Morgunblaðið - 28.12.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.12.2009, Blaðsíða 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. DESEMBER 2009 Kveðja frá Breiðafjarðarnefnd Friðjón Þórðarson var héraðshöfð- ingi í Dölum og andlát hans héraðs- brestur mikill fyrir Dalamenn. Fas hans var yfirvegað og hæverskt en ákveðið eins og höfðingja sæmdi. Friðjón lagði sig fram um að ljúka málum í sátt, helst þannig að sam- hljóða væri og mótatkvæðalaust. Hann var eigi að síður afar fylginn sér, ötull málafylgjumaður og ráða- bruggari. Breiðafjörður var Friðjóni mjög kær og lagði hann sig allan fram um að gera veg Breiðafjarðar og Breið- firðinga sem mestan á öllum sviðum; sagan, menningin, náttúran, atvinnu- tækifærin og hvaðeina sem til fram- fara horfði í héraði var honum hug- leikið. Alþingi ályktaði árið 1978, að til- lögu Friðjóns, „að skora á ríkisstjórn að stuðla hið fyrsta að því, að hið fjöl- þætta lífríki Breiðafjarðar verði kannað og verndað, eftir því sem þurfa þykir, í samráði við heimamenn og náttúruverndarsamtök“. Þarna voru lögð fyrstu drög að lögum sem árið 1995, sautján árum seinna, voru samþykkt á Alþingi sem lög um vernd Breiðafjarðar. Friðjón gegndi formennsku í Breiðafjarðarnefnd frá upphafi og stýrði alls 90 stjórnar- fundum, þeim síðasta í júní 2008, og ég átti því láni að fagna að taka þátt í þessum fundum sem fulltrúi Vestur- Barðstrendinga í nefndinni. Breiðafjarðarnefnd var á ferð á Siglunesi á Barðaströnd í júlí 2005. Rétt neðan bæjarstæðisins á Siglu- nesi stendur bautasteinn sem reistur var til minningar um síðustu ábúend- ur á Siglunesi þau Gísla Marteinsson og Guðnýju Gestsdóttur. Á hann eru rituð hin fornu áhrinsorð, sem hús- freyja nokkur á Siglunesi hafði um Siglunesvör eitt sinn er bóndi hennar Friðjón Þórðarson ✝ Friðjón Þórð-arson, fyrrver- andi ráðherra og sýslumaður, fæddist á Breiðabólsstað á Fellsströnd 5. febrúar 1923. Hann lést á Landakoti 14. desem- ber 2009, 86 ára að aldri. Útför Friðjóns fór fram frá Hallgríms- kirkju 22. desember. var á sjó og snögg veðrabrigði urðu til hins verra, að „sá sem frá Siglunesi rær – landi nær“. Trú Breiðfirðinga á þessi orð var mikil, og algengt var að menn úr Breiðafjarðareyjum gerðu sér för að Siglu- nesi og lentu þar áður en þeir lögðu af stað vestur á Brunna eða aðrar verstöðvar vest- ur í Víkum sem var al- gengt, sérstaklega á vorvertíð. Við lok heimsóknar Breiða- fjarðarnefndar að Siglunesi ritaði Friðjón Þórðarson, formaður nefnd- arinnar, eftirfarandi kveðjuorð í gestabók Sigluness: „Breiðafjarðarnefnd á vettvangs- ferð við vesturmörk á verndarsvæði Breiðafjarðar. Sagt er hér um Siglunes að sá er héðan rær eftir góða útiveru alltaf landi nær Þó að hér sé aðeins eftir ósköp lítill bær þessi aldni átrúnaður er mér hjartakær Með bestu heillaóskum, Friðjón Þórðarson.