Magni - 23.12.1966, Qupperneq 7
Föstudagur 23. desember 1966
M A G N I
7
Greinarhöfundur í Hópi gestgjafa á mótinu.
- Vínabæjamötið
lagði upp í ferðina að morgni
gamlársdags. Mikil hálka var
yfir allt, þvi það hafði frosið á
hláku, sem verið hafði undan-
farna daga. Mér var sagt vel til
vegar. Ég átti að finna vörðu,
sem var á miðri heiðinni. Frá
henni átti ég að taka stefnu á
Afréttarhaus, sem er austasti
hluti Melrakkasléttu. Eftir þess-
um kennileitum kom ég þráð-
beint niður á Þórshöfn.
Ég ætlaði að hitta verzlxmar-
stjórann að aflíðandi hádegi og
afhenda honum bréfið, en mér
var sagt að hann væri ekki kom
inn á fætur. Þá varð ég hissa.
Ég hafði aldrei vitað heilbrigða
menn liggja í rúmum fram yfir
hádegi. Lét ég færa honum
bréfið. Ég kom aðeins i eitt
hús á Þórshöfn. Lagði siðan á
heiðina undir kvöldið í glaða
tunglsljósi og stilltu veðri. Gekk
ferðin vel yfir heiðina.
Þegar ég kom að Finnafjarð-
ará, sem rennur milli Saurbæj-
ar og Fells, heyrði ég skrölta í
einhverju handan við ána. Dett
ur mér þá í hug, að þar sé kom-
ið skeljaskrimsli frá sjónum,
en þau áttu að hafast við i
hvammi við árósinn, sem kall-
aður var Svínabæli. Menn þótt-
ust hafa séð skrimslið er
skyggja tók. Heyrði ég alltaf
glamur og skrölt, sem nálgað-
ist óðum. Sá ég fyrst dökka
þúst undir tungl að sjá, en er
við nálguðumst kom í ljós, að
hér var maður á ferð með mik-
inn broddstaf og stakk honum
sterklega niður. Er við höfðum
mætzt, var hin ógurlega hætta
liðin hjá.
Um nóttina gisti ég í Saur-
bæ. Daginn eftir komst ég heim
í bezta veðri. Þetta var fyrsta
ferð mín til Þórshafnar og þótti
ég hafa vaxið af henni.
Verzlunarskóli
íslands.
Ég var vinnumaður í sveit-
inni til 19 ára aldurs. Þá ákvað
ég að yfirgefa heimaþúfuna og
komast í skóla. Var ég næsta
ár við nám og vinnu hjá sr.
Ingvari á Skeggjastöðum. Lærði
þar einkum reikning og tungu-
mál. Haustið 1910 fór ég til
Reykjavíkur í fyrsta sinn og
settist i 2. bekk Verzlunarskóla
Islands. Þar lauk ég prófi eftir
tveggja vetra nám. Það var af
tveimur ástæðum að ég valdi
Verzlunarskólann. I fyrsta lagi
var það sú hugsjón, að gera sig
betur hæfan til að geta bætt
slæmt verzlunarástand, sem þá
rikti með þjóðinni. í öðru lagi
voru ekki möguleikar á lang-
skólanámi, af fjárhagsástæðum.
Sökum fátæktar gat ég engar
skemmtanir sótt eða veitt mér
neitt umfram brýnustu lífs-
nauðsynjar þessa tvo vetur í
verzlunarskólanum. Fannst
mér það mjög skyggja á gleði
mína og ánægju af náminu. Og
þegar því lauk átti ég hvorki
fyrir farinu austur né fyrir mat
á leiðinni. Ég varð því að svelta
fyrstu dagana um borð. Þá varð
mér það til happs, að ég vann
við uppskipun í höfnum, þar
sem skipið kom. Færi ég í land
veðsetti ég stýrimanninum úrið
mitt til tryggingar ógreiddu far
gjaldi. Næstu árin er ég svo
fyrir austan.
Ég kom til Akraness árið
1921 og hér hef ég því átt heima
lengst ævinnar, eða í 45 ár.
Konan mín, Ingiríður Sigurðar-
dóttir, er fædd í Reykholti, en
kom 14 ára til Akraness.
Skáldið og Arnmundur.
Áður en við ljúkum samtal-
inu skýt ég þessari spumingu
að Arnmundi: Hvernig. er
kvæSið Æruprís eftir örn Arn-
arson til orSið?
