Morgunblaðið - 31.12.2009, Síða 3

Morgunblaðið - 31.12.2009, Síða 3
Íþróttir 3 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2009 Jón ArnórStefánsson skoraði 10 stig og tók 2 fráköst fyrir lið Granada þeg- ar liðið tapaði fyrir Laboral, 85:79, í spænsku 1. deildinni í körfuknattleik í gærkvöld. Granada er í 11. sæti deildarinnar. Laboral er í öðru sæt- inu en Barcelona trónir í toppsæt- inu.    Jón Ingi Sigurðsson, fyrirliðiMammúta og íslenska landsliðs- ins, er krullumaður ársins 2009. Þetta er í annað sinn sem Jón Ingi er valinn krullumaður ársins í annað sinn en hann hlaut einnig þessa út- nefningu 2005.    Roy Hodgson knattspyrnustjórienska úrvalsdeildarliðsins Ful- ham hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Lundúnaliðið. Hodgson tók við stjórn liðsins í des- ember 2007 og undir hans stjórn náði liðið sínum besta árangri í úr- valsdeildinni á síðustu leiktíð þegar það endaði í áttunda sæti og tryggði sér keppniréttinn í Evr- ópudeild UEFA. Fulham hefur haldið áfram að gera góða hluti á yfirstandandi tímabilið en það er í 9. sæti úrvalsdeildarinnar og er komið áfram í 32-liða úrslit Evr- ópudeildar UEFA.    Þýskir fjölmiðlar telja öruggt aðþýski landsliðsmaðurinn Franck Ribery yfirgefi Bayern München næsta sumar og gangi til liðs við Real Madrid, ári áður en samningur hans við Bayern rennur út. Real Madrid mun greiða 55 millj- ónir evra fyrir Ribery sem jafngildir tæplega 10 milljörðum íslenskra króna. Samningar á milli forráða- manna félaga um félagaskiptin eru sagðir hafa verið ákveðnir í ágúst þegar Bayern München fékk í sínar raðir hinn hollenska Arjen Robben frá Real Madrid í sumar.    Glen Johnsonhægri bak- vörður Liverpool- liðsins verður frá keppni næstu vik- urnar vegna meiðsla á hné sem hann varð fyrir í sigri Liver- pool gegn Aston Villa í fyrrakvöld. Við skoðun í gær kom í ljós rifa í liðbandi í hægra hné leikmannsins sem þýðir að hann verður að taka sér frí frá knatt- spyrnuiðkun næstu misserin.    Gísli Kristjánsson og félagar íNordsjælland töpuðu í gær- kvöld gegn Skjern, 27:25 á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í handknatt- leik. Gísli átti fínan leik á línunni og skoraði 6 mörk og þá var hann fastur fyrir í vörninni en allt kom fyrir ekki. Fólk folk@mbl.is HELENA og liðsfélagar hennar í TCU hafa sett sér það markmið að sigra í Mountain West-deildinni en keppnisfyrirkomulagið í bandaríska háskólaboltanum er svipað flókið og Icesave-deilan. „Jú þetta er nokkuð flókið kerfi en í stuttu máli þá skipta allir leikir máli þrátt fyrir að þeir séu ekki í deildar- keppninni. Í lok febrúar ráðast úrslitin í deildarkeppninni og ef okkur tekst að sigra í okkar deild komumst við sjálf- krafa í NCAA-úrslitakeppnina. Ef ekki þá er sérstök nefnd sem metur árang- ur liðanna. Og þá skiptir máli að vera með gott vinningshlutfall,“ sagði Hel- ena í gær, nýbúin á morgunæfingu. Frábær þjálfari Landsliðskonan er ánægð með lífið og tilveruna í litla einkaskólanum eins og hún orðar það. Nemendur í TCU eru 8.500, en til samanburðar eru íbú- ar í Árborg um 8.000. „Ég sé ekki eftir því að hafa valið TCU. Skólinn er góð- ur og mér líður vel. Þjálfarinn, Brian Ostermann, er góður og við getum rætt um hlutina án þess að hann sé að öskra á mann eins og margir þjálfarar gera. Mér líður alltaf betur eftir að hafa rætt við þjálfarann og hann kenn- ir manni eitthvað nýtt á hverjum ein- asta degi.