir sporin. Svellin gráta sig í hel. — Sárt er að deyja á vorin. Bölsýni (ort fyrir bölsýnismann). Einskisverðri undir byrði einn á ferð í veðraskaki. Allt, sem gerði einhvers virði œvina, sérðu langt að baki. Kristján Ölason. Ort í legu á Sjúkrahúsi Húsavíkur sumarið 1961 I. Það er sama og svíkja lit og setja hlera í Ijóra, að vera að leggja vit og strit í vitleysuna áð tóra. visur ii. Töfrar lífsins yngja enn undur hlýtt í blóði, þegar guð og mold og menn mæla einu hljöði. Karl Sigtryggsson. Hnignunin Fúinn bátur, fallin búð, fœrin sundurskriðin. — En útifyrir yztu flúð eru íiskimiðin. Ástarvísa Stjörnur eygði ég í kvöld undir dökkum baugum. Hugann gæti ég heila öld helgað slíkum augum. Grímur Sigurðsson frá Jökulsá. □ □□ □□□ FJOLIDJAN - ÍSAFIROI EINANGRUNARGLER SECURE EINANGRUNARGLER ÚTSÖLUSTAÐUR HARALDUR BÖÐVARSSON & Co VINSAMLEGAST PANTIÐ MED GÓÐUM FYRIRVARA Gleðileg jól! Farsælt nýár! Þökkum viðskiptin á árinu, sem er að líða. HAFSKIP HF. Gleðileg jól! FARSÆLT KOMANDI ÁR! Tryggingomiðstöðin Eins og ávallt áður höfum við mesta úrvalið af áramótaflugeldum og skrautljósum. Þökkum viðskiptin á árinu, sem er að líða. Gleðileg jól! AXÍl miHSJÖRHSSON iU

x

Magni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Magni
https://timarit.is/publication/789

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.