“ Þar Friðjón Þórðarson er genginn er skarð fyrir skildi. Innilegar sam- úðarkveðjur færi ég Guðlaugu og fjöl- skyldu Friðjóns heitins allri. Þórólfur Halldórsson. Nú er hún hljóðnuð – bassaröddin úr Leikbræðrum – söngkvartettinum ljúfa. Síðastur kvaddi Friðjón Þórð- arson af þeim félögum, en auk hans voru í hópnum: Gunnar Einarsson og bræðurnir Ástvaldur og Torfi Magn- ússynir. Leiðir þeirra söngbræðra lágu fyrst saman í Breiðfirðingakórn- um og á Jónsmessunni sumarið 1945 fór kórinn í frægðarför um Breiða- fjarðarbyggðir og áði á heimleiðinni í fallegri brekku í Hnappadalnum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Um þá stund skrifaði Ástvaldur í ársritið Breiðfirðing: „Við fjórmenningarnir, síðar „Leikbræður,“ gengum afsíðis norð- ur með ásnum þar sem við fundum kjarri vaxna brekku. Við vildum kanna hvort við gætum ekki sungið saman lag með fjórum röddum, en þarna sungum við okkar fyrsta sam- söng sem voru tvö lög: Erla góða Erla og Ég vil elska mitt land“. Brekkunni gáfu þeir félagar nafn; Fagrabrekka. Síðar gerðist Friðjón félagi í Karla- kór Reykjavíkur og síðustu árin söng hann með eldri félögum kórsins. Á þeim vettvangi lágu aftur saman leið- ir þeirra leikbræðra í söngnum og þá var stundum haldið vestur í Dali og sungið af lífsins list með hinum tón- elsku Dalamönnum. Oft var svo ferð- in eins og seta í skólastofu, þegar Friðjón settist við hljóðnemann, sagði gamansögur úr sínu gamla kjördæmi, nefndi hæð á hverju fjalli og lýsti heimilisfólki á bæjum með kostum sínum og kynjum. Og aldrei var farið svo framhjá Höfn í Mela- sveit, að Friðjón minnti ekki á kollega sinn; Halldór Einarsson sýslumann í Borgarfirði, sem Jónas Hallgrímsson kvaddi ásamt öðrum Íslendingum í Dýraskógi á Sjálandi vorið 1835 með kvæðinu: „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur,“ sem þá var sung- ið fyrsta sinni. Halldór var þá að halda til Íslands og sýslumannssetrið var í Höfn. Hér verður ekki gerð tilraun til að lýsa ferli Friðjóns sem embættis- manns og stjórnmálamanns. Í mínum huga og sjálfsagt mjög margra var hann fyrst og síðast Dalamaður – trúr sínum uppruna og heimahögum til síðustu stundar. Og hann var íhalds- maður og húmanisti í bestu merkingu þeirra orða. Með ljóðlist sinni og söngrödd gaf hann okkur ómældar ánægjustundir ásamt félögum sínum í Leikbræðrum og gefur enn. Við eldri félagarnir í Karlakór Reykjavíkur kveðjum heiðursmann- inn Friðjón Þórðarson með virðingu og þökk. Aðstandendur – innilegustu samúðaróskir. Reynir Ingibjartsson Fallinn er frá eftir stutta sjúk- dómslegu höfðinginn Friðjón Þórðar- son. Kynni okkar hófust í ársbyrjun 1970, þegar hann var sýslumaður í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu og réð mig til sín sem fulltrúa strax að loknu lögfræðiprófi. Friðjón ók mér vestur á P-16, sem var Bronco jeppi, sem þá voru í hávegum hafðir. Á leið- inni fræddi hann mig um staðhætti og tengdi frásögn sína við fornsögur með eftirminnilegum hætti. Þegar við ókum um Mýrarnar benti hann á Eld- borg á Mýrum og sagði hið forn- kveðna, „þar var bærinn sem nú er borgin.“ Friðjón var þaulvanur bíl- stjóri og átti ekki í erfiðleikum með snjóskaflana í Kerlingarskarði og við komumst heilu og höldnu í Hólminn. Friðjón var mikið á ferðinni alla tíð og hafði ekið Volvobifreið sinni 416.000 km þegar henni var lagt. Fulltrúastarfið á Snæfellsnesi var gott veganesti fyrir framtíðina og frá þeim tíma er margs að minnast. Á þessum tíma var starfssvið sýslu- manns allt annað en nú er, því auk löggæslumála og dómstarfa, hafði sýslumaður sérstakt hlutverk á stjórnsýslusviði sem formaður sýslu- nefndar. Minnisstæður er sýslufund- ur þegar sýslunefndarmenn úr öllum hreppum sýslunnar komu saman til árlegs fundar, sem