Magni - 23.12.1966, Side 12

Magni - 23.12.1966, Side 12
12 MAGNI Föstudagur 23. desember 1966 VINABÆJAMÓT THcssur um iólin Einn þáttur hinnar norrœnu samvinnu eru hin svo nefndu vinabœjatengsl, sem eru í því fólgin, að einn bœr e8a borg í hverju hinna 5 ríkja Norður- landa mynda vinabœjahóp. Halda þessir bœir svo mót í löndunum til skiptis, t.d. á þriggja ára fresti, og er þá boSið til sliks móts ákveðnum fjölda þátttakenda, jafn mörg- um frá hverjum bœ, er svo dvelja á heimilum félaga í Norrœna-félaginu á staðnum, eða hjá öðrum, sem áhuga hafa á norrœnni samvinnu. A þenn— an hátt myndast persónuleg Jac Lund-Tanaen. kynni og jafnvel vináttubönd sem vissulega stuðla að gagn- kvœmum skilningi á högum þessara frœndþjóSa. Vinabæir Akraness eru: Langesund í Noregi, Vástervik í Svíþjóð, Nárpes í Finnlandi og Tönder i Danmörku. Á síð- astliðnu sumri var haldið vina- bæjamót í Langesund í Noregi, er stóð dagana 22.-26. júní. Héðan frá Akranesi voru að- eins 4 þátttakendur, Sveinn Guðmundsson, bankaútibússtj., Þorvaldur Þorvaldsson, kenn- ari, kona hans Ólína Jónsdóttir, kennari, og Guðmundur Björns son, kennari. Þátttakendur hinna bæjanna voru miklu fleiri, eða 16 frá Vástervik, 15 frá Nárpes og 10 frá Tönder. Þetta var í annað skipti, sem ég tók þátt i slíku móti í Lange sund, hið fyrra sinn sumarið 1951, þá einn héðan frá Akra- nesi, enda Akurnesingar fyr- ir skömmu komnir í þennan félagsskap. Naut ég þar hinn- ar mestu gestrisni og vinsemd- ar, sem seint mun fyrnast, enda hefi ég haft persónulegt sam- band við nokkra þeirra, er ég þá kynntist, alla tið síðan. Ég flaug nú tilóslóar tveim dögum áður en mótið skyldi hefjast í Langesund. Á flugvell- inum tóku á móti mér góðir vinir, skólastjórahjónin, Anna og Njáll Guðmundsson, er stunduðu nám þar í borginni frá áramótum. Höfðu þau áður útvegað mér ágætt herbergi í Studentebyen, sem er rétt utan við borgina, á fögrum og ró- egum stað. Er á allan hátt gott og ódýrt að búa þar, en þessir stúdentagarðar þar eru hagnýtt ir til móttöku gesta að sumr- inu, eins og einnig er gert hér, en Noregur er eitt eftirsóttasta ferðamannaland, sem kunnugt er. — Vilji maður svo komast inn í borgina, eru strætisvagn- ar á næstu grösum, og tekur sú ferð skamman tíma. — Að sjálfsögðu notaði ég tímann þarna eftir föngum til að skoða þessa höfuðborg frænda vorra, var enda nokkuð kunnugur þar áður. Þau skólastjórahjónin höfðu ætlað að taka þátt í mótinu með okkur hinum Akurnesingun- um, en vegna prófa og annarra anna í skóla þeim, er Njáll stundaði nám, gat ekki orðið af því, og þótti okkur það mið- ur farið. Frá Osló til Eidanger er 4 tíma ferð með lest, en þaðan til Langesund eru um 20 km. Hafði Jac -Lund-Tangen, bæj- argjaldkeri, sem mest mun hafa annast undirbúning móts þessa, sent þangað bíl að sækja mig, hafði raunar staðið í þeirri meiningu, að við kæmum allir Akurnesingarnir með þessari lest, og voru því bílarnir 2, sem komu, en það var á mis- skilningi byggt, því hin þrjú komu frá Danmörku. Vildi þannig til, að ég var fyrstur hinna erlendu gesta á þetta mót, og hafði því góðan tíma til að skoða bæinn, sem ekki virtist hafa mikið breytzt þessi 15 ár, og rifja upp gamlar minningar, sérstaklega með hinum óþreytandi áhugamamii um norræna samvinnu, Jac Lund-Tangen, sem nú, eins og fyrir 15 árum, var hinn ágæt- asti fulltrúi sinnar heimabyggð Mótsgestir komu allir til Langesund miðvikudaginn 22. júní og var opinber móttaka kl. 8 um kvöldið í félagsheimili bæjarins, þar sem þátttakend- ur voru boðnir velkomnir og kynntir fyrir væntanlegum gestgjöfum. Þar voru einnig nokkur skemmtiatriði, hljóm- list, upplestur og kvikmynda- sýning. Eftir að þar höfðu svo verið fluttar viðeigandi þakkir, sem Þorvaldur annaðist fyrir okkar hönd, fór hver til síns heima, með sinum gestgjöfum, enda langt liðið fram á kvöld. Á föstudag kl. 9 var lagt af stað í tveim langferðabilum, og