Við Magnús Stefánsson þekkt-
umst frá æsku og höfðum auk
þess skipzt á bréfum, eins og
hér hefur áður komið fram. Eitt
sinn fékk ég bréf frá honum,
þar sem hann skýrir mér frá
því, að hann hefði tínt saman
alla aura sína og tæmt hvern
vasa — labbað síðan inn í bóka-
búð og keypt ljóðabók, sem þá
var nýlega komin út eftir mig,
sem bar nafnið: Breyttir litir,
og Morgunblaðið hafði áður
birt ritdóm um. „Ég las hana
spjaldanna á milli — aftur og
fram — og hverja síðu upp og
niður,“ sagði skáldið í bréfinu
með sinni alkunnu glettni.
Magnús sagði mér ennfrem-
ur, að eftir að hann hefði lesið
ritdóminn, keypt bókina og les-
ið hana, hefði hann fengið löng
un til að yrkja þetta kvæði. Þar
hefði hann komið svo mörgu að,
sem hann þyrfti að tjá sig um,
og hentaði ekki annars staðar,
þótt það snerti mig ekki. Bað
hann mig um leyfi til að mega
birta þetta kvæði í Ijóðabók
sinni, Illgresi, því hún yrði of
stutt, ef það heltist úr lestinni.
Ég veitti auðvitað leyfið, enda
hygg ég að hann hefði birt
kvæðið, hvert sem svar mitt
hefði orðið.
Þetta mun vera þekktasta er-
indið úr kvæðinu:
„Kveiktu Ijós hjó leSurblöku,
lóttu templar dœma vín,
sýndu heimskum hnyttna stöku,
hentu perlum fyrir svín,
bjóddu hundi heila köku,
honum Mogga kvœðin þín.“
Þannig tók skáldið upp hanzk
ann fyrir æskuvin sinn og sveit
unga og hafa fáir gert betur.
Magni þakkar Arnmundi
spjallið. Þjóðlífsmyndir þær,
sem hann hefur dregið upp, eru
sannarlega þess virði að geym-
ast ungu kynslóðinni til fróð-
leiks og skilningsauka. Saga
Ammundar á Akranesi er einn
ig forvitnileg. Þar hefur hann
tekið virkan þátt í starfi sam-
vinnufélaga, verkalýðshreyfing
unni og mörgum öðrum fram-
faramálum, sem til heilla
horfa. Væri æskilegt að geta
síðar birt þætti úr þeirri sögu.
D.Á.
Framhald. af bls. 12.
jafnanleg og fjölbreytt náttúru-
fegurð er heillar ferðamann-
inn, sérstaklega á þessum tíma
árs, er allt stendur í blóma.
Ferð þessi var farin í boði
Skiensfjordens kommunal kraft
selskap, og ekkert til sparað, að
vel mætti takast, enda hygg ég,
að þessi dagur verði ógleyman-
legur öllum þátttakendum.
Vera má, að það hafi haft sitt
að segja hvað mig snerti, að
ég hafði ferðast um þessar
sömu slóðir í sambandi við vina
bæjamótið 1951.
Fararstjóri þennan dag var
Per Sveinang lektor, er ásamt
fulltrúa félagsins stjórnaði þess
ari viðburðaríku ferð með mikl-
um skörungsskap. —
Meðal annars skoðuðum við
hina ævafomu Heddal stafa-
kirkju, sem talin er vera frá
miðri 12. öld, og er hið mesta
Völundarsmíði, sem lítt hefur
látið á sjá fyrir tímans tönn.
Einnig var okkur sýnd mjög
stór og glæsileg rafstöð, og sát-
um við þar góða veizlu í boði
forstjórans, er jafnframt fræddi
okkur um þennan mikla afl-
gjafa nærliggjandi bæja og
byggðarlaga, sem segja má að
velmegun þessara staða bygg-
ist svo mikið á, sbr. það sem
áður er greint frá um áburðar-
verksmiðjuna.
I bílunum var mikill gleð-
skapur, sagðar sögur, sungið og
jafnvel kveðnar rímur. Var það
í algjörri mótsögn við nútima
skemmtanalíf, þar sem allt
byggist á rándýrum skemmti-
kröftum, sem helzt eiga að vera
heimsfrægir, og raunar jafnan
taldir það, að minnsta kosti í
auglýsingum. — Um kvöldið
bauð svo gestgjafi minn, frk.