stóð í þrjá daga. Þá var mikið um að vera og sýslu- nefndarmenn margir mjög eftir- minnilegir. Að kvöldi annars dags var efnt til fagnaðar á heimili sýslu- mannshjónanna, þar sem fluttar voru ræður, kastað fram vísum og íslensk sönglist í hávegum höfð og fjárlögin sungin. Á þeim tíma sem ég var fulltrúi Friðjóns á árunum 1970 og 1971 tókst með okkur vinátta sem síð- an hefur haldist og má með sanni segja að hann hafi ekki sleppt af mér hendinni síðan. Þegar Friðjón varð öðru sinni sýslumaður Dalamanna, eftir að hann hætti á þingi, árið 1991, kom ég aftur til starfa fyrir hann um skeið. Á síðari árum höfum við átt ýmis konar samstarf, sem hefur farið vaxandi, en Friðjón var ótrúlegur eljumaður og vann stöðugt að menn- ingarmálum á sínum heimaslóðum í Dalabyggð. Eftir að Friðjón lét af þing- mennsku 68 ára gamall var það af og frá að kominn væri tími til að slaka á. Hann var skipaður sýslumaður Dala- sýslu öðru sinni. Mun það vera eins- dæmi að sami maður sé skipaður til þess að gegna sama sýslumannsemb- ættinu tvisvar. Þegar hann lét af því starfi sökum aldurs 70 ára var heldur ekki kominn tími til að slaka á. Nú fékk hann tíma til að vinna að hugð- arefnum sínum varðandi menningu og sögu Dalabyggðar. Má þar sem dæmi nefna forgöngu hans um upp- byggingu Eiríksstaða í Haukadal, Leifsbúðar í Búðardal, og nú síðast Sturlustofu, sem honum var svo um- hugað um að kæmist á laggirnar. Vann hann ötullega að því máli uns yfir lauk. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að afrakstur þeirrar vinnu hans líti dagsins ljós. Friðjón Þórðarson átti langan og farsælan lífs- og starfsferil að baki. Það eru margir sem eiga honum mik- ið að þakka og sakna hans nú. Ég er einn þeirra. Við Ragna vottum eftir- lifandi eiginkonu hans, börnum hans og fjölskyldum þeirra innilega samúð okkar. Blessuð sé minning hans. Eggert Óskarsson. Við Friðjón Þórðarson áttum sam- tímis sæti á Alþingi í 24 ár. Við vorum samstarfsmenn og stundum vopna- bræður í stjórnmálaátökum, ekki síst þegar við tókum báðir sæti í í rík- isstjórn Gunnars Thoroddsen í febr- úar 1980. Samskipti okkar eiga því langa sögu. Friðjón var prúður maður og hóf- samur, hvort sem var í daglegri um- gengni eða í ræðustól á Alþingi. Hann vandaði málflutning sinn og naut þar þekkingar sinnar og reynslu en hon- um var einnig tamt að tala gott ís- lenskt mál. Hann var óáleitinn að fyrra bragði en fastur fyrir þegar á reyndi og kom mörgu því til leiðar sem hann barðist fyrir. Hann var vinsæll á Alþingi og átti öflugt fylgi kjósenda heima í hér- aði. Kom það skýrast í ljós með glæsi- legri útkomu hans í prófkjöri á Vest- urlandi, sem haldið var nokkru áður en hann lauk starfi sínu sem ráð- herra. Friðjón hafði listræna hæfileika, var ágætur hagyrðingur, lék á hljóð- færi, hafði mjúka og öfluga bassarödd og söng í kvartettinum Leikbræður á fyrri árum. Þessir hæfileikar nýttust ekki síst á gleðimótum, í góðra vina hópi og í vinnuferðum þingnefnda eða stofnana þar sem hann starfaði, en hann sat m.a. í bankaráði Búnaðar- bankans í nálega aldarþriðjung. Hann hafði næmt auga fyrir því hve- nær hentaði að setjast að hljóðfærinu og kalla fólk saman til að syngja. Vesturland allt var honum kært. Á ferðum um þær byggðir léku honum á tungu urmull örnefna, hæð á fjöllum hvert