“ Helena hefur skorað tæplega 13 stig að meðaltali í leik það sem af er keppnistímabilinu. Að venju er hún of- arlega á flestum sviðum tölfræðinnar. Helena tekur sjö fráköst að meðaltali í leik og gefur rúmlega fimm stoðsend- ingar. Og það er mjög sérstakt að Hel- ena leikur yfirleitt í tveimur mjög ólík- um stöðum á vellinum í hverjum einasta leik. „Ég byrja í stöðu framherja og leik undir körfunni í svona 30% í hverjum leik. Í síðari hálfleik tek ég síðan við leikstjórnandahlutverkinu og klára yf- irleitt leikina í þeirri stöðu. Mér finnst þetta gott fyrirkomulag. Í liðinu er bráðefnilegur leikstjórn- andi sem er frábær varnarmaður. Hún byrjar leikina í þessari stöðu og ég tek síðan við í síð- ari hálfleik. Það er mun meira jafnvægi í liðinu í ár en í fyrra. Við erum með sterkari hóp og stigaskorunin dreifist því meira en í fyrra, sem er gott fyrir okkur sem lið.“ Atvinnumennska er markmiðið Eins og áður hefur kom- ið fram hefur Helena sett sér það markmið að komast í atvinnumennsku þegar hún hefur lokið námi. Þegar Helena var spurð að því hvaða nám hún stundaði átti hún erfitt með að út- skýra það á íslensku. „Ég held að það sé best að segja að þetta séu fé- lagsvísindi með stjórnunarívafi. Þetta er mjög fjölbreytt og skemmtilegt nám. Ég vona að mér standi til boða að leika körfubolta þegar náminu lýk- ur. Lið í Evrópu hafa sýnt mér áhuga frá því ég var unglingur en ég vona að WNBA-liðin viti af mér þegar kemur að háskólavalinu sumarið 2011. Flestir leikmenn flakka á milli Evrópu og Bandaríkjana. Deildirnar í Evrópu eru í gangi yfir veturinn og WNBA tekur við yfir sumarið. Þannig er hægt að láta þetta ganga upp en peningarnir sem eru í boði í atvinnumennskunni fyrir konur eru ekki eins miklir og hjá körlunum.“ Atvinnudeild kvenna fer fram yfir sumartímann í Bandaríkjunum og er deildin „afurð“ NBA-deildarinnar. „Þessi deild fær æ meiri athygli og það eru leikmenn í henni sem flestir Bandaríkjamenn vita hverjir eru. Landsþekkt nöfn. Mér finnst einnig áhuginn á kvennakörfunni í háskól- unum fara vaxandi. Sjónvarpsstöðv- arnar sýna marga leiki og t.d. hjá okk- ur mæta um 4.000 áhorfendur á heimaleiki. Og þar er meirihlutinn eldra fólk, sem okkur þykir frekar fyndið en jafnframt skemmtilegt.“ Heiður að vera á meðal 10 efstu Helena er ein af 10 efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2009 og er þetta í fyrsta sinn sem hún kemst í hóp 10 efstu. „Ég sá þetta þegar ég var heima á Íslandi um jólin. Mér finnst þetta mikill heiður og það er gaman að vita til þess að það skuli einhverjir vera að spá í það sem maður er að gera hérna úti,“ sagði landsliðskonan Helena Sverrisdóttir. Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfuknattleik, verður í eldlínunni í dag þegar lið hennar TCU mætir Houston í bandarísku háskóladeildinni. Helena seg- ir að Bandaríkjamenn séu ekki í eins miklum „áramótaham“ og Íslendingar. Flugeldasýning verði í boði á háskóla- svæðinu og allt eins líklegt að leikmenn TCU verði þreyttir eftir átta tíma ferða- lag eftir leikinn gegn Houston. Helena er á þriðja ári sínu hjá TCU þar sem hún er í aðalhlutverki en markmið hennar er að komast í atvinnumennsku eftir háskóla- námið. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is  Helena Sverrisdóttir kann vel við sig í TCU-háskólanum  Stefnir á atvinnumennsku í Evrópu eða Bandaríkjunum „Ég sé ekki eftir því að hafa valið TCU“ FJÁRFESTINGAFÉLAGIÐ Intermarket hefur staðfest að það muni gera CB Holding tilboð í enska knattspyrnufélagið West Ham og talið er að það nemi um 100 milljónum punda. Samkvæmt Daily Telegraph er innifalið í því að Intermarket metur skuldir West Ham vera um 48 milljónir punda en CB Holding hefur haldið því fram að þær séu í kringum 