Blikon, hinum Akumesingun-
um heim, ásamt fleiri gestum
og áttiun við þar ánægjulega
samverustund, á hinu vistlega
heimili þessarar fyrrverandi
kennslukonu, en hún hafði fyr-
ir fáum árum byggt sér vand-
að og fallegt hús, þar sem
útsýni er fagurt yfir bæinn og
ströndina. Viðinn i húsið fékk
hún ókeypis úr skóginum á föð-
urleifð hennar á Þelamörk, þar
sem bróðir hennar býr nú og
hún dvelst oft í sumarleyfum.
Þriðja mótsdaginn, laugard.
25. júní ókum við til Brevik,
og var Jac Lund-Tangen þá
fararstjóri. Meðal annars skoð-
uðum við allmerkilegt frysti-
hús, sem samband mjólkurbúa
á þessu svæði átti og notaði til
geymslu á framleiðsluvörum
sínum. Er það byggt í gamalli
námu langt inni í fjallshlíð.
Minntu þessar vistarverur á
tröllahella, sem sagt er frá í
þjóðsögum, en í stað tröllanna
var þarna einkar viðfelldið og
glaðsinna starfsfólk, er vaktaði
hinar verðmætu framleiðslu-
vörur bændanna, er þama var
geymd. Var okkur sagt, að eng-
in hætta væri á skemmdum,
þó kælikerfið bilaði, eða væri
ekki starfrækt í nokkrar vikur!
Þama, sem annars staðar, nut-
um við ágætra veitinga meðan
framkvæmdastjórinn lýsti
þessu merkilega fyrirtæki og
rakti sögu þess.
Um kvöldið efndi bæjar-
stjórnin til ágætrar veizlu i
Langesunds Bad, sem er vist-
legt hótel í útjaðri bæjarins.
Er þar einkar fallegt og hlýlegt
umhverfi, og góð baðströnd,
eins og nafnið bendir til. 1
Noregi kveður allmikið að starf-
semi ýmissa sértrúarflokka.
Þar á meðal er einn, er Babtist-
ar nefnast, og eiga þeir og reka
þetta hótel. Mun það raunar
ekki teljast til fyrsta flokks
hótela, en reglusemi er þar
mikil, m.a. strangelag bönnuð
meðferð og neyzla áfengra
drykkja og eigi munu heldur
vera haldnir þar dansleikir eða
aðrar slíkar skemmtanir.
Þar sem þetta mátti teljast
kveðjuhóf þessa ágæta vina-
bæjamóts, voru þama haldnar
margar, og stundum jafnvel
fulllangar ræður, því margt og
mikið var að þakka frá liðnum
dásemdar dögum. Einnig létu
menn hugann hvarfla til fram-
tíðarinnar og næsta móts, sem
haldið verður i Tönder að þrem
árum liðnum. En árið 1972 er
röðin aftur komin að Akranesi,
°g hygg ég að ýmsir okkar
norænu vina bíði þeirra tíma
með nokkurri óþreyju.
Að venju skiptust menn á
gjöfum, er bæirnir, norrænu
félögin eða aðrir aðilar höfðu
sent í þessu augnamiði. Þarna
var mikill almennur söngur, og
má þar til nefna, að sunginn
var þjóðsöngur hvers lands, er
aðalræðumaður hvers bæjar
hafði lokið erindi sínu. Var sam
koma þessi hin ánægjulegasta
og langt liðið á kvöldið, er
henni lauk.
Mótinu skyldi, samkvæmt
dagsskránni, formlega slitið í
kaffiboði í safnaðarheimilinu
að lokinni hátíðarguðsþjónustu
í kirkjunni, er hófst kl. 11 á
sunnudag. En þar sem vitað
var, að flestir fulltrúanna yrðu
farnir fyrir þann tíma, fóru
mótsslit fram á laugardagskvöld
ið, en sumir gáfu sér tíma til
að njóta þama lífsins degi leng-
ur, þar á meðal Akumesingam-
ir, að mér undanteknum, sem
slóst í för með Svíunum, sem
komið höfðu í eigin langferða-
bíl. 1 Langesund er starfandi
ágæt lúðrasveit, og lék hún á
aðaltorgi bæjarins er gestirnir
lögðu upp, og gerði það sitt til
að auka á hátíðleik þessarar
kveðjustundar. — Átti ég mjög
ánægjulega samfylgd með hin-
um fjölmenna hópi frá Váster-
vik, þar til leiðir skildu og ég
tók lest áleiðis til heimkynna
dóttur minnar og hennar
fjölskyldu í Sundsvall, þó eigi
verði sú ferðasaga hér rakin
að sinni. G. B.