sem litið var og sagnir um fólk og atburði frá fyrri öldum og síðari tímum. Fáum duldist þó að Dalirnir stóðu hans hjarta næst. Þar var hans fæðingarsveit, þar var hann lengi sýslumaður og gegndi fleiri störfum og þar dvaldi hann oft og lengi á síð- ustu árum. Engan hef ég þekkt sem kunni Sturlungu og breiðfirskar fornsögur jafn vel og hann. Í þeim fræðum átti hann „sína“ menn sem hann hafði dá- læti á og var því líkast sem hann hefði þekkt þá persónulega. Á síðustu ár- um starfaði hann mjög að menningar- legum og sögulegum verkefnum í sinni heimabyggð og er það merkur lokaþáttur á löngu og farsælu ævi- starfi. Nú er hann fluttur til nýrra heim- kynna. Þar hygg ég að hafi beðið vinir í varpa. Ég flyt honum þakkir fyrir langt og gott samstarf. Við Helga færum eiginkonu hans, börnum hans og fjölskyldu allri einlægar samúðar- kveðjur. Pálmi Jónsson. Þú getur engu logið um ágæti Péturs, sagði jafnaldri hans, er ég leitaði upplýsinga um störf Péturs H. Ólafssonar að málefnum Félags eldri borgara í Reykjavík fyrr á árum. Hann var meðal stofn- enda félagsins og kórsins og var líf- ið og sálin í hvoru tveggja, sagði viðmælandi minn. Pétur H. Ólafsson var reyndar orðinn þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. Á erfiðum tímum byrjaði hann ungur að vinna og lét laun sín renna beint til móður sinnar til stuðnings henni og mörgum systk- inum. Hann hafði haft þann hátt á fram á fullorðinsár að láta móður sína hafa launaumslagið sitt óopnað. Pétur fór snemma til sjós, var fyrst á togurum og síðar á far- skipum og sýndi þá einatt mikla hugdirfsku. Kunnastur varð hann af ferð sinni á stríðsárunum er hann vann undir vélbyssuskothríð og Pétur Hafliði Ólafsson ✝ Pétur HafliðiÓlafsson, fæddist í Stykkishólmi 10. febr- úar 1920. Hann lést á líknardeild Landspít- ala Landakoti laug- ardaginn 5. des. sl. Pétur var jarðsung- inn frá Hallgríms- kirkju 16. desember 2009. tundurskeytum í skipalest þar sem að- eins fjögur af 37 skip- um náðu höfn. Þegar komið var til Múr- mansk stóð hann í rústabjörgun eftir loftárásir á borgina. Um þessa lífs- reynslusögu má lesa í Kröppum lífsdansi, ævisögu Péturs, sem Jónas Jónasson færði í letur. Þar skín í gegn ekki aðeins æðruleysi og þraut- seigja heldur líka góðmennska hvort sem hann hjúkraði helsærð- um skipsfélaga sínum á sjó eða átti við ótaminn fola í landi. Pétur var einn af stofnendum Fé- lags eldri borgara í Reykjavík árið 1986 og kórs eldri borgara, sat í stjórn félagsins og kórsins, hafði forgöngu um svokallað Opið hús og dansleiki þess og vann síðan mikið sjálfboðastarf um langt árabil. Meðal annars stóð hann fyrir ferðalögum eldri borgara og var þar sem annars staðar mikill gleði- gjafi. Í ferðunum tók hann bæði ljósmyndir og hreyfimyndir sem áfram bera vitni um starf Péturs á vettvangi félagsins. Undir lokin annaðist hann miða- sölu á dansleikjum í félagsheimili FEB í Stangarhyl. Hann var gerð- ur að heiðursfélaga FEB í Reykja- vík á 20 ára afmæli félagsins árið 2006. Í félagsstarfi FEB lágu leiðir okkar saman. Þar fann ég að ekkert var ofsagt um það sem ég hafði heyrt um glaðværð og glettni Pét- urs sem ávallt hefði verið aðals- merki hans í öllu starfi. Fyrir þau störf stendur félagið í þakkarskuld við Pétur H. Ólafsson og nánustu aðstandendur hans sem