Morgunblaðið - 31.12.2009, Page 4

Morgunblaðið - 31.12.2009, Page 4
4 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2009 KYLFINGURINN Ernie Els náði ekki að sigra á atvinnumóti í golfi á árinu 2009 en Suð- ur-Afríkumaðurinn hefur ávallt unnið a.m.k. eitt golfmót árlega frá árinu 1990. Els, sem fagnaði fertugsafmælinu í október, hefur sigr- að á 60 atvinnumótum frá því hann gerðist at- vinnumaður fyrir tveimur áratugum. Els hefur ekki leikið vel á undanförnum misserum og virðist vera langt frá sínu besta. Hann hefur unnið 16 mót á bandarísku PGA-mótaröðinni, 24 mót á Evrópumótaröð- inni, 1 á japönsku mótaröðinni, 15 á mótaröð- inni í Suður-Afríku og 13 mót á öðrum móta- röðum. Els hefur þrívegis landað sigri á stórmóti, hann vann opna bandaríska meist- aramótið 1994 og 1997. Hann sigraði á opna breska meistaramótinu árið 2002. Els hefur ávallt verið í hópi 10 efstu á heim- listanum í golfi undanfarin 18 ár en hann er nú í 17. sæti Kóreumaðurinn YE Yang, sem sigraði á PGA-meist- aramótinu, tók risastökk á heimslistanum á árinu 2009. Hann var í 478. sæti í árs- byrjun en endaði í 31. sæti. Ítalinn Edoardo Molinari gerði enn betur og fór úr 653. sæti og endaði í 48. seth@mbl.is SVO kann að fara að Englendingar taki ekki þátt í Samveldisleikunum í Dehli í október á næsta ári vegna ótta við að íþróttamenn- irnir verði fyrir hryðjuverka- árásum, að því er Daily Tele- graph greinir frá í gær. Hætti England við þátttöku þá verður það í fyrsta sinn í 80 ára sögu Samveldisleikanna að landið tekur ekki þátt. Bæði lögreglan og öryggisráðgjafar óttast að pakistanskir hryðju- verkamenn muni ráðast á ensku íþróttamennina. Þeir telja að ekki sé hægt að tryggja öryggi íþróttafólks- ins. Daily Telegraph greinir frá því að Sir Paul Stephenson lögreglustjóri hafi heimsótt höfuðborg Indlands fyrr í þess- um mánuði til að skoða leikvanga leik- anna. Hann mun hafa lýst yfir „þungum áhyggjum“ vegna öryggisráðstafana. Englendingar munu taka ákvörðun um þátttöku í Samveldisleikunum á næsta ári. Háttsettur enskur embættismaður sagði Daily Telegraph að það væri nærri útilokað að íþróttalið yrði sent á leikana. Englendingar óttast um öryggi sitt Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ,,ÞETTA Chelsea-lið, fyrir utan Nicolas Anelka og Branislav Iv- anovic, er ennþá mitt lið,“ segir Morinho sem í tvígang stýrði Chelsea til sigurs í ensku úrvals- deildinni. ,,Ég held að Chelsea hafi alla burði til að vinna enska meistaratit- ilinn í ár. Það er í toppsæti deild- arinnar og það lítur út fyrir að Liv- erpool sé úr leik í baráttunni. Manchester United er auðvitað með í slagnum en fyrir mér er liðið ekki það sama án Cristiano Ronaldo. United með hann og án hans er allt öðruvísi lið. Arsenal er í toppbarát- unni en í hvert skipti sem það færist nær toppsætinu þá gerir það eitt- hvað rangt. Það kom í ljós þegar það gerði jafntefli við Burnley á dög- unum. Ég held því að leiðin sé nokk- uð greið fyrir Chelsea á ný og ég vona auðvitað að allt fari vel hjá því,“ sagði Mourinho. Portúgalinn sem hefur viðnefnið ,,hinn útvaldi“ var ekki bara í kurteisisheimsókn á ,,Brúnni“. Hann var einnig að kort- leggja leik Chelsea-liðsins því læri- sveinar hans í Inter mæta Chelsea í 16 liða úrslitum Meistaradeild- arinnar í febrúar á næsta ári. ,,Við verðum tilbúnir í þann slag. Það