voru karlmenn í öðrum undir leiðsögn rektors Yngvars Hal- vorsen, en konur í hinum, og var fararstjóri þar gestgjafi minn, frk. Katrine Blikom, kennari. Skyldu konurnar skoða Porsgrunns Porselensfabrikh, og gafst þeim jafnframt kostur á að eignast þar fagra postulíns muni með góðu verði. Okkur körlunum skyldi hinsvegar sýnd Eidanger Saltpeter- fabrikh, sem Norsk Hydro hef- ur reist þar, og er ein af stærstu áburðarverksmiðjum í Noregi. Starfsmenn tilheyrandi þessari verksmiðju eru 5700 og árlegar launagreiðslur 105 millj. n. kr. enda framleiddir 2 sekkir af áburði á hverjum 3 sekúndum, auk ýmissa ann- arra efna. Var bæði gaman og fróðlegt að skoða þetta risa- vaxna fyrirtæki, og móttökur allar með sérstökum höfðings- brag, svo sem frænda vorra er siður, og sömu sögu höfðu döm- urnar að segja úr sinni ferð, er þær komu klyfjaðar hinni fögru en brothættu framleiðslu er þeim var sýnd. — Miðhluta dagsins eyddum við svo við að skoða ættaróðal Henriks Ibsens í Venstop í Skien, svo og merki- legt safn, sem þar hefur verið komið upp, og hefur að geyma fjölmargar minjar um skáldið. Úti fyrri Langesund er und- ur fögur ey, sem Langey heitir, og er hún alveg friðuð, nokk- Akranespresta kall Akraneskirkja: Aðfangadag jóla (aftansöngur) kl. 6. Jóladag kl. 2. Annan jóladag (sklmarguðsþjón- usta kl. 8,30 siðd. Gamlárskvöld (aftansöngur) kl. 6. SjúkrahúsiS: Guðsþjónusta jóladag kl. 4,30 sjðd. urs konar þjóðgarður. Þar dvöldum við um kvöldið í dá- samlegu veðri, sem raunar var alla mótsdagana, en þessi dag- ur er svokallaður Sanhte-Hans dagur, og eru þá kveikt bál víða á ströndinni og skotið flugeld- um. Við mötuðumst þar í fögru skógarrjóðri, einnig var þar stig inn dans og farið í leiki við mikinn fögnuð þátttakenda. Áður höfðum við farið á tveim bátum í það sem Norðmenn nefna Skærgárdstur, siglt inn- an skerja meðfram ströndinni og að síðustu umhverfis eyna, en slíkar ferðir eru mjög skemmtilegar og mikið iðkaðar bæði í Skandinavíu og Finn- landi, sérstaklega á hinum svo nefndu hraðbátum, sem þar eru svo algengir. -— Heim var ekki komið fyrr en um miðnætur- skeið, eftir lærdómsríkan og ánægjulegan dag. Föstudaginn 24. júní lögðtnn við af stað kl. 8,30 í aðal- ElliheimiliS: Guðsþjónusta jóladag kl. 8,30 síðd. Innra-Hólmskirkja: Annan ■ jóladag kl. 2. Nýársdag kl. 2. Saurbœjarprestakall Hallgrímskirkja i Saurbæ: Messað á jóladag kl. 2 og gaml- ársdag kl. 2. Leirárkirkja: skemmtiferð mótsins og skyldi nú ekið upp i Þelamörk, sem Norðmenn gjarnan nefna „Ferie og fritidsfylket í hjertet av Norge“, enda er þar óvið- Framhald á bls. 7 Falleg mdl- verkasýning Hreinn Elíasson listmálari á Akranesi opnaSi málverka- sýningu i vinnustofu sinni aS VíSigerði 3, þann 17. des. s.l. Stendur sýningin til 30. des. n.k. Á sýningunni eru 18 olíu- málverk og 22 pastel- og svartlitamyndir. Mörg olíu- málverkin eru frá nágrenni Akraness, úr Borgarfirði og af Snœfeilsnesi. Aðrar mynd- ir eru ýmist landslagsmyndir eða skemmtilegar hugmyndir listamannsins. Eitt olíumál- verkið er af sjómönnum, og nefnist þaS: Nótt á sjó. Bjart- ar og heillandi myndir úr ís- lenzkri náttúru setja svip sinn á sýninguna. Hún er falleg yfirlits og þar er hœgt að dvelja lengi sér til ánœgju. Þetta er þriðja sýning Hreins í eigin sýningarsal. Áður hélt hann nokkrar smœrri sýningar. Veruleg breyting er á listformi hans frá fyrri sýningum. Abstrakt myndir eru nœr algerlega horfnar en myndir úr íslenzkri náttúru eru mest ráðandi hjá listamanninum. — Nokkrar myndir hafa þegar selst. — Akurnesingar œttu að leggja leið sína á jólunum að Viði- gerði 3 og sjá þessa fallegu sýningu. Það verður ánœgju- stund. ar. — Séð yfir Langesund og Langey. Messað annan jóladag kl. 2 og nýársdag kl. 2.

x

Magni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Magni
https://timarit.is/publication/789

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.