38 milljónir punda. Reiknað er með að tilboðið verði lagt fram á mánudaginn kemur. Talsmaður Intermarket sagði að hann gæti ekki upplýst meira um málið að svo stöddu vegna samkomulags við Rothschild-bankann, sem CB Holding hefur falið að sjá um sam- skipti við mögulega kaupendur. Straumur er sem kunnugt er aðal- hluthafinn í CB Holding. Tilboð staðfest Gianfranco Zola LEIKIR í forkeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik sem fram fer í janúar fara fram með örlítið breyttu sniði frá því sem verið hefur síðustu ár. Áfram verður leikið í riðlum sem í eru ýmist þrjár eða fjórar þátttökuþjóðir en alls eru riðl- arnir sjö. Sem fyrr kemst efsta þjóðin áfram í umspilsleiki, sem fram fara í vor, við sjö aðrar þjóðir og má telja líklegt að íslenska landsliðið verði í þeim hópi. Í stað þess að leikir riðlakeppninnar fari fram heima og að heiman hittast þátttökuþjóðir hvers riðils á einum stað og ljúka keppninni á þremur til fjórum dögum þar sem leikin verður einföld umferð. Þessi háttur er tekinn upp nú til þess að draga úr kostnaði við undankeppnina en hann reyndist mörgum fjárvana handknattleikssamböndum í einhverjum til- fellum ofviða eða mjög erfiður. Sem dæmi má nefna að landslið Portúgals sem kemur hing- að til lands 13. janúar til eins leiks við íslenska landsliðið held- ur rakleitt héðan til Lúxemborg hvar það mætir heimamönn- um og Lettum í riðlakeppni 16. og 17. janúar. Ein ný þátttökuþjóð er skráð til leiks í forkeppni HM að þessu sinni. Það eru Bretar. Þeir eru í riðli með Bosníum, Finnum og Rúmenum. Leikirnir verða háðir í Vantaa í Finn- landi 15. - 17. janúar. Bretar leggja nú allt kapp á að búa lands- lið sitt sem best undir þátttöku í Ólympíuleikunum í London eftir hálft þriðja ár. Ísland tekur ekki þátt í forkeppninni Íslenska landsliðið tekur ekki þátt í forkeppninni í næsta mánuði en að öllum líkindum tekur það þátt í umspilsleikjun- um við sigurliðin úr riðlakeppninni. Umspilsleikirnir fara að vanda fram um miðjan júní og gefa þátttökurétt á HM sem haldið verður í Svíþjóð í ársbyrjun 2011. iben@mbl.is Breytt snið á forkeppni HM í handbolta  Helena Sverrisdóttir er fædd 11. mars árið 1988 og er því 21 árs gömul.  Hún lék með Haukum í Hafnarfirði áður en hún hélt til náms í Bandaríkjunum.  Hún er á þriðja ári sínu með háskólaliðinu Texas Christian University sem skammstafað er TCU.  TCu háskólinn er með um 8.500 nemendur en skólinn telst ekki vera á meðal þeirra stóru í Bandaríkjun- um. Algengt er að nemendur í bandarískum háskólum séu 20.000 eða fleiri.  Á síðustu leiktíð, 2008- 2009, var Helena í byrjun- arliðinu í öllum leikjum TCU. Aðeins tveir leikmenn náðu þeim áfanga.  Á fyrsta tímabilinu skor- aði Helena rúmlega 9 stig að meðaltali í leik og hún tók 6 fráköst í leik.  Á síðustu leiktíð var hún í aðalhlutverki í sóknarleikn- um og skoraði íslenski lands- liðsmaðurinn rétt tæplega 16 stig að meðaltali.  Á þessari leiktíð hefur Helena skorað 12,8 stig að meðaltali og er hún stiga- hæsti leikmaður liðsins.  Stigamet hennar í banda- rísku háskóladeildinni er 27 stig en það setti hún í leik gegn Utah í apríl á þessu ári. Hún hefur tvívegis náð því að „rífa“ niður 13 fráköst í leik.  Að auki hefur hún tvívegis gefið 10 stoðsendingar í leik.  Á fyrsta ári sínu hjá TCU var Helena valin besti nýlið- inn í Mountain West deild- inni.  Á síðustu leiktíð var hún í úrvalsliði Mountain West deildarinnar. Helena Sverrisdóttir Góð Helena Sverrisdóttir er að gera góða hluti með TCU í bandaríska háskólakörfuboltanum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.