gerðu hon- um kleift að sinna umfangsmiklu sjálfboðastarfi í þágu félagsins og eldri borgara. Fyrir hönd félagsins votta ég að- standendum Péturs innilega samúð. Unnar Stefánsson, formaður Fé- lags eldri borgara í Reykjavík. Kór Félags eldri borgara í Reykjavík kveður í dag fyrrverandi formann sinn, Pétur Hafliða Ólafs- son. Pétur, ásamt fleirum, var áhuga- maður um stofnun kórs innan fé- lagsins og á stofnári þess, 1986, gekk það eftir. Kór varð til, sem á þeim tíma þótti hreint ekki sjálfsagt mál og hefur hann starfað óslitið síðan. Pétur sem sjálfur var músíkalsk- ur og söngelskur, lagði kórnum til fallega tenórrödd sína frá upphafi. Þetta reyndist farsælt upphaf og í dag er öflugt starf kóra eldri borg- ara um land allt. Pétur átti þann draum að stofnað yrði landssamband þessara kóra og kemst það vonandi í framkvæmd fyrr en síðar. Kór FEB í Reykjavík hefur ferðast mjög mikið og víða á ferli sínum. Pétur, sem var formaður kórsins yfir 15 ár, sá aldrei hindr- anir nema til að ýta þeim úr vegi og þannig kom hann þessu óskabarni sínu í söngferðir til margra landa auk ótaldra söngferða innanlands. Einhverjar minnisstæðustu ferðir kórsins eru til Íslendingabyggða í Kanada 1998 og til Rússlands árið 2003. Í Pétursborg söng kór FEB með kór rússneskra eldri borgara sem lifað höfðu af umsátrið um borgina á stríðsárunum. Okkur eru minnisstæðar voldugar raddir þessa fullorðna fólks, sem hafði reynt margt og lagði tilfinningar sínar í sönginn. Það var áhrifamikið á að hlýða. Fyrir Pétri, sem hafði sjó- mennsku að ævistarfi, rifjuðust upp minningar um hættuferðir yfir hafið með íslenskum fiskibátum og skipa- lestum til Murmansk og fleiri staða. Pétur var félagshyggjumaður og vildi hag allra sem bestan. Hann bar lítilmagnann fyrir brjósti. Hjálpsamur var hann, kominn til skjalanna þar sem honum fannst þurfa og vissu ekki aðrir af en þeir sem nutu. Hann var líka mikill sögumaður og kunni þá list að segja þannig frá vinum og samstarfsmönnum að per- sónur lifnuðu við fyrir augum manns. Úr æsku sinni sagði hann kór- félögum frá því að alla morgna hafi hann vaknað eldsnemma og sungið hátt og mikið þar til móðir hans gaf honum eitthvað í svanginn. Hann var græskulaus og glað- lyndi hans og hlýja smitaði frá sér. Ekkert var raunar ómögulegt þegar Pétur var annars vegar. Nú syngur Pétur Hafliði ekki lengur með okkur. Eftir snarpa viðureign við illkynja sjúkdóm, laut hann því sem við öll munum lúta og fór sáttur. Við trúum að nú syngi hann með ástvinum sínum sem farnir eru á undan honum. Og kannski ómar söngur og létt- ur hlátur fyrir eyrum okkar er við minnumst hans. Við sendum börnum hans, barna- börnum og systkinum innilegar samúðarkveðjur. Ég elska hafið æst, er stormur gnýr, ég elska það, er kyrrð og ró þar býr. Á djúpið blátt er bleikur máni skín. Ég bláfjöll elska, er sáu ei augu mín. Og hljóða nótt með stjarna blysin björt og bjarma kvölds, er roðar húmský svört. Ég elska söngsins angurmilda hreim, ég elska hugans flug um víðan geim. (Guðm. Guðmundsson.) Hann að geyma bið engla, því ei snýr aftur rekki sá til mannheima er gleði gaf geði og á sjálfum raunir reyndi hann af guði falinn sé. (K. Pje.) F.h. Kórs Félags eldri borgara í Reykjavík, Kristín S. Pjetursdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.