megið þið bóka. Þetta var erf- iður dráttur fyrir okkur en líka fyrir Chelsea,“ sagði Mourinho. Vill snúa aftur til Englands Mourinho, sem er 46 ára gamall, segist vilja snúa aftur til Englands en margir spá því að hann verði ráð- inn eftirmaður Sir Alex Ferguson hjá Manchester United þegar hann ákveður að setjast í helgan stein. ,,Ég vil snúa aftur til Englands. Ég hef alltaf sagt að ég elska það að starfa á Englandi. Ég vann tvo meistaratitla á þremur árum og fleiri titla. Ég náði mjög góðum ár- angri svo það er eðlilegt að önnur lið vilji fá mig. Ég vann tvo meist- aratitla með Porto, tvo með Chelsea og nú vil ég leika sama leik með Int- er. Það yrði mjög sérstakt,“ sagði Mourinho en Inter varð ítalskur meistari undir hans stjórn á síðustu leiktíð og með átta stiga forskot á erkifjendur sína í AC Milan á yf- irstandandi tímabili. Elska að starfa á Englandi  Leiðin nokkuð greið fyrir Chelsea segir sá „útvaldi“  Mourinho spáir sínu gamla liði meistaratitlinum  Portúgalinn segist vilja snúa aftur til Englands Reuters Góður Jose Mourinho hefur áhuga á því að starfa aftur á Englandi. Jose Mourinho, þjálfari ítalska knatt- spyrnuliðsins Inter og fyrrum knatt- spyrnustjóri Chelsea, spáir því að fyrrverandi lærisveinar sínir muni standa uppi sem enskir meistarar í vor en Mourinho var á meðal áhorf- enda á Stamford Bridge í vikunni og sá Chelsea leggja Fulham að velli. Gary Megson,knatt- spyrnustjóra Bolton, var sagt upp starfi sínu í gærmorgun í kjölfar slaks ár- angurs liðsins á yfirstandandi leiktíð en það er í þriðja neðsta sæti ensku úrvalsdeild- arinnar.    Síðasti leikur Bolton undir stjórnMegson var í fyrrakvöld gegn Hull. Þá misstu leikmenn liðsins tveggja marka forskot niður í jafn- tefli, 2:2, á heimavelli. Í leikslok var baulað á leikmennina og Megson og veifað var spjöldum með áletruninni: „Megson must go“, eða „Megson verður að fara.“ Á meðan forsvars- menn Bolton leita að eftirmanni Megson munu Christ Evans, aðstoð- arknattspyrnustjóri og aðalþjálf- arinn Steve Wigley halda um stjórn- völinn.    Hreiðar levyGuðmunds- son, landsliðs- markvörður í handknattleik, átti stórleik þegar lið hans, TV Ems- detten, vann VfL Edewecht, 33.26, á útivelli í norð- urriðli þýsku 2. deildarinnar í hand- knattleik. Hreiðar Levy lék í mark- inu í 58 mínútur og varði 17 skot, þar af eitt vítakast. TV Emsdetten situr í öðru sæti riðilsins með 28 stig eftir 17 leiki, er fjórum stigum á eftir Hamm sem trónir á toppnum.    Eftir 14 áraveru hjá þýska stórliðinu Flensburg hefur danski hand- knattleiksmað- urinn Lars Christiansen ákveðið að snúa heim til Dan- merkur í vor þegar samningur hans við Flensburg rennur út. Christian- sen segist ætla að ljúka ferlinum í dönsku úrvalsdeildinni og sé um þessar mundir að skoða tilboð frá fjórum félögum, Skjern Håndbold, Århus GF, KIF Kolding og Bjerr- ingbro-Silkeborg. Christiansen er næstmarkahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar frá upphafi.    