Morgunblaðið - 28.12.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.12.2009, Blaðsíða 27
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is ÁSLAUG Agnarsdóttir er þýðandi bókarinnar Bernska eftir einn þekktasta rithöfund bókmennta- sögunnar, Lev Tolstoj, en Hávalla- útgáfan gefur bókina út í kilju. Þetta er ekki fyrsta bókin sem Ás- laug hefur þýtt úr rússnesku. Hún þýddi hina gríðarlega vinsælu bók Dauðann og mörgæsina eftir And- rej Kúrkov, um hægláta rithöf- undinn Viktor og þunglyndu mör- gæsina sem hann bjó með. Áslaug hefur auk þess þýtt smásögur eft- ir Gogol og Turgenev. Frá fréttum í skáldskap „Í menntaskóla fékk ég áhuga á 19. aldar rússneskum bók- menntum og las mikið af þeim,“ segir Áslaug. „Sá heimur sem Tol- stoj, Dostojevskí, Tsjekhov og aðrir rússneskir höfundar lýsa höfðar mikið til mín. Ég las þessi verk á ensku en svo tók ég mig til, fór í háskólanám, tók próf í rúss- nesku og fékk síðan styrk til að vera einn vetur í Rússlandi. Fyrstu þýðingarverkefni mín úr rússnesku voru fyrir fréttastofu Sjónvarps. Á þeim tíma hugsaði ég oft um að það gæti verið gam- an að þýða rússneskar bók- menntir, og mun skemmtilegra en að hlusta á rússneskar fréttir og þýða það sem menn segja þar. Þegar Snæbjörn Arngrímsson, þá- verandi útgáfustjóri Bjarts, bað mig um að þýða Dauðann og mör- gæsina þá tók ég því boði fegins hendi og mér fannst mjög skemmtilegt að þýða þá bók. Á þeim tíma var ég byrjuð að þýða Bernsku eftir Tolstoj og hélt áfram að vinna í þeirri þýðingu ásamt öðrum verkefnum. Svo ákvað ég á síðasta ári að nú væri nóg komið, nú yrði ég að ljúka við að þýða þessa bók.“ Vel skrifað æskuverk Bernska er fyrsti hlutinn af þrí- leik sem byggist á æsku skáldsins. Verkið telst vera skáldsaga en persónur bókarinnar eiga sér Heimur barnsins  Áslaug Agnarsdóttir þýðir Bernsku eftir Tolstoj  Vel gert og heillandi verk, segir hún um bókina  Tolstoj var 23 ára gamall þegar hann skrifaði bókina Morgunblaðið/Ómar Áslaug Agnarsdóttir „Þarna má sjá svo margt sem maður sér í bitastæðari og stærri verkum hans.“ flestar fyrirmyndir í fjölskyldu Tolstojs. Þegar Áslaug er spurð hvað henni þyki merkilegast við verkið segir hún: „Tolstoj var 23 ára þegar hann samdi þessa bók. Mér finnst aðdáunarvert hversu vel hún er skrifuð, af ekki eldri manni. Þarna má sjá svo margt sem maður sér í bitastæðari og stærri verkum hans. Hann er þeg- ar byrjaður að velta fyrir sér mik- ilvægum spurningum og farinn að stunda sálfræðilega sjálfsrýni. Honum tekst að endurskapa heim barnsins og sýna hvernig barn upplifir lífið, en inn á milli birtist mat hins fullorðna á upplifunum barnsins. Þetta er afskaplega vel gert og heillandi.“ Áslaug ætlar að halda áfram að þýða rússnesk verk og hugleiðir nú að þýða bók númer tvö í þess- um þríleik Tolstojs. Lev Tolstoj, einn frægasti rithöfundur bókmenntasög- unnar, fæddist árið 1828 og lést í hárri elli árið 1910. Þekktustu verk hans eru Stríð og friður, sem lýsir lífi Rússa á árum Napóleonsstyrjaldanna, og hin harmræna Anna Karenina sem fjallar um ógæfusamar ástir og ill ör- lög aðalpersónunnar. Tolstoj aðhylltist kristilegan og siðferðilegan hreinleika og gekk ansi langt í þeim lífsháttum sínum. Þetta gerði meðal annars að verkum að hjónaband hans og eiginkonu hans Sonju varð með nokkrum ósköpum, og er þá vægt til orða tekið. Frið- arkenningar Tolstoj höfðu mikil áhrif á Gandhi og Martin Luther King. Rússneskur skáldjöfur Menning 27FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. DESEMBER 2009 Sá sem hér hefur orð- ið ... hrópar húrra fyrir Oliver! Þjóðleikhússins á jól- um árið 2009! 29 » Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is FYRIR stuttu kom út skáldsagan Sagittarus rísandi eftir flugkapp- ann Cecil Lewis sem tók þátt í tveimur heimsstyrjöldum sem orrustuflugmaður. Bókina þýddi Halldór Jónsson verkfræðingur þýða tilskipanir Evr- ópusambandsins, kannski ég fái vinnu við eitthvað svoleiðis einhvern tímann. Þetta var samt ógurlega skemmtilegt verk og það var gaman að læra allt saman um hvernig bók verður til, þannig að ég kann núna að gefa út bók, en hef líka komist að því að það er enginn bisness í bóka- útgáfu nema þú heitir Guðrún frá Lundi eða Arnaldur.“ fyrsta kaflann og formálann og svo fór karlinn að ná tökum á mér og endaði með því að ég kláraði þýðinguna. Cecil Lewis átti merkilega ævi, var sannkallaður ævintýramaður, því ekki er nóg með að hann flygi sem orrustuflugmaður í tveimur heimsstyrjöldum, heldur var hann þekktur rithöf- undur og einn af stofn- endum breska rík- isútvarpsins og meðal fyrirlesara á BBC fram yfir nírætt.“ Að lokinni þýðing- unni segist Halldór eig- inlega hafa leiðst út í að gefa bókina út sjálf- ur, en það hafi ekki gengið ýkja vel að selja hana: „Ætli ég fari nema beint á hausinn með þessa útgáfu, en ég er nú að hjálpa vini mínum að sem gefur hana líka út. Hann segist hafa þýtt bókina nánast fyrir tilviljun, því hann var að dunda sér við uppsetningu og prófanir á þýðingaforriti eftir að hafa misst vinnuna við hrunið líkt og flestir aðrir verkfræðingar. „Ég greip þessa bók, sem ég hafði átt í mörg ár, og þýddi Ógurlega skemmtilegt Þýddi og gaf út skáldsögu eftir flugkappann Cecil Lewis Halldór Jónsson ÍRSKU rokk- ararnir í U2 stefna á að senda frá sér þrettándu hljóðversskífuna í júní, um það leyti sem risatúr þeirra rennur af stað á ný. For- sprakki hljóm- sveitarinnar, Bono, staðfesti þetta í samtali við írskt dagblað. Hann ræðir árið framundan í við- tali við dagblaðið Irish Independ- ent en þar segir hann sveitina hafa unnið að nýju efni síðustu vikurnar fyrir jól. Árið sem nú er að líða hefur ver- ið viðburðaríkt hjá Írunum og hljómleikaferð þeirra, 360 tour, er í þann mund að verða sú sem skilar mestu í kassann í rokksögunni. Framkvæmdastjóri hljómsveit- arinnar, Paul McGuinness, segir að tekjurnar verði um 750 milljónir dala þegar upp er staðið en til sam- anburðar skilaði annar tekjuhæsti túrinn, A Bigger Bang með Rolling Stones, um 590 milljónum dala í kassann á núverandi gengi. Plata frá U2 í júní Bono VIÐSKIPTAVINIR netverslunar- innar Amazon keyptu fleiri raf- bækur á jóladag en prentaðar bækur. Er þetta í fyrsta skipti sem það gerist í sögu verslunar- innar. Þetta kemur fram í yfirlýs- ingu frá fyr- irtækinu. Þar segir jafnframt, að lestölva, sem það framleiðir fyrir rafbækur, Kindle, sé orðin helsta gjafavaran í sögu Amazon. Hægt er nú að kaupa 390 þús- und bókatitla fyrir Kindle tölvuna en einnig er hægt að lesa þá í iP- hone og iPod frá Apple. Amazon hefur ekki enn birt sölutölur fyrir Kindle en Forrester Research áætlaði í október, að Kindle hefði um það bil 60% markaðshlutdeild á Bandaríkjamarkaði en Sony Read- er kæmi næstur með 35%. Fyrir jólin kom samkeppni frá bandarísku bóksölukeðjunni Bar- ners & Noble, sem setti á markað lestölvuna Nook. Fyrirtækið segist hafa selt allar tölvurnar fyrir jólin. Forrester áætlaði að 3 milljónir lestölva yrðu seldar í Bandaríkj- unum á þessu ári og salan mundi tvöfaldast á næsta ári. Seldu fleiri rafbækur en prentaðar ARNALDUR Arnarson gít- arleikari kemur fram á ein- leikstónleikum á morgun, þriðjudaginn 29. desember kl. 20, í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg. Um er að ræða tónleika til styrktar Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Vert er að geta þess að allur ágóði rennur til nefndarinnar og ekki verður tekið við greiðslukortum. Aðgangseyrir er 2.000 krónur. Arnaldur flytur á tónleikunum verk eftir Jón Ásgeirsson, Elsa Olivieri San- giacomo, Mario Castelnuovo-Tedesco, Johan Sebastian Bach, Mauro Giuliani, Paulo Bell- inati, W. Walton. Gítartónleikar Leikið til styrktar Mæðrastyrksnefnd Arnaldur Arnarson AUGLÝST hefur verið eftir umsóknum í leikritunarsjóðinn Prologos vegna fimmtu úthlut- unar úr sjóðnum. Umsóknar- frestur er til og með 11. janúar, en úthlutað verður í febrúar. Prologos hefur verið starf- ræktur við Þjóðleikhúsið í eitt og hálft ár og er honum ætlað að efla íslenska leikritun og hvetja til nýsköpunar. Tíu leik- skáld og sex leiksmiðjuverkefni hafa hlotið styrk úr sjóðnum. Nú er annars vegar auglýst eftir hug- mynd að leikriti, hins vegar eftir hugmynd að leik- smiðju- eða tilraunaverkefni. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Þjóðleikhússins, www.leik- husid.is. Leikritun Prologos auglýsir eftir umsóknum Þjóðleikhúsið SÍÐUSTU tónleikar ársins hjá Bebopfélagi Reykjavíkur verða í kvöld í djasskjallara Kaffi Kúltúre við Hverf- isgötu. Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá útkomu plöt- unnar Kind of Blue með Mi- les Davis, sem margir djass- áhugamenn telja eina bestu djassplötu allra tíma, munu félagar í Bebopklúbbnum flytja tónlistina af plötunni í heild. Margir af bestu djassleikurum þjóðarinnar leiða saman hesta sína að þessu sinni, skv. tilkynningu, og verður án efa líf í tuskunum. Tónleikarnir hefj- ast kl. 21.30 og standa frameftir. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Djass Miles Davis í önd- vegi á Kaffi Kúltúre Miles Davis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.