Ítölsku bræðurnir Francesco ogEdoardo Molinari tryggðu sér keppnisrétt á Mastersmótinu í golfi á næsta ári með því að vera í einu af 50 efstu sætunum á heimslistanum í lok ársins. Aðeins einu sinni áður hefur það gerst að bræður taka þátt á Mastersmótinu en það var árið 2000 þegar Jumbo og Joe Ozaki frá Japan voru báðir í hópi 50 efstu á heimslist- anum. Edoardo hóf árið í 653. sæti á heimslistanum en hann endaði í fjórða sæti á Evrópumótaröðinni í Suður-Afríku á dögunum. Fólk sport@mbl.is HVERNIG má það vera að tvítugur bandarískur körfuboltamaður sem var varaskeifa hjá ítalska úr- valsdeildarliðinu Lottomatica Róma fyrir ári er í hópi bestu leikmanna NBA-deildarinnar ári síðar? Brandon Jennings var helsta fréttaefnið í NBA- deildinni þegar hann skoraði 55 stig gegn Golden State Warriors 14. nóvember sl. Jennings var einu stigi frá því að jafna „nýliðametið“ sem er í eigu Earl „The Pearl“ Monroe en hann skoraði 56 stig á fyrsta ári sínu í NBA-deildinni árið 1968 með Balti- more Bullets. Þess ber að geta að Jennings skoraði ekki stig í fyrsta leikhlutanum gegn Warriors, hann lét sér nægja að skora 29 stig í þriðja leik- hluta. „Ef ég á að vera heiðarlegur þá var ég eig- inlega hálfskelkaður þegar ég áttaði mig á því hve vel ég lék,“ sagði Jennings í byrjun desember á þessu ári en hann hefur ekki skorað yfir 30 stig frá þeim tíma. Ég fann að það var mikil pressa á mér að skora 50 stig í hverjum leik eftir þetta. Aðal- atriðið er að halda sínu striki og mér er alveg sama um stigaskorið,“ bætti hann við. Á þessari leiktíð hefur nýliðinn skorað rétt tæplega 20 stig í leik og hann gefur 6 stoðsendingar í leik. Skipti oft um skoðun Jennings lét mikið að sér kveða í framhalds- skólaliði sínu þar sem hann skoraði rúmlega 32 stig að meðaltali í leik auk þess sem hann gaf um 8 stoðsendingar í leik. Lið hans Oak Hill vann 41 leik og tapaði aðeins einum veturinn 2006-2007. Hann vakti áhuga margra háskólaliða og hann ákvað að taka boði frá háskóliði Suður-Karólínu í ágúst 2006, en í maí 2007 hafði hann skipt um skoðun og var á leiðinni í Arizona-háskólann. Jennings skipti síðan enn og aftur um skoðun og ákvað að verða fyrsti bandaríski leikmaðurinn sem sleppir því að fara í háskólalið og beint í atvinnumennsku í Evr- ópu eftir að reglum um aðgengi ungra leik- manna að NBA var breytt. Það fylgir ekki sög- unni að Jennings er vog og gæti því átt erfitt með að taka ákvarðanir yfirleitt. Hann samdi við Rómverja þar sem reglur NBA-deildarinnar eru með þeim hætti að leik- menn sem vilja gefa kost á sér í nýliðavalið verða að vera 19 ára gamlir. Hann nýtti því tækifærið. Fór til Evrópu í eitt ár þar sem hann skoraði „aðeins“ 5,5 stig að með- altali í leik þar sem hann lék aðeins í 17 mínútur í hverjum leik. Til samanburðar lék Jón Arnór Stef- ánsson með Lottomatica Róma veturinn 2007-2008 þar sem hann skoraði tæplega 9 stig í leik þar sem hann lék í 23 mínútur að meðaltali af alls 40. Brandon Jennings er smár en knár leikstjórn- andi sem forráðamenn Milwaukee Bucks völdu nr. 10 í fyrstu umferð háskólavalsins. Örvhenti bak- vörðurinn er ekki nema 1,85 m á hæð og í mikilli fokhættu á Kjalarnesinu, aðeins 77 kg að þyngd. Margir sérfræðingar um körfuboltaíþróttina áttu ekki von á því að Jennings myndi spjara sig í NBA en hann hefur byrjað ferilinn með látum og það er aldrei að vita nema leikir með Milwaukee Bucks verði áhugavert sjónvarpsefni. seth@mbl.is  Leikstjórnandinn Brandon Jennings var varaskeifa hjá Lottomatica Róma fyrir ári en er með þeim betri í NBA-deildinni ári síðar  Skoraði 55 stig í einum leik Jennings er smár en knár Versta árið hjá Els frá árinu 1990

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.